Þegar maður hittir einhvern í sturtuklefanum

Oftar en ekki langar mig að tjá mig um e-ð en svo er e-ð annað að "frétta" sem ég skrifa fyrst.. og þá er bloggið orðið svo langt að það frestast og frestast... Eitt ef það er þegar maður hittir einhvern í sturtuklefanum t.d í sundi.. Þú ert að fara uppúr lauginni og þá sérðu einhvern sem þú þekkir en ekki búin að sjá lengi.. og þar sem þið eruð á sama stað byrja oft svona smá samræður "hæ, hvað er að frétta".. "bara fínt, en af þér?" ... " já bara fínt sömuleiðis...".. svo kemur smá þögn því þú veist ekki alveg hvað eða hvort þú eigir að segja e-ð meira.. og væri kannski svona má óþæginlegt út í búð en verður einhvern vegin mun verra að vera nakin..  verður meira vandræðalegt.. sérstaklega ef samræðurnar halda áfram um ekki neitt.. hehe..  eða er ég kannski bara ein um þetta? .. hafið þið ekki einhverja svipaða sögu?

Þegar ég var á Íslandi fór ég í sund með systur minni og þá var hún að tala um að það væri pínu fyndið að fólk fer nakið saman í sturtu að þvo sér en samt ef maður fer á WC þá læsir maður að sér í lokuðu herbergi? Reyndar eru útlendingarnar ekki alveg alltaf til í þetta.. eru frekar mikið spéhræddir.. það er sérstaklega skondin sjón í litlum sundlaugum/klefum eins og eru á Selfossi.. hehe 

 Svo var ég að pæla..  Þegar einhver spyr þig "hvað segjiru?" maður á alltaf að segja bara fínt.. maður "á" að segja fínt.. svona óskráð samfélagsregla.. þetta er í raun bara eins og heilsa.. en afhverju er maður þá að spyrja... vera aðeins vinalegri..? en er maður e-ð vinalegri ef maður er að spyrja en vill samt ekki hlusta?

http://jeffpearlman.com/wp-content/uploads/2009/12/efashower2.jpg

Ég fann þessa mynd á e-h erlendu bloggi um "reglur í ræktinni" og á toppnum var "tala ekki saman í sturtu".. haha..  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er með eina mjööög vandræðalega sögu úr sturtuklefanum sem er kannski ekki hæfi að segja hér, haha!

Ragga (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 21:13

2 identicon

Ég lendi aðeins of oft í þessu í Laugum. Verst er þegar maður stendur kannski í sitthvorum helming sturtuklefans (þetta er alveg frekar stórt opið rými) og kannski nokkrar sturtur í gangi, þannig að maður þarf að kalla á milli... Misjafnlega skemmtilegar aðstæður, haha

Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 21:32

3 Smámynd: Fjólan

Ragga: haha.. já þú verður að koma á skype og segja mér hana ;)

Bergþóra: haha.. já það er mjög kjánalegt.. og segja alltaf "haaaa?"... haha

Fjólan, 26.2.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband