Ég ætlaði nú að blogga næst um helgina sem leið.. um MÍ og árangurinn og upplifunina í kringum það.. en ég var bara að lenda í mega hrollvekjandi atburð áðan.. og mér liggur bara mikið á að tjá mig um þetta..
Það var s.s þannig að Ég er heima í sveitinni.. og ég ákvað að fara út að hjóla með hundinn áðan.. það er alveg svarta myrkur hérna.. þannig ég fór alveg í sjálflýsandi vesti og með gott vasaljós með mér.. og ég var s.s að hjóla veg sem er svona afleggjari og liggur alveg nokkra km.. og svo koma vegir út frá honum að bæjum/húsum..
jæja.. ég hjóla svolítið langt.. stoppa og hlusta á kyrrðina.. heyrist eeekkert... svarta myrkur.. heyrði bara í sjónum sem er ca. 15km í burtu.. og held heima á leið aftur..
svo kem ég að einum afleggjara og þá allt í einu stoppar hundurinn og byrjar að horfa þangað.. hann gerir það oft og pælti ekki meir í því.. en svo byrjar hann að gelta og gelta.. það gerir hann mjög sjaldan.. þannig ég lýsi í áttina og þá sé ég að það er manneskja sem stendur þarna.. svona 10-15m frá okkur.. og ég var á hjólinu og lýsti bara og hjólaði framhjá.. og kallaði á Vin til mín og hann heldur samt áfram að gelta en kemur til mín.. og þá fór ég að hugsa.. bíddu.. stóð manneskjan ekki alveg kyrr?
og stoppaði eftir nokkra metra og lýsti... og jú. manneskjan stóð bara aaaalveg kyrr hreyfði sig ekki.. Það voru ljós af húsum fyrir aftan sem urðu til þess að ég sá útlínurnar á mennekjsunni 110% þegar ég lýsti á hana.. og Vinur heldur áfram að gelta því ég skammaði hann ekkert, hann var samt bara hjá mér.. mér fannt þetta mjög skrítið..
afhverju stendur hún kyrr.. afhverju í ósköpunum er hún ekki með neitt endurskyn eða ljós.. hvernig getur hún séð e-ð.. og ákvað að hjóla þennan veg að rófuhúsinu okkar..(það væri afsökunin ef hún mundi spyrja e-ð) ég þorði því af því að hundurinn var með mér.. og var frekar æstur.. og þegar hundurinn sér að ég sný hjólinu við þá fattar hann að við erum að fara til þessara manneskju og byrjar að þefa..
Þegar ég er búin að snúa hjólinu við og lýsi aftur þá var enginn.. ENGINNN!!!! Hvert fór manneskjan?!?!?!!! Það var engin leið fyrir manneskjuna að fara... og hverfa bara.. nema að hún hafi alveg sprett einhvert en þá hefði ég heyrt það því það var alveg grafarþögn!
meeeega krípí.. svo kem ég bara heim í sjokki.. segi pabba frá þessu.. hringi í systur mína sem býr í næsta húsi segi henni að læsa... og svona 5 mín eftir að ég er komin inn heyri ég að Vinur (hundurinn) er farinn að gelta á e-ð úti.. !!
ég dreif mig fram.. kallaði hann inn og læsti öllu...!!! og nú þori ég ekki að horfa út um gluggana!
Þannig ef það var einhver á ferðinni í sveitinni minni og það var verið að lýsa á hann vasaljósi og hjóla til hans.. vinsamlegast látið mig vita svo ég geti átta mig á hvað/hver þetta var!
Þetta var svona pínu svipað þessu..
Flokkur: Bloggar | 13.2.2012 | 20:43 (breytt kl. 20:56) | Facebook
54 dagar til jóla
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úúúú...krípí!! ég fékk gæsahúð!
Hjördís Lind (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:06
Nei nú segi ég stopp! HVAÐ ER Í GANGI? Aðeins of krípí!
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:32
drauuugur?
Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:25
einmitt.. enda kalla ég hann "herra krípí"!!... draugur? veit ekki.. ég get ekkert staðfest það.. þetta var allavega mjööög undarlegt..
Fjólan, 14.2.2012 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.