Hrökkbrauð..

Mér hefur alltaf fundist hrökkbrauð ágætis máltíð milli mála.. ekkert himneskt... en það breyttist þegar ég fékk réttu uppskriftina! Vinkona mín sem deilir svipuðum áhuga á hollum en æðislega góðum mat sendi mér þessa uppskrift einu sinni.. Ég lét samt ekki verða að því að baka þetta því þetta var hrökkbrauð.. fannst það e-ð hljóma óspennandi.. Það var ekki fyrr en þessi sama vinkona bakaði það fyrir mig að ég áttaði mig á hversu miklu ég var búin að vera að missa af! Þetta hrökkbrauð er algjör snilld!

Það er svo sjúklega gott að ég get stundum bara ekki hætt borða það.. sem er stundum ekki sniðugt því maður verður nefnilega vel saddur af þessu..og ef það er kannski matur eftir klst get ég voða lítið borðað.. hehe.. orkan sem maður fær eftir að borða þetta dugar manni líka alveg ótrúlega lengi.. Þessvegna fæ ég mér oft hrökkbrauð fyrir æfingar því þetta er líka mjög létt í magann.. eða þegar ég fer í fjallgöngur þá tekur maður með sér e-ð sem er ekki of þungt en mikil næring..  

6844820404_02c82d1c01_bUppskriftin af þessu yndislega hrökkbrauði er: Ég fæ mér yfirleitt ost og gúrku.. mér finnst það best.. hérna var osturinn reyndar alveg að verða búin og þessvegna er hann í einhverjum tjásum á hrökkbrauðinu. 

1 dl Sólblómafræ
1 dl graskerafræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt hveiti
1 1/4 dl olía
2 dl  vatn
2 tesk Maldon Salt

Þessu hrært öllu saman í einn graut.. flatt út á plötu (látið smjörpappír ofan á og flatt út með kökukefli).. Síðan skorið í sneiðar eins og manni listir.. skellt inn í 200°C  heitan ofn í 10-15 mín.. en þangað til að það er farið að brúnast og orðið stökkt..  ekki flóknara en það.. þessi uppskrift er samt ekkert heilög.. ég læt alltaf ca 4dl af fræjum en ekki þessum hlutföllum.. mér finnst sesamfræin ekkert rosa góð.. og þá læt ég minna af þeim og meira af sólblóma og graskerafræjum.. ég notaði einu sinni söltuð graskerafræ og sleppti þá að láta salt.. en svo hef ég bara ekkert notað salt síðan.. þannig þessi uppskrift er svona til að byrja með og svo finnur maður út hvað manni finnst best.. ;) 

420356_10150757645866654_558026653_11565217_424218850_n

 

Mér finnst svo best að drekka te beð brauðinu.. eiginlega bara ómissandi! 


Afhverju? af því ég get það!

 Það er ótrúlegt hvað ljósmyndir eða setningar geta verið mikill inblástur fyrir mann. Oft þarf bara einhver ein hvatning, hrós, staðreynd ofl. til þess að fylla á tankinn af eldmæði. Eldmæði sem drífur mann áfram þegar maður er að hlaupa brekkuspretti og nokkrir metrar eftir.. þegar æfingin er svo erfið að þig langar að leggjast niður og sofa... þegar það er rosa freistandi að fá sér ís alla daga.. þegar pressan er svo mikil að best væri bara að fara undir sæng og týnast.. 

Þessa mynd sá ég hjá vinkonu minni á facebook.. og mig langar bara helst að fara út í höll og taka æfingu núna! 

431204_3182426291461_1589842783_32660676_1661250793_n

 Mér finnst þessi mynd segja svo mikið, veit ekki hvort hún hafi sömu áhrif á ykkur.. Aðal ástæðan er sú að þegar ég er á æfingum að taka spretti eða lyfta eða hvað sem ég er að gera þá er ég ekki nærrum því alltaf fyrst.. eða lyfta þyngstu lóðun og fram eftir götunum. Stundum hugsa ég "afhverju er ég að stefna svona hátt.. segja að ég ætli til Brazilíu 2016..."?... jú af því ég get það! af því ég vil það og mun gera það! það er einhver þáttur sem ekki allir hafa.. Ég veit að ég á 4 ár af miklu púli og vinnu fram undan en ég veit svo sannarlega að það er þess virði.. Ég var einmitt að tala við stelpu í dag sem er hætt í frjálsum og ég spurði hana afhverju hún væri hætt.. svarið hennar var "af því til þess að ég mundi ná að bæta mig aðeins meira þyrfti ég að leggja svo rosalega á mig, ákveðin lífstíl sem mig langar til að gera"..

Ég veit ekki hversu oft ég heyri fólk segja mér hetju sögur af sér þó það sé jafnvel yngra en ég.. að segja mér frá því hvað viðkomandi var efnilegur.. vann hina og þessa.. hljóp svona hratt eða skoraði svona mörg mörk..  þegar ég spyr svo.. og hvað? hvað gerðist?.. þá er fátt um svör... eða "ég varð of cool... langaði að skemmta mér.. ég nennti þessu ekki... byrjaði að djamma.. flutti í burtu... " o.sv.frv.. undantekningarlaust sér þetta fólk alltaf eftir því að hafa hætt eftir nokkur ár.. trúa því að þeir hefðu komist langt með að sigra heiminn.. eða í þá áttina..

Það er staðreynd að mesta brottfallið í íþróttum er á unginlingsárunum.. ef hópurinn er góður og góðir félagar í íþróttinni sem halda áfram að æfa er líklegra að fleiri haldi áfram..eða að viðkomandi sé nógu ákveðin í að halda áfram... Það er alltaf jafn sorglegt að sjá unga og efnilega einstaklinga sem síða hverfa bara.. Allir verða unglingar og vilja kanna heiminn.. Ég er engin undantekning á því.. Ég hélt samt áfram þó að ég var ekki að bæta mig.. þó ég komst ekki einu sinni í boðhlaupsveitina hjá Selfoss liðinu.. og í gær var ég valin íþróttamaður HSK 2011 ... ég er ekki að fara að hætta núna.. ég hlakka til að takast á við þessa krefjandi ákvörðun um að ætla til Brazilíu. Af því ég get það!


Mjög góðu keppnistímabili lokið :)

Þá er keppnistímabilinu mínu lokið í vetur. Ég átti alveg ótrúlega gott keppnistímabil, ég bætti mig í öllum greinunum sem ég keppti í. Ekki get ég verið verið annað en súper glöð með það! Bætingarnar voru eftirfarandi:

60m úr 8,28 í 8,13s (1/100 frá HSK-metinu)
60m grind úr 9,18 í 8,993sek (HSK-met)
200m úr 26,64 í 26,13 sek (HSK-met)
400m úr 58,35 í 57,21 sek (HSK-met)
800m úr 2:25,00 í 2:18,74
Langstökk úr 5,17 í 5,35
Hástökk úr 165 í 171cm
Kúluvarp úr 9,21 í 9,91m
fimmþraut úr 3474 í 3793 stig (16 stigum frá HSK-meti)

 

Held ég sé alveg örugglega ekki að gleyma neinu :) Ég er búin að ver mjög dugleg að æfa og vissi í nóvember að ég hafi aldrei áður verið eins hröð og sterk eins og ég var þá. En svo upp úr miðjum mánuði verð ég veik og jafnaði mig ekki almennilega af því fyrr en um miðjan jan! Ég æfði mjög lítið lok nóv og farm að jólum útaf veikindum.. og svo auðvitað greindist pabbi með krabbamein rétt fyrir jólin og svona. Þegar ég kom hingað út til Falun var ég ekki búin að fá að hvílast nóg í 3 mánuði! ég var alveg að fara að brenna út held ég! ég er bara svo ótrúlega ánægð að ná þessu árangri og er mjög spennt fyrir sumrinu. Ástæðan samt fyrir því að ég náði þessu árangri er að ég var búin að leggja mikið inn í haust.. auk þess að fá stuðning frá fólki. Held að það hafi aldrei eins margir komið og horft á mig keppa eins og á þessu tímabili. 

Benke er búinn að búa til fullt af tölfræðilegum reikningum hvað ég á að gera hlaupið hratt og hversu mörg % ég þarf að bæta mig til að hlaupa á X-hraða o.sv.frv. Hann er búinn að setja upp plan fyrir næstu 6 mánuði, þetta lýtur allt saman mjög vel út. Nú er uppbyggingar tímabilið fyrir sumarið byrjað sem þýðir æfingar 8x í viku og já ekki má gleyma HARÐSPERRUR.. og þreyta.. hehe en ég sef sko nóg núna.. ég held ég sé búin að sofa svona að meðaltali 9,5klst á nóttu síðan ég kom hingað.. haha.. það tekur svo langan tíma að ná úr sér svona lang þreytu.. Það er svo mikilvægt að hvílast vel ef maður á að ná að vinna úr æfingunum.. og líka auðvitað að borða.. það var frekar skondið í skype-samtali í gær fékk ég "ooog þú ert að borða.. þú ert aaalltaf að borða!!" hehe.. 

 Ég ætlaði að keppa um helgina á sænska meistaramótinu í fimmþraut.. En Benke og ég vorum sammála um að það væri ekki rosa sniðugt. Þar sem ég er til dæmis búin að bæta mig glæsilega í fimmþraut á tímabilinu en aðallega útaf því að mér er búið að vera svo illt í ökklunum og ristunum. Ég er búin að fara í röntgen, 2 sjúkraþjálfara og pæla í þessu.. og niðurstaðan er sú að ég þarf innlegg, ég er með "flat food".. auk þess er ég farin að hlaupa "betur".. þ.e.a.s tæknilega og þá kemur meiri pressa/þyngd á ristina og þá fæ ég verk útaf ég er með "flat food".. Ég er núna því að gera extra æfingar til að styrkja þetta svæði og aðeins minni hlaup og hopp.. þannig að keppa í fimmþraut er ekki beint góð hugmynd.. 

p.s í dag var ein æfing í æfingunni 2x10 upphífingar í hringjum.. ég hélt það væri grín.. ekki séns að ég gæti þetta.. Benke sagði að hann mundi hjálpa mér.. þ.e.a.s lyfta undir þegar ég gæti ekki sjálf.. og guð minn var þetta erfitt.. held að Benke hafi fengið ágætis æfingu sjálfur á að lyfta mér.. haha.. en ég ætla svo að muna eftir þessu mómenti þegar ég næ að gera þessa æfingu sjálf, án aðstoðar!

 Ætli ég verði þá ekki orðin eins og þessi gæi.. hehe LoL 


Vatnsmelónur

Ég eeeeeeelska vatnsmelónur.. afhverju? því þær eru svo svalandi, góðar á bragðið, hollar og mér líður vel af þeim! Það er orðið fastur liður hjá mér að fá mér vatnsmelónu fyrir keppnir. Ástæðan er aðallega því mér líður svo vel í maganum. Ég er með frekar viðkvæman maga og ekki batnar það ef það er stress/spenna eins og oft er í keppnum. Vatnsmelóna er eiginlega "náttúru-magalyfið" mitt.. Það er sérstaklega gott að borða vatnsmelónurnar samhliða ef maður er að fá sé einhverja óhollustu um helgar. Þær eru líka ótrúlega góður kostur ef það er sjúklega heitt úti.. Ég er allavega þannig að ef það er mjög heitt hef ég litla list.. en að borða vatnsmelónu þá fær maður næringu og vökva, þar sem þær eru yfir 90% vatn. 

Ég var að borða melónu og langaði til þess að fá aðeins vísindalegri ástæður fyrir því afhverju mér líður svona vel af því að borða þær. Þannig ég fór að skoða og leita af netinu og fann margt áhugavert. Hér eru nokkrar setningar sem ég fann:

 "Vatnsmelónur eru heppileg og holl fæða sem hefur jákvæð áhrif á blóðrásarkerfi hjartans án aukaverkana."  (Fittnesfrétir)

"til eru 4 þúsund ára gamlar myndir af egypskum bændum að tína vatnsmelónur." (hugin.is)

 "Vatnsmelónur innihalda meira af náttúrulega litarefninu lycopene en aðrir ávextir. Nú hafa bandarískir vísindamenn komist að því að efnið er eins og baráttuglaður hermaður gegn krabbameinsfrumum." (mbl.is)

"Þær vaxa villtar í Afríku, og eru eru ræktaðar í Evrópu og Bandaríkjunum. " (mbl.is) 

"Vatnsmelónur eru hitaeiningasnauðar en innihalda nokkuð af A-, B- og C-vitamíni auk kalks og annarra steinefna" (bananar.is)

"„Vatnsmelóna er afar hreinsandi. Hún er bólgueyðandi og getur slegið á einkenni af astma, sykursýki, ristilkrabbameini og liðagigt. Vatnsmelóna er full af A- og C-vítamínum. A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka. Það veitir öfluga vörn gegn veirusýkingum. Báðar þessar vítamíntegundir styrkja ónæmiskerfið.“" (dv.is) 

Vatnsmelóna

fann þessa mögnuðu mynd þegar ég var að leita af vatnsmelónu.. en flestir vita að þær líta yfirleitt svona út í búð

WATERMELON

 

 fólk er oft að velt fyrir sér hvernig velja á melónu.. Fólk heldur oft að ég sé að leika e-ð frumskógar atriði.. Því að þegar ég vel melónu byrja ég á að ýta frekar fast á endana á þeim.. þeir eiga ekki að gefa eftir.. þegar ég er búin að snúa flestum melónum og finna réttu þá þarf byrja ég að hrista þær og það má ekki "gutla í þeim".. því næst banka ég í melónuna til að heyra hvort það heyrist ekki svona "tómahljóð".. ef svo er þá er hún fullkomin.. svon yfirleitt allavega.. hehe.. Eða eins Dr. Gunni velur sínar melónur...

 "Því dökkgrænni og stærri því betri. Klappaðu vatnsmelónu létt með flötum lófa, djúpur þykkur tónn þýðir góð melóna" (dr. Gunni) 

 Enda svo á myndum sem ég tók í gær..

 

416856_10150728822011654_558026653_11466451_1893174489_n

 

 

431275_10150728828686654_558026653_11466463_842725494_n417306_10150728830716654_558026653_11466470_1510611111_n427403_10150728831921654_558026653_11466473_1553520414_n422838_10150728834001654_558026653_11466478_32126261_n422452_10150728836321654_558026653_11466484_971678286_n424362_10150728825446654_558026653_11466457_2014649614_n

Mæli með Black keys!

Ég er alveg ótrúlega léleg að muna nöfn.. og þá sérstaklega eins og hljómsveitum og nöfnum á lögum.. þetta getur verið frekar vandræðalegur veikleiki að geta ekki munað nöfn.. haha.. en ég er að reyna að vinna í þessu.. og var t.d að átta mig á að hljómsveitin Black Keys á fullt af flottum lögum eins og "lonley boy" ... elska myndbandið.. flottur dansari.. enda er þetta eitt af þeim lögum sem maður bara byrjar að dansa án þess að taka eftir því ;)

 


Þegar maður hittir einhvern í sturtuklefanum

Oftar en ekki langar mig að tjá mig um e-ð en svo er e-ð annað að "frétta" sem ég skrifa fyrst.. og þá er bloggið orðið svo langt að það frestast og frestast... Eitt ef það er þegar maður hittir einhvern í sturtuklefanum t.d í sundi.. Þú ert að fara uppúr lauginni og þá sérðu einhvern sem þú þekkir en ekki búin að sjá lengi.. og þar sem þið eruð á sama stað byrja oft svona smá samræður "hæ, hvað er að frétta".. "bara fínt, en af þér?" ... " já bara fínt sömuleiðis...".. svo kemur smá þögn því þú veist ekki alveg hvað eða hvort þú eigir að segja e-ð meira.. og væri kannski svona má óþæginlegt út í búð en verður einhvern vegin mun verra að vera nakin..  verður meira vandræðalegt.. sérstaklega ef samræðurnar halda áfram um ekki neitt.. hehe..  eða er ég kannski bara ein um þetta? .. hafið þið ekki einhverja svipaða sögu?

Þegar ég var á Íslandi fór ég í sund með systur minni og þá var hún að tala um að það væri pínu fyndið að fólk fer nakið saman í sturtu að þvo sér en samt ef maður fer á WC þá læsir maður að sér í lokuðu herbergi? Reyndar eru útlendingarnar ekki alveg alltaf til í þetta.. eru frekar mikið spéhræddir.. það er sérstaklega skondin sjón í litlum sundlaugum/klefum eins og eru á Selfossi.. hehe 

 Svo var ég að pæla..  Þegar einhver spyr þig "hvað segjiru?" maður á alltaf að segja bara fínt.. maður "á" að segja fínt.. svona óskráð samfélagsregla.. þetta er í raun bara eins og heilsa.. en afhverju er maður þá að spyrja... vera aðeins vinalegri..? en er maður e-ð vinalegri ef maður er að spyrja en vill samt ekki hlusta?

http://jeffpearlman.com/wp-content/uploads/2009/12/efashower2.jpg

Ég fann þessa mynd á e-h erlendu bloggi um "reglur í ræktinni" og á toppnum var "tala ekki saman í sturtu".. haha..  


XL-galan ofl..

Ég ætla að hafa þetta bara myndablogg.. bara myndir og myndbönd.. og smá texti undir 

Þegar ég kom á Ísland voru túnin græn.. en lárétt rigning.. svo var voru dagar eins og það væri komið sumar... svo einn daginn þegar ég vaknaði var veðrið svona.. þegar ég fór var aftur farið að rigna.. alveg ótrúlegt veðrið á Íslandi.. ég var nú samt ekki svo lengi á landinu..

Ég og Vinur fórum í nokkra göngutúra.. hann var hæst ánægður með það, hvort sem það var stormur eða logn ;)

Svona var gólfið kl.23 og ég var að fara morguninn eftir!..

 

Klósetsetan okkar Tounge

Í bílastæðahúsinu hjá Global.. ég alveg að farast úr spenningi að fara að keppa :)

Global.. Höllin er eins og stór snjóbolti.. þetta er ekki bara frjálsíþrótta höll heldur er hún notuð í allt mögulegt.. t.d er Idol þættirnir teknir upp þarna ofl..

Martin, Elin og Elias.. Við keppum öll fyrir Falun IK.. þarna vorum við ný búin að finna sætin okkar.. það var allt mjög flókið þarna.. að komast á milli staða.. ég og Elin vorum svona ca 30 min. að komast í sturtu.. og svo var ég álíka lengi að komast aftur til baka því ég var alveg búin að tapa áttum og labbaði tóma steypu.. haha... 
Ég get verið frekar léleg í því að skipta á milli tungumála.. og ég var að spyja Elin að einhverju og hún skildi mig ekki.. og ég endurtók.. og hún bara he? og ég endurtók aftur..og hún spyr til baka hvað ertu að segja? og ég sagði þá einu sinni enn, mjög hægt.. og áttaði mig þá á því að ég var að tala íslensku við hana.. haha.. ekki í fyrsta skipti sem ég tala íslensku við svía! hehe.. 

Það voru allavega 9136 áhorfendur.. það var nýtt evrópu-met í áhorfendafjölda í innanhúshöll þetta kvöld! alveg ótrúleg stemming.. 

Ég ætlaði að fá mér jógúrt og keypti þetta.. leit girnilega út með múslí og svona.. en þetta var bara alls ekki jógúrt! þetta voru einhverjir ostabitar í kotasælu!!! ojjj kotasæla.. ojjjjjj!!! og þetta múslí var líka e-ð mjög skrítið.. ég var svo mikið að reyna að borða þetta (því ég var ný búin að henda langloku sem var ógeðsleg.. hún var súr á bragðið!) en það var ekki hægt að éta þetta..Sick

Það stendur meira að segja cheese á þessu! ég er alveg steikt.. en EKKI kaupa þetta þetta er horbjóður!

Þetta jarðarber var hinsvegar mun betri kostur..  

Hér er Isinbajeva að fara að stökkva.. magnað að vera vitni af heimsmeti..! :)

Ég og Trausti.. Íslendingarnir sem kepptu á XL-galan 

myndbönd

 

Vinur aðeins of spenntur.. Þetta var einn daginn þegar ég var að reima skónna.. þá vissi hann að við vorum að fara út, hann var aðeins of spenntur!

 

Þegar við komum í höllina ákváðum við að labba einn hring á brautinni.. aðeins að sjá hvernig þetta væri.. ná mesta Shocking úr sér.. hehe.. tónlistin er s.s hljómsveit sem var í höllinni.. þetta var áður en keppnin byrjaði og var verið að prófa allt.. ljósin og svona..:) þegar ég labbaði þennan hring fann ég spenningin, stemminguna og tilhlökkuna til að fara að keppa það var æði.. á meðan félagarnir mínir voru að tuða yfir hvað þetta væri ömurleg braut.. sem var reyndar alveg rétt.. frekar mjóar brautir og gamalt tartan.. en bara gaman :)

 

Hlaupið mitt.. Við bættum alla okkar besta árangur.. flott hlaup hjá okkur :) þetta var ekki alveg nógu gott start hjá mér.. ég var svo stressuð að þjófstarta aftur.. haha.. Ég er rosa ánægð með tíma, sérstaklega því þegar ég kom í mark vissi ég að þetta var gott hlaup.. en mér fannst það ekki svona frábært..held að ég geti bætt það og farið hraðar af stað í byrjun :) sem þýðir að ég get hlaupið eeen hraðar.. en nokkuð víst að þetta hafi verið síðasta 400m hlaupið mitt inni í vetur.. 


Íslands- og bikarmeistari í hástökki, mígreni,þjófstart ofl!

ég var alltaf á leiðinni að blogga í vikunni.. en allt kom fyrir ekki og ekkert blogg er búið að koma um meistaramótið .. Nú er Bikarmótið líka búið og ég sit hér á Arlanda flugvellinum að blogga á meðan ég bíð eftir lestinni.. 

Síðustu helgi þegar ég keppti í meistaramóti Íslands.. keppti ég í 60m, 60m grind, 200m, hástökki og boðhlaupi.. Ég byrjaði á að bæta mig í 60m, hljóp á 8,13, átti áður 8,28.. ég ákvað að sleppa úrslitinum því ég var að keppa í hástökki á sama tíma og komin upp í háar hæðir. Ég sigraði hástökki og stökk 167.. þessi hástökkskeppni var frekar öðruvísi.. ég var ekki nógu stabíl í stökkunum, eða misjöfn.. veit ekki alveg hvað málið var.. en sigurinn staðreynd :)

Daginn eftir keppti ég 2x í grindinni og 2x í 200m.. það eru s.s undanrásir og svo úrslit..og svo boðhlaup..  fyrst hljóp ég 200m.. á tímanum 26,53.. átti áður 26,64.. fór næst í grindarhlaupið.. og þegar ég var að hita upp fyrir það byrjaði ég að sjá e-ð skrítið.. sá svona hvíta flekki (eins og þegar það er búið að taka mynd af manni með flassi).. svo byrjuðu þessir flekkir að aukast og stækka og ég var farin að sjá mjög illa.. Ég fékk mér powerade og banana.. en það hjálpaði ekkert.. þetta varð bara verra og svo byrjaði að koma stjörnur með.. svo var mér eiginlega farið að svima á að labba en sjá eiginlega ekki hvert ég var að labba.. svo var komið að hlaupinu.. ég geri mig klára í blokkunum og horfi alltaf svo undir grindurnar rétt áður en ég hleyp.. nema hvað að það að ég sá engar grindur! Ég hljóp á tímanum 9,08 og var komin í úrslit..

Þá var það úrslit í 200m.. þessar sjóntruflanir urðu verri og stingandi hausverkur var kominn líka.. ég var farin að sjá mjög brenglað þarna.. séstalega svona útundan mér.. það var allt eins og beyglaður spegill .. ég lagðist niður og hélt fyrir augun, tók eina hraðaaukningu fyrir hlaupið.. og hljóp svo á tímanum 26,13 og nýtt HSK-met.. og þriðja sætið fékk ég fyrir það! :) ég fékk mér meira að borða, fór út og fékk mér fríkst loft.. fór í hljótt og dimmt herbergi og hvíldi mig þar í 20-30 mín og brjálaðan hausverk.. svolítið eins og það væri sverð í gegnum hausinn á mér! Eftir hvíldina sá ég aftur eðlilega og var "bara með hausverk" .. hljóp úrslit í 60m grind hljóp á tímanum 8,993.. sem er fyrsta skiptið undir 9sek og nýtt HSK-met.. en á pappírum er tíminn 9,00.. ekki alveg eins flott tala.. og varð í 2. sæti.. 

Síðan var boðhlaupið.. ekki mikið að segja um það.. kláruðum það á sæmilegum tíma og enduðum í 4. sæti.

Sátt við árangurinn og sérstaklega miða við að fá svona mígreniskast.. hef aldrei fengið svona áður og var eiginlega pínu stressuð yfir þessu.. hvað væri eiginlega í gangi..  

 Mér fannst pínu skrítið að keppa ekki meira á mótinu.. venjulegast hefði ég verið í þrístökki og/eða langstökki.. og 400m .. en ég er búin að keppa svo mikið og vildi ekki alveg yfirkeyra mig og vera tilbúin og klár í bikarinn eftir viku.. Ég var eftir á sátt við að keppa ekki í fleiri greinum því mér var e-ð illt í ökklunum og ristunum.. Sem er búið að fara pínu stigvaxandi.. þjálfarinn minn hér úti vildi að ég mundi láta ath. það strax og ég fór í rötgen og það kom allt eðlilega út.. líklegast bara þreyta og bólgur á svæðinu.. 

Bikarkeppnin var svo í gær.. og ég var ekkert smá spennt að keppa eins og allt.. það er svo gaman á bikar! ég var skráð í 400m, hástökk og boðhlaup.. þar sem það má bara keppa í 2 greinum + boðhlaup.. Þessi keppni snýst um liðið í heild, það eru engin verðlaun fyrir að vinna hverja grein heldur aðeins stigahæðsta liðið.. 6 lið keppa og 1. sætið gefið 6 stig og svo fer það niður.. þannig það þarf að pæla mikið í því hvernig sé best að stilla upp liðinu til að fá sem flest stig. Það er ekki svo einfalt að maður keppir bara í sinni grein sem maður er bestur e-ð... hehe.. en jæja.. ég átti að byrja á 400m.. ég var búin að hvíla vel og svo hrikalega tilbúin í þetta hlaup..

Við vorum komnar í blokkirnar þegar við þurfum svo að standa aftur upp.. ég var alveg titrandi að spenning og hugsaði samt að halda ró minni.. vera einbeitt... ekkert rugl.. aftur í blokkirnar.. viðbúnar.. þá heyri ég e-ð pínu oggulítið hljóð og ég kippist aðeins til.. fer ekki neitt eða lyfti ekki fótunum eða neitt.. en dæmt þjófstart.. og þar af leiðandi dæmd úr leik.. ég fékk áfall þegar brautavörðurinn dæmdi þetta.. ég hef ALDREI verið dæmd úr leik í hlaupi.. og þetta mögulega versla keppni til að það gerist.. þetta er svo ömurlegt að það er ekkert hægt að segja við svona..mér leið bara eins og himinn og jörð væru að farast.. ég væri algjörlega búin að bregaðst liðinu mínu.. þau hefði keypt mig heim frá Svíþjóð og svo klúðra ég þessu.. liðið fékk ekkert stig!...ég grenjaði yfir þessu í 10 mín.. og reyndi svo að taka mig saman í andlitinu... 

Það hefði nú verið verra ef ég hefði t.d tognað e-ð í hlaupinu og ekkert geta keppt.. ég átti eftir að keppa í hástökki og boðhlaupi sem ég mundi þá bara mæta enn ferskari í þær greinar.. 

Ég var samt mjööööög stressuð fyrir hástökkinu.. að ég mundi fara að klúðra því.. Ég átti ekkert stórkostlega keppni en skilaði mínu, sigraði hástökkið og liðið fékk 6 stig.. ég fór yfir 166.. sigga þjálfari sagði að horfa á mig hoppa væri bara eins og ég væri að reyna að gera allt rosa vel.. hehe.. enda var ég að reyna það.. ekki klúðra einhverju meiru.. og var alveg grálega nálægt að fara yfir 169... var í raun komin vel yfir þá hæð en hælarnir rétt struku ránna.. 

Kláruðum svo boðhlaupið, sama sveit og á MÍ og vorum 3 sek betri tíma en þá.. sem er mjög gott..

í heildina endaði HSK í 5. sæti.. og líka í stigakeppni karla og kvenna..

Næsta mót á dagskrá er XL-galan í stokkhólmi a fimmtudaginn þar sem ég mun keppa í 400m hlaupi.. og þá verður sko ekkert ansk. þjófstart..  bara gleði :)  

Þetta er höllin sem ég mun keppa í á fimmtudaginn.. áhorfendastúkurnar taka 14.000mans! 


Manneskjan sem hvarf..

Ég ætlaði nú að blogga næst um helgina sem leið.. um MÍ og árangurinn og upplifunina í kringum það.. en ég var bara að lenda í mega hrollvekjandi atburð áðan.. og mér liggur bara mikið á að tjá mig um þetta.. 

Það var s.s þannig að Ég er heima í sveitinni.. og ég ákvað að fara út að hjóla með hundinn áðan.. það er alveg svarta myrkur hérna.. þannig ég fór alveg í sjálflýsandi vesti og með gott vasaljós með mér.. og ég var s.s að hjóla veg sem er svona afleggjari og liggur alveg nokkra km.. og svo koma vegir út frá honum að bæjum/húsum..

jæja.. ég hjóla svolítið langt.. stoppa og hlusta á kyrrðina.. heyrist eeekkert... svarta myrkur.. heyrði bara í sjónum sem er ca. 15km í burtu.. og held heima á leið aftur..

svo kem ég að einum afleggjara og þá allt í einu stoppar hundurinn og byrjar að horfa þangað.. hann gerir það oft og pælti ekki meir í því.. en svo byrjar hann að gelta og gelta.. það gerir hann mjög sjaldan.. þannig ég lýsi í áttina og þá sé ég að það er manneskja sem stendur þarna.. svona 10-15m frá okkur.. og ég var á hjólinu og lýsti bara og hjólaði framhjá.. og kallaði á Vin til mín og hann heldur samt áfram að gelta en kemur til mín.. og þá fór ég að hugsa.. bíddu.. stóð manneskjan ekki alveg kyrr?

og stoppaði eftir nokkra metra og lýsti... og jú. manneskjan stóð bara aaaalveg kyrr hreyfði sig ekki.. Það voru ljós af húsum fyrir aftan sem urðu til þess að ég sá útlínurnar á mennekjsunni 110% þegar ég lýsti á hana.. og Vinur heldur áfram að gelta því ég skammaði hann ekkert, hann var samt bara hjá mér.. mér fannt þetta mjög skrítið..

afhverju stendur hún kyrr.. afhverju í ósköpunum er hún ekki með neitt endurskyn eða ljós.. hvernig getur hún séð e-ð.. og ákvað að hjóla þennan veg að rófuhúsinu okkar..(það væri afsökunin ef hún mundi spyrja e-ð) ég þorði því af því að hundurinn var með mér.. og var frekar æstur.. og þegar hundurinn sér að ég sný hjólinu við þá fattar hann að við erum að fara til þessara manneskju og byrjar að þefa..

Þegar ég er búin að snúa hjólinu við og lýsi aftur þá var enginn.. ENGINNN!!!! Hvert fór manneskjan?!?!?!!! Það var engin leið fyrir manneskjuna að fara... og hverfa bara.. nema að hún hafi alveg sprett einhvert en þá hefði ég heyrt það því það var alveg grafarþögn!

meeeega krípí.. svo kem ég bara heim í sjokki.. segi pabba frá þessu.. hringi í systur mína sem býr í næsta húsi segi henni að læsa... og svona 5 mín eftir að ég er komin inn heyri ég að Vinur (hundurinn) er farinn að gelta á e-ð úti.. !!

ég dreif mig fram.. kallaði hann inn og læsti öllu...!!! og nú þori ég ekki að horfa út um gluggana!

Þannig ef það var einhver á ferðinni í sveitinni minni og það var verið að lýsa á hann vasaljósi og hjóla til hans.. vinsamlegast látið mig vita svo ég geti átta mig á hvað/hver þetta var! 

 

 Þetta var svona pínu svipað þessu.. 


Sjáumst á eftir Ísland!

Jæja, þá er ég bara á leiðinni til Íslands.. en, en... ég var að koma?!... ég er s.s ekki alveg að átta mig á að ég sé á leiðinni til Íslands.. að ég sé að fara í sund í kvöld með Jóhönnu.. að ég sé að fara að sofa í sveitinni minni í kvöld.. það er ekki leiðinleg tilhugsun.. en held að það sé bara e-ð svo mikið að gera hér úti að ég hafi bara ekki mátt vera að því að hugsa um þetta.. hehe.. Það er alltaf e-ð allan daginn.. það er svo margt að snúast.. margt að gera svona fyrsta mánuðinn.. en held að það sé ekki mikið eftir.. Til dæmis á þriðjudaginn þá var dagurinn svona hjá mér. Vakna kl 7, taka strætó, skóli 8.30-10.. út í lugnet á æfingu (byrjaði 10.30), vá á æfingu til 14.. ( s.s var í 3,5 klst að æfa!).. þá flýtti ég mér aftur út í skóla og reyna að gera verkefni sem ég átti að klára.. það var ekkert sérstaklega vel gert, hehe... næst hljóp ég út í strætó til Borlänge.. þar leigðum við lítinn flutningabíl.. fórum og sóttum slatta af húsgögnum og dóti sem við vorum að fá gefins, fórum og versluðum heimilisdót.. keyrðum til Falun, fórum í Rúmfatalagerinn að kaupa meira dót.. fórum svo með þetta allt í íbúðina.. skiluðum bílnum, tókum strætó heim, borðuðum og ég komst loksins í sturtu kl 22!! (eftir æfinguna).. reyndi svo að læra e-ð þangað til ég sofnaði...zzzzzzzzzz..... 

 

Bílinn sem við leigðum fullur af dóti..

 

Það gekk furðu vel að keyra.. ég hef aldrei keyrt áður í útlöndum.. en var samt pínu stressuð eins og sést á þessu kreisí augnaráði! 

 

Maður ætti ekki að vera í vandræðum með að finna rétta takkann á þessari fjarstýringu!

Henrike og Silke Zöllner.. Þessi vinkona hennar var s.s að flytja og gaf okkur bara þvílíkt mikið af dóti!! enginn smá greiði.. elska svona yndislegt fólk, enginn smá greiði sem hún var að gera okkur.. nú er íbúðin orðin mun heimilislegri þökk sé henni!

Annars gengur bara vel að æfa.. Benke segir að það sé mjög mikill munur að sjá mig hlaupa grindarhlaup núna miða við hvernig ég var fyrst þegar ég kom.. (það er nú ekki svo langt síðan ég kom!).. ég var t.d að gera æfingu í gær þar sem hann var að taka tímann á hvað ég er snögg að hlaupa á milli grindanna.. og skv. hefði ég hlaupið undir 9sek ... ég er s.s bara að bíða eftir því að komast undir 9sek.. ég veit alveg ég get það, það er bara þolinmæði og þá kemur þetta.. vonandi um helgina! en þá keppi ég á MÍ á Íslandi :)  

 

Ég keppti sl. helgi í stokkhólmi.. ég náði ekki undir 9sek.. en ég hjóp 9,05.. en mér fannst samt mjög gaman að sjá Íslenska fánann upp á vegg eins og sést á þessari mynd..

Þegar ég keppti á mótinu hér í Falun þá fann ég þessar 2 fréttir sem voru skrifaðar um mig í héraðs- fréttum/blöðum.. þær eru á sænsku en snúast um það að ég hafi unnið grindarhlaupið...hehe.. annars getiði notar google translate ef við viljið skilja þetta frekar :) 

http://www.dt.se/sport/1.4337738-islandska-vann-hacken http://www5.idrottonline.se/GefleIFFIF-Friidrott/Nyheter/Klubbnyheter/FalunlordagTvaklubbrekordavVilma/

 

Ég er komin með minn eigin skáp í höllinni.. það er mjög þæginlegt þá þarf ég ekki alltaf að vera taka með mér 3 pör af skóm og svona.. það er sérstaklega pirrandi því ég tók engan bakpoka með mér út.. er alltaf með þá í poka.. hehe

Benke var mjög ánægður með merkinguna.. að hann hafi skrifað þetta alveg rétt.. allar kommur og allt saman.. svo fór ég inn á skrifstofuna hans að tala um e-ð allt annað.. og þá sá ég að hann copyaði nafnið mitt úr tölvupósti frá mér.. hahaha..

Svona blað fæ ég alltaf í hverri viku.. prógramm fyrir vikuna.. svo er það stundum aðeins breytt og aðlagað.. eins og sést er búið að skrifa inn á og svona..  

Þetta er dæmi um prógramm fyrir eina æfngu..  

Við keyptum svona skrítið Mountain dew.. það bragðaðist eins og nammi.. leit úr eins og þvottarefni.. haha.. Ég ákvað einmitt að ég ætlaði að kaupa e-ð svona sænkt nammi til að taka til Íslands sem ég hef ekki séð heima.. en einhvernvegin gleymdi ég því og þegar ég mundi eftir því þá hafði ég ekki tíma.. ég þurfti að hlaupa í lestina í morgun.. var ekki einu sinni viss um að ég hafði farið í rétta lest.. hún fór af stað meðan ég var ennþá í anddyrinu á lestinni.. hehe.. en það blessaðist allt.. Svo ákvað ég að nýta tímann víst ég var komin svona snemma á völlinn og kaupa sænskt nammi.. það var dýrt.. en fann enga aðra sjoppu á vellinum.. svo tékkaði ég mig inn og þá kom ég í fríhöfninna og þar var fuuuuullt af nammi og mun ódýrara!! og það er nú aldrei neitt ódýrt á flugvöllum þannig hversu dýr var sjoppan sem ég fór í?! pff.. svekk.. ég roðnaði ég var svo pirruð þegar ég áttaði mig á þessu.. því ég keypti alveg slatta! :|

Nú er farið að ganga um borð í vélina.. best að missa ekki af henni.. sjáumst á eftir Ísland! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband