"hver segir að það sé komið sumar?"

Sumardagurinn fyrsti er ekki stórt atriði hér í Svíþjóð. Það var mjög fyndið þegar ég var að hjóla heim eftir æfingu með Gustav og Eric þegar ég fór að spyrja þá hvort það hafi aldrei verið frí eða neitt um að vera hér á þessum degi.. og þeir voru ekkert að skilja.. hvaða degi? og þá byrjaði ég að hlægja og sagði

"... öö sumardagurinn fyrsti er í dag?!"..
 og þá svaraði Gustav..." ööö..according to who?"  eða "samkvæmt hverjum?"
og ég fór að segja að það væri í dagatalinu eins og jólin og páskar og annað.. og þeir "ekki í okkar dagatali"..
hehe.. mér fannst þetta sjúklega fyndið.. svo sagði hann "við erum með hátið 1. maí".. og ég svaraði "neiii.. það er annar dagur".. haha.. 

546356_10150845817321654_558026653_11857893_179324577_n

Það er nú samt ekkert alveg komið sumar hérna.. það gerist of reglulega að maður vaknar við þessa sjón.. en svo er snjórinn allur farinn seinni partinn.. En ég er að fara til Spánar í vikunni í æfingabúðir þannig ég get ekki kvartað :)

558568_10150845858131654_558026653_11858217_1262726120_n

Það er líka alltaf sumar á svölunum hjá mér.. ef það er sól.. ég sest út í sólbað þó það sé bara 5°C því að það er steik á svölunum.. held ég eigi eftir að deyja ef ég reyni að fara í sólbað á spáni.. hehe

Önnur skondin saga í restina.. ég var e-ð að tala um daginn á æfingu að ég hafi búið í Svíþjóð í 3 mánuði á sænsku og þá sagði einn við mig á sænsku
"og þú búin að læra tungumálið svona fort"
 og ég spurði til baka "hvað þýðir fort?"
hann: "fljótt/hratt"
hahaha.. hann var að segja að ég væri búin að læra sænsku hratt en skildi ekki einu sinni þegar hann sagði það.. hehe.. frekar skondið móment..! 

 

540577_10150845816896654_558026653_11857888_2070636385_n

 

 

Járnbrautateinar sem liggja í gegnum bæinn sem eru ekki lengur í notkun..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband