Eitt skref í einu..

7026631495_9dfa0093a9_c

Ég hjólaði næstum því yfir þennan hressa kappa þegar ég var á leiðinni á æfingu í vikunni.. Hann var aðeins of sáttur við lífið þarna á miðjum hjólastígnum.. Ég var líka ótrúlega sátt eftir æfinguna sem ég tók í gær.

Um daginn var alveg ótrúlega erfið æfing hjá mér. Ég gerði 10x 400m spretti ég hafði aldrei tekið svona marga 400m spretti áður.. ekki svona langt og svona marga.. í 5. spretti varð ég rosa þreytt.. og þá voru 5 eftir til viðbótar! ég hélt ég mundi deyja.. mig langaði bara til að hætta, stoppa, leggjast niður og fara að sofa.. þegar ég lagði af stað og var búin með tæpa 100m þá gat ég ekki meir.. og hugsa til þess að það væri meiri hlutinn eftir af þessum sprett og svo ennþá fleiri sprettir eftir.. svona hugsun gerði mig svo þreytta.. ég hélt áfram, hætti að hugsa um hvert ég væri að hlaupa (hvar "markið" væri).. ég hugsaði ekkert um sprettina sem voru eftir.. ég hugsaði bara um það sem ég var að gera.. lyfta fótunum, hreyfa hendur og aðra hlaupa stíltækni og á endann var ég komin í markið.. á endanum var ég búin með æfinguna.. og vá hvað ég var ánægð að ég hætti ekki, mér leið svo vel eftir á, sérstaklega andlega Grin

Það er mikilvægt þegar eitthvað er erfitt að vera ekki að hugsa um endamarkið heldur bara nákvæmlega það sem maður er að gera akkurat á þessari stundu. Það er gott og eiginlega nauðsynlegt að setja sér e-ð markmið, vita hvert maður er að fara en það þýðir ekkert að horfa bara á það.. maður þarf að vinna í að koma sér að markmiðinu og því getur verið gott að einbeita sér bara að núinu.  

Í gær var nánast eins æfing og ég gerði fyrir 2 mánuðum.. eftir þá æfingu var ég einmitt alveg að deyja líka en kláraði æfinguna engu að síður.. í gær hljóp ég hraðar, var með sama magn af mjólkursýru í blóðunu en ég var bara pínu þreytt, ekkert rosalegt.. Þessi æfing átti líka að vera enn erfiðari en 10x 400m æfingin sem ég gerði um daginn.. Ég er s.s núna betur þjálfuð til að takast á við svona æfingar, líkaminn tekst betur á við svona álag.. mér leið svo vel.. svo æðislegt þegar maður gerir e-ð aftur en þá er það svo miklu auðveldara.. Grin 

 

545605_10150781967931654_558026653_11657494_1101137325_n

 Benke þjálfari að taka smá blóðsýni frá Gustav til að ath. magn mjólkursýru í blóðinu eftir æfinguna sem við tókum í gær.

Það er nefnilega svo oft þannig að þegar maður gerir e-ð í fyrsta skipti fer út að hlaupa í fyrsta skipti í marga mánuði og er alveg dauður eftir það.. en ef maður heldur áfram að æfa þá verður það svo miklu auðveldara næst þegar maður fer að hlaupa (ef það líða ekki aftur margir mánuðir ;)

Þetta er nákvæmlega svona þegar maður hleypur fyrsta keppnis 400m  hlaup.. þá verður maður alveg svakalega súr, stífur, erfitt og allt ómögulegt.. næsta verður svo miklu auðveldara og næsta enn auðveldara.. líkaminn tilbúinn í að takast á við svona.. Þetta á líka við svo margt í lífinu. Ég var t.d að flytja fyrirlestur ein í 15 mín fyrir bekkinn minn á ensku.. ég var rosa stressuð fyrir það.. ég æfði mig heima áður en ég flutti hann í skólanum. Fyrsta skiptið gekk hræðilega.. ég mundi ekki ensku orðin, svitnaði, roðnaði og allt í rugli.. daginn eftir fór ég aftur yfir þetta og þá gekk það mun betur, allt í lagi. Síðan þegar ég kom í skólann og flutti verkefnið þá gekk það alveg æðislega vel Grin

561819_10150773114826654_1249749501_n

 Elska sólsetur.. mér finnst það alltaf fá mann til að vera þakklátur fyrir allt.. allt svo fallegt, stillt og yndislegt :)

6880510152_9e03f6a569_c

 

Þessa mynd tók ég á fyrstu æfingunni minni úti á vellinum í síðustu viku.. Það var æði að æfa loksins úti og í svona góðu veðri líka Smile Mér finnst þetta líka mynd sem hægt er að túlka e-ð eins og maður vill, kannski tengi ég bara of margar tilfinningar við brautina.. En mér finnst þessi mynd dæmi um makrmið.. Bein og löng leið eins og línan.. Einnig finnst mér manneskjan í hlaupaskónum setja góða merkingu í þetta.. hehe.. ég veit ekki hvað finnst ykkur?

541363_10150781964971654_558026653_11657473_212663199_n

 Ég fékk loksins nýja gaddaskó í gær.. þeir eru æði!!

383394_10150773101231654_558026653_11623039_1032925672_n

 Mynd sem ég tók þegar ég fór í göngutúr í skóginum.. Vorið er komið.. það er uppáhalds árstíðin mín því þá byrjar að vera svo bjart, fólk verður meira lifandi ofl...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

10x 400 er klikkuð æfing! Þú stendur þig vel Fjóla! Góðar pælingar með að það skiptir máli að vera í núinu ;)

Sólveig (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 13:47

2 identicon

Mjög skemmtilegt blogg Fjóla og frábær myndlíking hjá þér með línuna og markmiðin hjá þér. Ég þarf greinilega engar áhyggjur að hafa, hvorki af líkamanum á þér né hausnum, bæði í toppstandi :)

Gangi þér vel :)

Sigga (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Fjólan

Sólveig: haha.. já ég held að æfingin hafi líka verið sérstaklega erfið fyrir hausinn .. bara að vita það að taka svona marga langa spretti þá er maður alveg búin á því.. hehe..

Sigga: gaman að heyra það :)

Fjólan, 29.3.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband