"Þú verður að fylgja hjartanu"

Nú er ég komin aftur til Falun, elsku notalega Falun.. Ég þarf að búa til gott plan fram að 9. júní. Það er ekki bara það að ég þarf að gera rosalega mikið á þessum tíma,taka á móti systur minni sem er að koma í heimsókn, klára önnina (lokapróf og verkefni), undirbúa flutninga og svo auðvitað að æfa.. En það sem gerir þetta pínu flókið að það er alltaf endalaust af "árektrum" milli "hlutverka" í lífinu. Mig langar oft að gera e-ð tvennt í einu. Til dæmis kom ég til Íslands í viku til að vera í sextugsafmæli hjá pabba og vinna í vorverkum í sveitina, á sama tíma hefði ég geta verið hér í Svíþjóð og keppt á mótum hér.. næstu helgi er systir mín og hennar fjölskylda í heimsókn á sama tíma eru 2 mót sem mig langar að keppa á... í byrjun júní er flott mót í Noregi sem ég væri til að keppa á en það kostar of mikið og ég þyrfti líka að vera heima og ganga frá íbúðinni og klára skólan.. svo er mót 6. júní í suður svíþjóð og þá á ég að vera sama dag í lokaprófi hér í Falun.. síðan vil ég vera viðstödd útskrift hjá Jóni Steinari 9. júní á Akureyri en hefði geta verið á flottu móti í London.. 

Ég er nú samt heppin að hafa margt fyrir stafni í staðin fyrir að hafa ekkert að gera, en það getur verið erfitt að vega og meta hvað sé best að gera.. og þegar ég var að taka æfingu í dag þá kom lagið Agains the grain með City And Colour viðlagið er "you must follow your heart".. eða þú verður að fylgja hjartanu.. Þetta er kannski pínu þungt lag, en mér finnst það samt e-ð svo ljúft og fallegt.. og það spila allir "mismunandi hlutverk" í lífi sínu og oft eru árekstrar á milli þeirra og þá verður maður bara að fylgja hjartanu.. hvað segir það?

 


Borðar þú ekki mikinn mat?

Ég var í sundi 15. maí og þegar ég var í sturtunni er stelpa þar á sama tíma.. sirka 8 eða 9 ára og er mikið að horfa á mig og pæla í mér.. segir svo loks "borðar þú ekki mikinn mat?" ég hélt ég hafði heyrt e-ð vitlaust eða væri ekki aðt ala við mig því ég þekkti hana ekki neitt.. hún endurtók spurninguna.. ég svaraði " jú veistu ég borða alveg hrikalega mikið! ég er alltaf borðandi"
 hún var frekar hissa og sagði "afhverju ertu þá svona mjó?"
ég" af því að sumir eru bara þannig, eru grennri en aðrir.. svo hleyp ég reyndar líka mjög mikið"
Hún "ég  get líka verið mjó..." og dró magann eins mikið og hún gat inn..

... svo kom mamma hennar og við það lauk þessum innihalds miklu samræðum okkar..

 Það er skrítið þegar ég kem aftur á Ísland og í sveitina þá er eins og ég hafði aldrei farið.. reyndar nokkrar nýjar búðir á Íslandi en mér finnst einhvern vegin eins og tíminn standi í stað hérna.. það er auðvelt að detta inn í rútinuna hérna strax.. sem er í raun að vinna eins og maður getur á hverju degi í sveitinni og fara að sofa örmagna.. fara til mömmu reglulega í hádeginu og fá heitan mat.. nákvæmlega sömu samræðurnar við pabba...  þegar ég er hér finnst mér eins og ég geti ekki farið aftur, það er nóg að gera og mér finnst ég þurfa að vera hér til að sjá um þetta allt saman.. nóg að gera í sveitinni, verkefni, sala og pantanir sem ég gæti sinnt.. Þetta er ágætis líf.. en ég er samt svo ánægð að ég fór til Svíþjóðar.. það er svo allt annað líf þar.. nýjar áherslur og meiri og betri einbeiting að íþróttinni.. ég er nokkuð viss um að eftir nokkur ár þegar ég verð búin að kreista það besta úr mér í frjálsum þá mun ég koma í sveitina og ekkert hefur breyst.. 

ég er bara að skrifa þetta í þeim tilgangi ef það er einhver að lesa þetta sem langar að prófa e-ð nýtt en finnst bara ekki geta farið.. óhugsandi að fara frá þessu lífi, maður "kann" ekkert annað.. einfaldast að vera bara heima.. en ég mæli með að prófa e-ð nýtt.. það er alltaf hægt að koma bara aftur heim.. ég tala nú ekki um þegar maður er ungur og engin börn og svona..  

 Það var svo ótrúlega gott móment á mánudaginn þegar ég tók æfingu í sveitinni í storminum.. Ég var að gera æfinga á ca. 100m kafla. og ca 50m af því var nokkurn vegin í skjólin frá trjám. Þegar ég var að hlaupa þarna fram og til baka þá var Vinur (hundurinn hans pabba) ekki að nenna að hlaupa með mér þar sem var ekki í skjóli.. heldur lagðist og beið þangað til ég kom í skjólið og hljóp þá með mér.. haha.. svo lögðumst við niður inn í garði þar sem var alveg skjól.. og lögðumst í "sólbað" Vinur lagðist á bakið alveg eins og ég.. haha.. þetta var e-ð svo skondið, þessi hundur er svo fyndin.. í gær var hann svo ánægður að hann brosti.. ég er að meina það! Jóhanna siss er vitni af því líka!

150750_10150981111326654_558026653_12077640_641054557_n

 60 ára afmælisbarið hann pabbi minn.. 

156188_10150981149376654_558026653_12077693_1358307661_n

 

Yndislega sveitin mín.. Hér erum við pabbi að sá rófunum.. Smile 


Þá er keppnistímabilið hafið!

Það er ekkert blogg búið að koma frá mér nýlega, biðst afsökunar á því. Ég kom heim úr æfingabúðum á sunnudaginn var frá Nerje á Spáni. Það er alltaf yndislegt að fara í æfingabúðir Smile Ég ferðaðist óvenju mikið í þessum æfingabúðum. Það voru 2 hvíldar dagar og annan daginn fóru allir saman til Granada borgina, ætluðum að skoða Sierra Nevada en það er frekar hátt uppi og við gætum ekki farið að skoða það því að það var ófært útaf snjó!! á Spáni! niðri var 7°C og rigning.. mjög kalt! Við skoðum líka Alhambra það var mjög flott. Hinn hvíldardaginn fór ég í Afríkuferð. Vorum þrjú saman keyrðum til syðsta hluta spánar (komum við í Gibraltar til að smella mynd) og sigldum frá Tarifa yfir til Marokkó. 

Síðan ákvað ég að keppa á móti sem var í Malaga síðasta daginn. Það var ekki beint í prógraminu að keppa, þ.e.a.s að vera komin í keppnisform og ná góðum árangri en mig langaði að sjá hver staðan væri á mér og svo finnst mér líka svo gaman að keppa. Heppnin var alveg í hámarki þennan dag þar sem það var alveg svakaleg rigning, þetta var þriðji dagurinn á síðast liðnum 6 mánuðum sem það rigndi í borginni, á síðast liðnum 6 MÁNUÐUM!! og þegar það er rigning á Spáni þá eru spánverjar ekki mikið fyrir það að fara út þannig það var frekar fáment á mótinu.

Ég keppti í 100m grind og 400m hlaupi. Byrjaði á grindinni en áður en ég keppti þá var ég orðin blaut inn að beini þrátt fyrir að vera í regnfötum! það var samt hlýtt og ég var á hreyfingu.. við vorum svo bara 2 að hlaupa grindina.. og hvað haldiði.. hin stelpan þjófstartaði! þannig ég hljóp þá bara ein! Það var mjög fyndið þegar hann sagði á spænsku "takið ykkur stöðu" þá vissi ég ekkert hvað hann var að segja því hann var búinn að vera tala í talstöðina til að segja að stelpan hafði þjófstartað.. og ég gerði mér ekki grein fyrir því strax að ég ætti að taka mér stöðu.. haha.. fyrsta keppnin á spáni! ;)  
Hlaupið gekk vel fílaði mig ágætlega.. en ég var auðvitað ein þannig maður er einhvernvegin alveg 100%.. og þessvegna var ég svo rosalega hissa þegar ég sá tímann minn sem var 14,63sek!og vindur 0,0.. það er næst hraðasta hlaupið mitt á ævinni, það hraðasta er 14.60 síðan á landsmóti 2009.. ég var alveg í skýunum!

Svo var tæpir 2 klst í að ég átti að hlaupa 400m.. þessi bið var köld.. ég var öll svo blaut eins og fyrr sagði.. ég skalf og tennurnar glömruðu.. ég byrjaði svo aftur að hlaupa og hreyfa mig töluvert löngu áður en ég geri venjulega.. ég varð að fá hlýju aftur.. það stytti svo upp fyrir hlaupið en þá varð einhver seinkun og ég þurfti að bíða í 15 til 20 mín!.. Loksins fékk ég að hlaupa og fílaði mig rosa vel.. aldrei liðið svona vel í fyrsta keppnis 400m hlaupi.. mér leið kannski aðeins of vel, hefði átt að vera þreyttari því að tíminn var ekkert frábær eða 58,71.. þetta er samt mjög góð byrjun og veit núna að ég á meira inni og komin með betra sjálfstraust í að hlaupa hraðar í byrjun í næsta hlaupi..

Næsta mót hjá mér verður vonandi á Íslandi í næstu viku en ég er að koma á landið seint á fimmtudaginn og verð í viku.. 

Hér koma nokkrar myndir frá ferðalaginu: 

480179_10150870356816654_558026653_11932754_868709096_n

"Svalir Evrópu" þær eru í Nerje .. hér er hluti af hópnum að hoppa á þeim.. en við vorum als 37 með öllum í þessari ferð!

562035_10150909733856654_558026653_11971386_482669790_n

 Þessi mynd er frá Alhambra.. það var rigning, væri eftirvill fallegra í sól

564241_10150909734446654_558026653_11971387_594859830_n

 Önnur mynd þaðan.. hluti af garðinum, hluti af kastalanum fyrir aftan.. og hluti af Granada borgin þar fyrir aftan

558683_10150909736246654_558026653_11971393_1836624215_n Svo var æft.. kasta kúlu aftur á bak

533151_10150909738331654_558026653_11971399_1265925033_n

Farið á ströndina

545780_10150909738651654_558026653_11971401_2108821631_n

 Svo límdust steinarnar við mig..

 
546413_10150909739016654_558026653_11971402_1537308774_n

 
Þar sem þetta var ekki svona sandströnd var þetta kastalinn sem ég bjó til
575034_10150911806076654_558026653_11972504_1719412753_n
 Gibraltar
554456_10150911806151654_558026653_11972505_393396442_n
 Flottur stimpill sem ég fékk í vegbréfið
535706_10150911807471654_558026653_11972513_1152968820_n
 Það voru markaðir allstaðar þar sem borð komst fyrir! ólík menning þarna.. sjáið það t.d bara á klæðnaðinum hjá fólkinu sem sést á þessari mynd
540295_10150911807631654_558026653_11972514_848450866_n
 Rosa mikið af köttum útum allt.. og mjög skítugum (eins og öll borgin) og vantaði oft á þá skottið eða eyrað! þeir voru líka inn á veitingastöðunum! einn veitingarstaður sem við fórum á reyndist ver mjög "skítugur" sáum t.d þjón sem missti brauð á mjög skítugt gólf, tók það upp setti það aftur í körfuna og lét það á borð hjá fólki! þetta sáum við eftir að vera búin að borða þarna! maginn á mér er ennþá að jafna sig!
533042_10150911807816654_558026653_11972515_1239775008_n
 Það var alveg fáranlega þröngt á milli húsanna þarna! eins og hér þá er auðveldlega hægt að teygja sig yfir í gluggan hjá nágrannanum!
 
560591_10150946723666654_558026653_12008873_1496663756_n
 Mynd tekin frá keppninni í Malaga.. ég er í hlýrabol merkt Falun IK en það er liðið sem ég keppi með hérna úti. 
 
Video af hlaupunum má sjá hérna fyrir neðan:
 
 

Lag dagsins

vaknaði með þetta lag á heilanum.. mæli með að hækka í tölvunni.. og syngja hátt að dansa eins kjáni.. ég lofa þér á eftir að líða betur! WizardWhistling

 

Njóttu dagsins W00t 


"hver segir að það sé komið sumar?"

Sumardagurinn fyrsti er ekki stórt atriði hér í Svíþjóð. Það var mjög fyndið þegar ég var að hjóla heim eftir æfingu með Gustav og Eric þegar ég fór að spyrja þá hvort það hafi aldrei verið frí eða neitt um að vera hér á þessum degi.. og þeir voru ekkert að skilja.. hvaða degi? og þá byrjaði ég að hlægja og sagði

"... öö sumardagurinn fyrsti er í dag?!"..
 og þá svaraði Gustav..." ööö..according to who?"  eða "samkvæmt hverjum?"
og ég fór að segja að það væri í dagatalinu eins og jólin og páskar og annað.. og þeir "ekki í okkar dagatali"..
hehe.. mér fannst þetta sjúklega fyndið.. svo sagði hann "við erum með hátið 1. maí".. og ég svaraði "neiii.. það er annar dagur".. haha.. 

546356_10150845817321654_558026653_11857893_179324577_n

Það er nú samt ekkert alveg komið sumar hérna.. það gerist of reglulega að maður vaknar við þessa sjón.. en svo er snjórinn allur farinn seinni partinn.. En ég er að fara til Spánar í vikunni í æfingabúðir þannig ég get ekki kvartað :)

558568_10150845858131654_558026653_11858217_1262726120_n

Það er líka alltaf sumar á svölunum hjá mér.. ef það er sól.. ég sest út í sólbað þó það sé bara 5°C því að það er steik á svölunum.. held ég eigi eftir að deyja ef ég reyni að fara í sólbað á spáni.. hehe

Önnur skondin saga í restina.. ég var e-ð að tala um daginn á æfingu að ég hafi búið í Svíþjóð í 3 mánuði á sænsku og þá sagði einn við mig á sænsku
"og þú búin að læra tungumálið svona fort"
 og ég spurði til baka "hvað þýðir fort?"
hann: "fljótt/hratt"
hahaha.. hann var að segja að ég væri búin að læra sænsku hratt en skildi ekki einu sinni þegar hann sagði það.. hehe.. frekar skondið móment..! 

 

540577_10150845816896654_558026653_11857888_2070636385_n

 

 

Járnbrautateinar sem liggja í gegnum bæinn sem eru ekki lengur í notkun..

 


mismunandi sjónarmið

Ég var í tíma í vikunni þar sem við vorum að ræða um hvernig fólk getur haft mismunandi sjónarmið á sama hlut. Umræðan eða kennslan snérist um það hversu mikilvægt það er að skilja mismunandi sjónarmið hjá öðrum. Það sem þér finnst er kannski rétt en það sem öðrum finnst getur líka alveg verið rétt.. til að undirstrika þetta sýndi hún okkur nokkrar myndir eins og þessar sem eru hérna að neðan.. Það er hægt að sjá tvennt úr öllum myndunum.. sjáið þið það bæði?

hvort sem þið sjáið báðar hliðar af myndinni eða sjáið bara aðra það þýðir ekki neitt.. það segir ekki til um hvort þið skiljið sjónarmið betur hjá öðrum eða ekki.. heldur er þetta bara til að skýra þetta betur. Því eins og t.d neðsta myndin sem hægt er að sjá vasa eða tvö andlit, þá myndi ekki þýða ef tveir aðilar myndu vera að rífast/rökræða um það hvort þetta væri vasi eða tvö andlit.. ef þetta væri e-ð vandamál sem þeir þyrftu að leysa myndi aldrei nein lausn finnast.. það myndi gera allt svo miklu auðveldara ef fólk myndi átta sig á og skilja mismunandi sjónarmið hjá öðrum. Það fer ótrúlega í taugarnar á mér þegar fólk er að rökræða um e-ð sem snýst um að mestu um mismunandi sjónarmið. Til dæmis trúarskoðun, æfingaaðferðir, mataræði, stjórnmálaskoðun, hegðun, tónlist o.sv.frv..

ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að segja sína skoðun e-ð. þvert á móti.. allir eiga að tjá sig og hafa sína skoðun á öllu.. og ræða það við aðra.. en að þvinga því yfir á aðra og segja að það sé eina rétta sjónarmiðið er hinsvegar ekki eins frábært..  

eyes-3 lady

 

perception_vase
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein saga um mismunandi sjónarmið. Hér í Svíþjóð er allt annað einkunnarkerfi en á Íslandi. Í háskólanum eru bara tvær einkunnir, náðir eða náðir ekki. Í menntaskólanum eru samt fleiri þrep voru 4 en eru að breyta yfir í 7. Í háskólanum á Íslandi er það 20 mismunandi einkunnir sem þú getur fengið! (0 upp í 10 og gefið í hálfum).. Fyrst fannst mér þetta alveg út í hött..   hvernig ætti ég að vita hversu vel ég myndi standa mig.. náði ég rétt svo eða var ég alveg með þetta á hreinu? ég er líka svo mikil keppnismanneskja að ég vil helst vera hæðst.. og fá alltaf aðeins hærra... ég myndi vilja að fyrirtæki sem sjá menntunina mína gætu séð hversu vel ég stóð mig í skólanum og velja mig kannski fram yfir annan sem væri með lægri einkunnir.. Ég var að ræða þetta við æfingafélagana því þeir eru auðvitað vanir sænska kerfinu.. þegar ég lýsti minni skoðun afhverju ég vildi hafa þetta eins og á Íslandi þá sagði hann "vá þetta hljómar neikvætt umhverfi".. ég var ekki alveg að fatta einu sinni um hvað hann væri að tala..

og svo fór ég aðeins að pæla meira í þessu.. stundum er ég búin að læra dögum saman fyrir e-ð próf of fæ 6 á því... annað próf náði ég lítið að undirbúa mig og fékk 9.. og þar af leiðandi segir einkunnin ekkert til um hversu mikla vinnu ég lagði í að ná þessari einkunn.. einnig hef ég líka fengið kannski 7 á prófi en kann námsefnið upp á 9,5 e-ð.. það var bara því ég var "óheppin" með spurningar eða fékk prófstress eða misskildi spurningar o.sv.frv.. Þá gæti verið betra að hafa bara "stóðst áfangann".. því maður á að þurfa alltaf að leggja á sig til þess að geta náð áföngum í háskólum.. reyndar finnst mér ótrúlegasta fólk ná áföngum spurning hvort að kennarar sé að leyfa fleirum að ná? en það er nú önnur saga..

Nú er ég s.s eiginlega búin að breyta þessu sjónamiði á einkunnarkerfið.. mér finnst bara nóg að hafa stóðst eða stóðst ekki.. Þá er kannski líka meiri líkur á því að ég kanni meira og pæli meira í einhverjum atriðum eins og t.d ég er að gera núna með þetta.. frekar en að eyða tíma í að leggja áherslu bara á það sem kennarinn leggur meira áherslu og eyða jafn miklum tíma í allt.. frekar að leyfa mér að skoða og kunna sumt mun betur.. það segir ekkert að ég eigi eftir að kunna námsefnið minna.. að standast háskólanám er ákveðinn stimpill að maður höndli álag, pressu, vinnu, aga og þolinmæði sem þarf til að ljúka háskólanámi. fattiði hvert ég er að fara..

Einnig þegar ég var í grunnskóla og framhaldskóla þegar ég var kannski rosa ánægð að hafa náð einhverjum áfanga (þar sem ég er með mikla lesblindu og lærði að lesa í 4.bekk sem segir kannski að skólaganga sé ekki það auðveldasta fyrir mig).. Bróðir minn fékk svo kannski 9 eða 10 í einhverjum áfanga þá fannst mér minn árangur ekkert merkilegur og eiginlega bara ekkert góður.. er rétt að stimpla þessu svon í börn? að fá 6 er miklu lélegra en að fá 9?

hvað finnst ykkur um svona einkunnir? 


"There is nothing that I can do"

Uppáhaldslagið mitt þessa dagana er "He doesn't know why" með Fleet Foxes.. Þetta lag kom á ipodinum mínum þegar ég var úti að hlaupa.. og í þegar það kemur í "there is nothing I can't do.." ég heyrði e-ð vitlaust eða vildi kannski heyra annað og fannst eins og hann væri að segja "það er ekkert sem ég get ekki gert".. og þá fannst mér þetta rosa powerful lag.. að maður getur gert allt sem manni langar.. ég reyndi að hlusta betur á textann en þar sem ég er með athyglisbrest á háu stigi var ég alltaf farin að hugsa e-ð allt annað áður en ég náði að hlusta nógu lengi á texta til að ná einhverju samhengi.. hehe.. 

Ég tók svo eftir því að hann segir í laginu "það er ekkert sem ég get gert".. það er ekki alveg eins upphífandi.. og þá fór ég að skoða textann betur og ath. hver meiningin væri með laginu.. Ég komst þá að því að hann er að syngja um bróðir eða e-h náinn sem er heimilislaus.. líklegast í einhverju rugli og hann vill hjálpa honum en það er ekkert sem hann getur gert.. Frown það er ekki alveg nógu skemmtilegt.. og nú tengi ég aðrar aðstæður við þetta lag... en mér finnst þetta lag samt ennþá mjög gott Smile

389229_10150804954051654_558026653_11739411_917696623_n

Við flögguðum á páskadag Grin

535980_10150814764221654_558026653_11783582_687059529_n

Ég er ennþá að vinna í mínu páskaeggi.. hehe.. ekki mikil súkkulaði manneskja..(samt lakkríspáskaegg) ég var bara ekki búin að borða nammi svo lengi.. svo fæ ég líka alltaf nægan svefn núna og því ekki eins þreytt = langar ekki eins mikið í nammi! W00t 



skondin mismæli..

Þegar maður er að tala e-ð annað tungumál en sitt móðurtungumál þá er algengt að maður segi e-ð sem hljómar pínu öðruvisi en orðið sem maður ætlaði að segja en meiningin verður allt önnur! Ég er búin að lenda aðeins í þess núna hér í Svíþjóð en ég hef bara húmor fyrir því. Um daginn ætlaði ég að segja hvaða æfing var næst á prógramminu er borið fram "häck sittande växla ben" (þýðir grindarstaða víxla fótum) en ég sagði "häck sittande vaxa ben".. þýðir grindarstaða vaxa fætur, eins og ég væri að segja að við ættum næst að fara að vaxa á okkur lappirnar.. hehe

og fæ að heyra fleiri sögur um fólk sem hefur gert slíkt hið sama.. 

Það var t.d maður sem var að sýna verksmiðjuna sína og ætlaði að segja "Here is the wrapping room" (hér er pökkunarherbergið).. en sagði "here is the raping room" (hér er nauðgunar herbergið).. hehe..

svo var ein sem ætlaði að spyrja hvort hún hafi brennt tunguna eða "did you burn your tongue" en sagði "did you brun your thong"  eða spurði hvort hún hafi brennt g-stenginn sinn... 

Svo er ég með kennara sem er með ótrúlega mikinn hreim.. og þegar þún ætlar að segja "think" segir hún "zing".. og í síðasta tíma var hún mikið að tala um að fókusa á hitt og þetta en þegar hún ætlaði að segja "Focus on" sagði hún alltaf "Fokksjú on".. hahaha

Annars eru páskarnir í hámarki núna.. ég er við það að tryllast úr spenningi að fá að borða íslenska risa stóra páskaeggið mitt á morgun.. við erum ekki búin að borða nammi lengi til að koma á mótsvið allt nammi átið á morgun.. ég held reyna að þá hafi ég þar af leiðandi minna nammiþol  hehe...  

 Ég vona að allir hafi það sem allra best um páskana!

enda á tveim myndum frá MÍ og bikarkeppninni inni sem Óli Guðmunds tók og ég var fyrst að sjá í gær..

536079_3558814779171_1536822288_3132115_560383680_n
 
Sigga þjálfari og ég í hástökkskeppninni.. hún var svo mikið krútt þegar ég fór yfir 171cm í þrautinni þá fór hún bara að gráta hún var svo glöð.. yndisleg Kissing 
555515_3558730897074_1536822288_3132083_1390470060_n
Kvennaliðið á bikar.. eintóm gleði W00t 

Ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig :)

Seinni hlutinn af önninni hjá mér er byrjuð, sem þýðir að ég er búin með 2 áfanga og var að byrja í 2 nýjum áföngum (mjög áhugaverðum áföngum). Í tíma í gær var verið að fjalla um viðhorf hjá fólki á vinnu stað eða "attitude".. (finnst enska orðið lýsa því betur). Þetta sérist um að kunna að lesa út viðhorf hjá fólki til að geta áætla fyrirfram hver hegðun þeirra verður, reyna því að breyta því með því að gera fólk ánægt í vinnunni.. út frá þessu fór ég að hugsa að fólk vill alltaf meira en það hefur. Það er oft á tíðum ekki ánægt með sinn árangur. Maður á að vera jákvæður og ánægður með það sem maður hefur, ég er t.d alltaf svooo ánægð að geta sofið í góðu rúmi, með hlýja sæng og í hlýju húsi og fá að fara sofa.. aaahh...

Það þarf ekkert að vera slæmt að fólk vill meira, það er gott að stefna áfram og upp á við. En það sem mér finnst oft vanta að fólk sé ánægt með það sem það hefur og líka vantar að fanga sínum árangri. Að hrósa sjálfum sér fyrir að gera e-ð sem það leiðist mjög að gera en þarf samt að gera eins og t.d fara til læknis. Eins og þegar börn fara til  tannlæknis þá fá þau verðlaun þegar þau eru búin og kannski 2 ef þau eru extra dugleg. Það er ekki barnalegt að vilja fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir. Ef manni finnst e-ð erfitt, ef maður er að standa sig vel, ef manni tókst að gera e-ð o.sv.frv. Þá finnst mér fólk eigi að njóta þess augnabliks.. kannski að maður gæti gefið sér 100kr fyrir hvert svona atriði í lífinu og safnað sér fyrir kjól á endanum.. eða einhverju sem manni langar í.. Ég held að fólk gleymi oft að "verðlauna" sér fyrir e-ð eftir að foreldrar hætta að sjá um það. 

Mér finnst allt of algengt í frjálsum að fólk sé ekki ánægt með bætingar hjá sér. Það á þó oftar við yngra fólkið/unglingana. Kannski er viðkomandi að bæta sig rosa flott en er ekkert ánægður með bætinguna því hann ætlaði að bæta sig meira eða finnst þessi árangur ekkert góður miða við árangur hjá einhverjum öðrum o.sv.frv. Þetta finnst mér svo ótrúlega sorglegt! maður er að bæta sig, maður er skrefinu nær, það er ekki hægt að fara fram á meira en bætingu. Ég hef líka heyrt frá eldra íþróttafólki þegar það minnist þess að það var aldrei ánægt með að hafa verið að bæta sig þegar það var yngra og sæi eftir því mörgum árum seinna. 

Ég reyni að vera alltaf að vera glöð með alla bætingar, bætingar geta ekki verið annað en jákvætt.  Ég er hinsvegar ekkert rosa dugleg að verðlauna mér e-ð sérstaklega fyrir einhvern árangur. Aðallega því ég er svo nísk hehe.. ég tími aldrei að kaupa neitt sem ég þarf ekki nauðsynlega.. kannski spilar aðeins inn í að vera námsmaður og vera svo alltaf að æfa þess á milli.. Í vikunni fannst mér ég samt mjög dugleg að gera e-ð sem meir leiðist mjög og þá fékk ég svona tilfinningu að mig langaði í verðlaun eins og þegar ég var 5 ára hjá tannlækninum.. hehe.. og fór að hugsa afhverju maður verðlaunar sig ekki fyrir svona hluti.. svarið mitt er "það er of dýrt".. Frown en ég held að ég megi alveg við því að setja 100kr í bauk.. það að ég láti 100kr í þennan "duglega-bauk" fær mig til að brosa.. brosa framan í heiminn því þá brosir heimurinn framan í mig! Grin 

btw. ég þarf bara að kaupa mér einhvern bauk.. hehe.. W00t 

positivitysmile

 

þessi mynd er svolítð góð því að maður tekur svo sannarlega eftir því hvort fólk sé ánægt eða ekki.. ert þú í bláa eða gulaliðinu?  

 


Eitt skref í einu..

7026631495_9dfa0093a9_c

Ég hjólaði næstum því yfir þennan hressa kappa þegar ég var á leiðinni á æfingu í vikunni.. Hann var aðeins of sáttur við lífið þarna á miðjum hjólastígnum.. Ég var líka ótrúlega sátt eftir æfinguna sem ég tók í gær.

Um daginn var alveg ótrúlega erfið æfing hjá mér. Ég gerði 10x 400m spretti ég hafði aldrei tekið svona marga 400m spretti áður.. ekki svona langt og svona marga.. í 5. spretti varð ég rosa þreytt.. og þá voru 5 eftir til viðbótar! ég hélt ég mundi deyja.. mig langaði bara til að hætta, stoppa, leggjast niður og fara að sofa.. þegar ég lagði af stað og var búin með tæpa 100m þá gat ég ekki meir.. og hugsa til þess að það væri meiri hlutinn eftir af þessum sprett og svo ennþá fleiri sprettir eftir.. svona hugsun gerði mig svo þreytta.. ég hélt áfram, hætti að hugsa um hvert ég væri að hlaupa (hvar "markið" væri).. ég hugsaði ekkert um sprettina sem voru eftir.. ég hugsaði bara um það sem ég var að gera.. lyfta fótunum, hreyfa hendur og aðra hlaupa stíltækni og á endann var ég komin í markið.. á endanum var ég búin með æfinguna.. og vá hvað ég var ánægð að ég hætti ekki, mér leið svo vel eftir á, sérstaklega andlega Grin

Það er mikilvægt þegar eitthvað er erfitt að vera ekki að hugsa um endamarkið heldur bara nákvæmlega það sem maður er að gera akkurat á þessari stundu. Það er gott og eiginlega nauðsynlegt að setja sér e-ð markmið, vita hvert maður er að fara en það þýðir ekkert að horfa bara á það.. maður þarf að vinna í að koma sér að markmiðinu og því getur verið gott að einbeita sér bara að núinu.  

Í gær var nánast eins æfing og ég gerði fyrir 2 mánuðum.. eftir þá æfingu var ég einmitt alveg að deyja líka en kláraði æfinguna engu að síður.. í gær hljóp ég hraðar, var með sama magn af mjólkursýru í blóðunu en ég var bara pínu þreytt, ekkert rosalegt.. Þessi æfing átti líka að vera enn erfiðari en 10x 400m æfingin sem ég gerði um daginn.. Ég er s.s núna betur þjálfuð til að takast á við svona æfingar, líkaminn tekst betur á við svona álag.. mér leið svo vel.. svo æðislegt þegar maður gerir e-ð aftur en þá er það svo miklu auðveldara.. Grin 

 

545605_10150781967931654_558026653_11657494_1101137325_n

 Benke þjálfari að taka smá blóðsýni frá Gustav til að ath. magn mjólkursýru í blóðinu eftir æfinguna sem við tókum í gær.

Það er nefnilega svo oft þannig að þegar maður gerir e-ð í fyrsta skipti fer út að hlaupa í fyrsta skipti í marga mánuði og er alveg dauður eftir það.. en ef maður heldur áfram að æfa þá verður það svo miklu auðveldara næst þegar maður fer að hlaupa (ef það líða ekki aftur margir mánuðir ;)

Þetta er nákvæmlega svona þegar maður hleypur fyrsta keppnis 400m  hlaup.. þá verður maður alveg svakalega súr, stífur, erfitt og allt ómögulegt.. næsta verður svo miklu auðveldara og næsta enn auðveldara.. líkaminn tilbúinn í að takast á við svona.. Þetta á líka við svo margt í lífinu. Ég var t.d að flytja fyrirlestur ein í 15 mín fyrir bekkinn minn á ensku.. ég var rosa stressuð fyrir það.. ég æfði mig heima áður en ég flutti hann í skólanum. Fyrsta skiptið gekk hræðilega.. ég mundi ekki ensku orðin, svitnaði, roðnaði og allt í rugli.. daginn eftir fór ég aftur yfir þetta og þá gekk það mun betur, allt í lagi. Síðan þegar ég kom í skólann og flutti verkefnið þá gekk það alveg æðislega vel Grin

561819_10150773114826654_1249749501_n

 Elska sólsetur.. mér finnst það alltaf fá mann til að vera þakklátur fyrir allt.. allt svo fallegt, stillt og yndislegt :)

6880510152_9e03f6a569_c

 

Þessa mynd tók ég á fyrstu æfingunni minni úti á vellinum í síðustu viku.. Það var æði að æfa loksins úti og í svona góðu veðri líka Smile Mér finnst þetta líka mynd sem hægt er að túlka e-ð eins og maður vill, kannski tengi ég bara of margar tilfinningar við brautina.. En mér finnst þessi mynd dæmi um makrmið.. Bein og löng leið eins og línan.. Einnig finnst mér manneskjan í hlaupaskónum setja góða merkingu í þetta.. hehe.. ég veit ekki hvað finnst ykkur?

541363_10150781964971654_558026653_11657473_212663199_n

 Ég fékk loksins nýja gaddaskó í gær.. þeir eru æði!!

383394_10150773101231654_558026653_11623039_1032925672_n

 Mynd sem ég tók þegar ég fór í göngutúr í skóginum.. Vorið er komið.. það er uppáhalds árstíðin mín því þá byrjar að vera svo bjart, fólk verður meira lifandi ofl...  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband