mismunandi sjónarmið

Ég var í tíma í vikunni þar sem við vorum að ræða um hvernig fólk getur haft mismunandi sjónarmið á sama hlut. Umræðan eða kennslan snérist um það hversu mikilvægt það er að skilja mismunandi sjónarmið hjá öðrum. Það sem þér finnst er kannski rétt en það sem öðrum finnst getur líka alveg verið rétt.. til að undirstrika þetta sýndi hún okkur nokkrar myndir eins og þessar sem eru hérna að neðan.. Það er hægt að sjá tvennt úr öllum myndunum.. sjáið þið það bæði?

hvort sem þið sjáið báðar hliðar af myndinni eða sjáið bara aðra það þýðir ekki neitt.. það segir ekki til um hvort þið skiljið sjónarmið betur hjá öðrum eða ekki.. heldur er þetta bara til að skýra þetta betur. Því eins og t.d neðsta myndin sem hægt er að sjá vasa eða tvö andlit, þá myndi ekki þýða ef tveir aðilar myndu vera að rífast/rökræða um það hvort þetta væri vasi eða tvö andlit.. ef þetta væri e-ð vandamál sem þeir þyrftu að leysa myndi aldrei nein lausn finnast.. það myndi gera allt svo miklu auðveldara ef fólk myndi átta sig á og skilja mismunandi sjónarmið hjá öðrum. Það fer ótrúlega í taugarnar á mér þegar fólk er að rökræða um e-ð sem snýst um að mestu um mismunandi sjónarmið. Til dæmis trúarskoðun, æfingaaðferðir, mataræði, stjórnmálaskoðun, hegðun, tónlist o.sv.frv..

ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að segja sína skoðun e-ð. þvert á móti.. allir eiga að tjá sig og hafa sína skoðun á öllu.. og ræða það við aðra.. en að þvinga því yfir á aðra og segja að það sé eina rétta sjónarmiðið er hinsvegar ekki eins frábært..  

eyes-3 lady

 

perception_vase
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein saga um mismunandi sjónarmið. Hér í Svíþjóð er allt annað einkunnarkerfi en á Íslandi. Í háskólanum eru bara tvær einkunnir, náðir eða náðir ekki. Í menntaskólanum eru samt fleiri þrep voru 4 en eru að breyta yfir í 7. Í háskólanum á Íslandi er það 20 mismunandi einkunnir sem þú getur fengið! (0 upp í 10 og gefið í hálfum).. Fyrst fannst mér þetta alveg út í hött..   hvernig ætti ég að vita hversu vel ég myndi standa mig.. náði ég rétt svo eða var ég alveg með þetta á hreinu? ég er líka svo mikil keppnismanneskja að ég vil helst vera hæðst.. og fá alltaf aðeins hærra... ég myndi vilja að fyrirtæki sem sjá menntunina mína gætu séð hversu vel ég stóð mig í skólanum og velja mig kannski fram yfir annan sem væri með lægri einkunnir.. Ég var að ræða þetta við æfingafélagana því þeir eru auðvitað vanir sænska kerfinu.. þegar ég lýsti minni skoðun afhverju ég vildi hafa þetta eins og á Íslandi þá sagði hann "vá þetta hljómar neikvætt umhverfi".. ég var ekki alveg að fatta einu sinni um hvað hann væri að tala..

og svo fór ég aðeins að pæla meira í þessu.. stundum er ég búin að læra dögum saman fyrir e-ð próf of fæ 6 á því... annað próf náði ég lítið að undirbúa mig og fékk 9.. og þar af leiðandi segir einkunnin ekkert til um hversu mikla vinnu ég lagði í að ná þessari einkunn.. einnig hef ég líka fengið kannski 7 á prófi en kann námsefnið upp á 9,5 e-ð.. það var bara því ég var "óheppin" með spurningar eða fékk prófstress eða misskildi spurningar o.sv.frv.. Þá gæti verið betra að hafa bara "stóðst áfangann".. því maður á að þurfa alltaf að leggja á sig til þess að geta náð áföngum í háskólum.. reyndar finnst mér ótrúlegasta fólk ná áföngum spurning hvort að kennarar sé að leyfa fleirum að ná? en það er nú önnur saga..

Nú er ég s.s eiginlega búin að breyta þessu sjónamiði á einkunnarkerfið.. mér finnst bara nóg að hafa stóðst eða stóðst ekki.. Þá er kannski líka meiri líkur á því að ég kanni meira og pæli meira í einhverjum atriðum eins og t.d ég er að gera núna með þetta.. frekar en að eyða tíma í að leggja áherslu bara á það sem kennarinn leggur meira áherslu og eyða jafn miklum tíma í allt.. frekar að leyfa mér að skoða og kunna sumt mun betur.. það segir ekkert að ég eigi eftir að kunna námsefnið minna.. að standast háskólanám er ákveðinn stimpill að maður höndli álag, pressu, vinnu, aga og þolinmæði sem þarf til að ljúka háskólanámi. fattiði hvert ég er að fara..

Einnig þegar ég var í grunnskóla og framhaldskóla þegar ég var kannski rosa ánægð að hafa náð einhverjum áfanga (þar sem ég er með mikla lesblindu og lærði að lesa í 4.bekk sem segir kannski að skólaganga sé ekki það auðveldasta fyrir mig).. Bróðir minn fékk svo kannski 9 eða 10 í einhverjum áfanga þá fannst mér minn árangur ekkert merkilegur og eiginlega bara ekkert góður.. er rétt að stimpla þessu svon í börn? að fá 6 er miklu lélegra en að fá 9?

hvað finnst ykkur um svona einkunnir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjöööög skemmtileg pæling!

Og frekar mikið sammála þér... Einkunnir segja svo lítið um hvort maður kunni/kunni ekki námsefnið... Og þær segja heldur ekkert um hvernig manneskja maður er... Svona því fólk setur oft aðra í "box" út frá einkunnum..

Skemmtilegt blogg ;)

Heiðrún Erna (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 16:24

2 identicon

Virkilega góð pæling, sænska kerfið er greinilega mun jákvæðara ;)

Guðmunda (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 17:27

3 Smámynd: Jóhanna

Þar sem við vorum búnar að ræða þetta þá segi ég bara: kúl myndir! Sérstaklega þessi nr. 2!

Jóhanna, 15.4.2012 kl. 17:32

4 Smámynd: Fjólan

Heiðrún: já ég er alveg sammála með að það segir ekkert um hvernig manneskja maður er.. og hvort maður sé hæfur fyrir vinnuna sem maður er að sækja um e-ð.. gott að einhver hefur gaman af þessu :)

Guðmunda: takk fyrir það.. það var einmitt einn sem sagði að það hafi verið svona kerfi í svíþjóð svona 1970 e-ð.. hehe

Fjólan, 15.4.2012 kl. 17:32

5 identicon

Sammála þér Fjóla ! Það er sama kerfi hér, reyndar blandið, stundum er bara náð ekki náð og stundum gefið í bókstöfum. Ég spurðist aðeins fyrir um þetta "náði - ekki náð dæmi" í byrjun, af því að eins og þú fannst mér þetta skrítið, og þá fékk ég svarið að ástæðan fyrir því að þetta er svona er að próf eru til að sjá hvort nemandi hafi lesið og skilið námsefnið og standist þær kröfur sem gerðar eru til hans en ekki til að setja nemendurnar á einhvern skala eftir því hversu mikið þeir muna eða hversu "heppnir" þeir voru með spurningarnar. Svo eru líka prófin flest "opin", munnleg, verkleg eða skrifleg með ritgerðarspurningur, til að nemendur fái tækifæri til að sýna hvað þeir kunna ! Mér finnnst þetta miklu betra kerfi eftir að hafa vanist þessu !

Agnes (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 17:40

6 Smámynd: Fjólan

Jóhanna: Takk fyrir það! :)

Agnes: áhugaverð útskýring á einkunnarkerfinu.. og sammála :)

Fjólan, 15.4.2012 kl. 20:07

7 identicon

Já þetta er athyglisvert! Hljómar mjög jákvætt kerfi, en ég held að ég myndi samt vilja sjá hvernig ég stend, því stundum heldur maður að maður hafi skilið eitthvað alveg en svo var maður bara í ruglinu :/ Færðu feedback á prófin þótt þú fáir ekki einkunn?

Unnur (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 21:25

8 Smámynd: Fjólan

Ég get farið og skoðað prófið... þá sé ég auðvitað hvað ég geri rangt/rétt..

Fjólan, 16.4.2012 kl. 08:49

9 identicon

Já ok þá er þetta reyndar bara nokkuð sniðugt :p hehe

Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband