Sumarið er tíminn

Það er engin breyting á því að þegar það er sumar þá er ég úti meira og minna yfir allan daginn, sem þýðir að ég er ekki mikið í tölvunni.. ég veit ekki hvort það séu einhverjir hér sem eru farnir að lengja eftir bloggi hehe.. en hér kemur allavega eitt..

Síðan síðast er ég búin að fara til Möndal í Svíþjóð og keppa þar. Það gekk ágætlega, ég hljóp á næst besta tíma sem ég hef hlaupið eða 60,42. Ég náði að sigra hlaupið í síðasta skrefinu. Ég var svo greinilega 3. (eins og  ég var allt hlaupið) yfir síðustu grindina en náði samt að sigra hlaupið og sigraði ma. Fridu sem keppti á EM fyrir Svíþjóð núna í sumar. Þjálfarinn minn var sérstaklega ánægður með það og sagði líka að þetta hafi verið hraðasta hlaup í 400m grind í Svíþjóð í ár. Þetta hlaup var samt ekki nógu gott að mínu mati, ég byrjaði allt of hægt, stelpurnar voru komnar yfir 1 grind áður en ég kom að henni.. En þið getið séð hlaupið á myndbandi hér fyrir neðan....

 

 Ég lenti líka í því þegar ég átti 3 grindur eftir að reimarnar á öðrum skónum losnuðu alveg! Það var frekar óþæginlegt.. ég reima samt þannig að ég set tvöfaldan hnút og treð svo reimunum ofan í skóinn.. En ég fann ekki mikið fyrir að reimarnar voru lausar því ég var í svona "sokka-skóm" fann bara reimarnar flaksast í mig!

Ég var svo beðin um að hlaupa sem héri í 800m hlaupi sem var 30 mín eftir 400m grind.. Ég hélt að ég væri e-ð að misskilja þegar mótstjórinn kom að tala við mig (á sænsku) fyrir mótið og fór að spyrja hvort ég væri í góðu formi, hvort ég væri búin að æfa vel og mikið og hvort ég væri ekki bara að keppa í einni grein.. ég hélt að hann væri að ýja að því að ég ætti að keppa í fleiri greinum.. haha.. ég var samt ekki alveg strax til í að hlaupa sem héri, aldrei gert þetta áður og hvað þá svona stutt eftir 400m grind..  en þegar hann tók fram peningabúnkt þá samþykkti ég það.. haha.. datt ekki hug að ég mundi fá borgað fyrir þetta. En ég fékk 1000 SEK fyrir að hlaupa fyrsta hring á 60 sek.. og ég hljóp á 60,00sek! Nokkuð sátt við það.. rosa flott að fá þennan pening ég notaði hann til að borga hótelið, vantaði bara smá upp á til að  ná fyrir öllum kostnaðinum.

533170_10151187750416654_1917832857_n

 

 

 Íslensku keppendurnir í Svíþjóð. Hafdís, Trausti og Ég (í leggingsbuxum því ég gleymdi tightsbuxunum mínum! hahaha)

530217_10151193449846654_1983493050_n

 Við lökkuðum neglurnar í fánalitum í fyrsta skipti.. ég er nokkuð viss um að þetta verður flottara hjá okkur næst.. hehe.. :)

542490_10151193450121654_1669490541_n

 Snilldar dressið sem Mæja Siss prjónaði handa mér.. nú get ég keppt í hvaða veðrum sem er! :) btw. hún er að selja legghlífar (þurfa ekki að vera í þessum lit) ef einhverjum vantar!

183596_10151193483291654_1008700801_n

Í kópavogi á palli fyrir 400m hlaup. Sara, Ég og Sólveig. 

Ég keppti svo í kópavogi núna 15. Ágúst bætti mig þar í 100m og 400m hlaupi.. vann þær greinar sem ég keppti í en ég keppti líka í 100m grind. Ég er sérstaklega ánægð að bæta mig í þessu greinum því líkaminn minn var alls ekki í stuði.. ég var með brjálaðan hausverk (var búin að vera með hann í 2 sólahringa), stíf og stirð í líkamanum, illt hér og þar, þung á mér og bara alls ekki að fíla mig vel... en ég vissi að ég ætti inni bætingu í þessum greinum og vissi ekki um annað tækifæri í sumar til að bæta mig í þeim þannig ég kláraði greinarnar.. Í 100m grind hljóp ég á 14.66 vindur var +0,4 og í 100m hlaupi hljóp ég á 12,84 ég átti áður 12,98 síðan 2009! Endaði svo daginn á því að hlaupa 400m á 57,32 en átti 57,52 síðan í fyrra..

 

2822_10151193520626654_293850396_n

 

 Síðan er það Bikar á Akureyri 24. Og 25. Ágúst.. Það er ekki alveg komið á hreint í hvaða greinum ég keppi í, þar sem HSK mundi helst vilja að ég mundi taka minnst 10 greinar en má bara keppa 6 greinar + boðhlaup.. hehe.. en eitt er víst að ég fer pottþétt í grindarhlaupin og ætla ég mér svo sannarlega að hlaupa undir 60 sek aftur í 400m grind Smile

 Síðan nokkrar sumar sápukúlu-myndir í lokin

 

306492_10151172441086654_1994575190_n251856_10151172441246654_661965513_n306444_10151172441431654_200773469_n418897_10151172441611654_927040232_a399418_10151172443241654_1050889135_n 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg og magnaður endasprettur hjá þér í 400m grindinni, átt svo miklu meira inni þar sem er mjög jákvætt :) :)

Sigríður Anna (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 13:03

2 identicon

Glæsilegt ...allt saman ...það sem ég las og flottar myndir !!

Mæja (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 17:29

3 Smámynd: Fjólan

Sigga: já takk fyrir það.. en já jákvætt að ég geti hlaupið enn hraðar.. en samt líka pínu pirrandi að ég hafi ekki bara hlaupið hraðar.. haha

Mæja: takk fyrir það.. :)

Fjólan, 17.8.2012 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband