Meika þetta ekki í 2 vikur!

Þar sem ég er með ótrúlega lélegt tímaskyn þá geri ég mér ekki grein fyrir því hvort þetta byrjaði á laugardaginn eða sunnudaginn.. ég er allavega búin að vera með alla helgina e-ð óbragð í munninum.. erfitt að lýsa þessu, en þetta minnir mig helst á að þegar maður er ný búin að tannbursta sig og borðar e-ð eða búinn að borða mikið súrt.. ég var alltaf að skola munninn um helgina reyna að losa mig við þetta.. þetta bragð er ekkert að fara þegar ég borða e-ð.. þvert á móti.. þá er allur matur sem ég borða vondur.. og er þar af leiðandi er ég búin borða aðeins minna.. ég hélt þetta væri e-ð tengt því að ég hefði verið að hlaupa erfið hlaup og keyra mig alveg út í keppninni um helgina.. því oft á eftir þá fær maður blóðbragð og illt í hálsinn og svona.. en þetta er ekkert að lagast..  og var e-ð að pirra mig á þessu við Jón Steinar áðan þegar hann sagði 

jón:"varstu kannski að borða e-ð mikið af furuhnetum?"(í kaldhæðnistón)
Ég: "já..? afhverju? (ekki alveg að skilja?)
Jón: "í alvöru?! þá ertu kannski með svona Pine Mouth"

og sendi mér linkinn á þettaog þetta passar allt saman og ég er líklegast með þetta?! þetta er ógeðslegt! og ég veit ekki hvort og hvað ég ætti að gera.. ég keypti mér s.s salatblöndupoka-frá gottfæði.ehf sem er ma. furhnetur í.. sem ég var að háma í mig á föstudaginn.. og svo á laugardaginn fékk ég mér kjúklingaböku frá Saffran sem er s.s pizza með ma. fullt af furuhnetum.. og ég tíndi bókstafla hverja einustu furhnetu þar og át.. því mér finnst þær mjög góðar!! 

Kannski ekki það góðar að ég nenni að standa í þessu.. vera með þetta óbragð endalaust! ef einhver veit eða veit um einhvern sem veit hvernig væri mögulega hægt að losna við þetta óbragð fyrr þá plís viljiði láta mig vita... 

 p.s þá gekk bara vel um helgina..  bætti 3 met.. í 400m hlaupi í ungkvenna flokki og kvennaflokk þegar ég hljóp á 59.40 sek og svo í 200m einnig á hljóp á 26.65sek!  í öðrum greinum gekk mér allt í lagi.. og endaði með 2 silfur og 3 brons..

 http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/hs270.snc6/179872_1787276091811_1536822288_1867060_1324929_n.jpg

Þórhildur, Eva Lind, Agnes og ég.. frá silfurleikunum.. settum þar HSK-met í 4x200m


mega vandræðalega!

Bergþóra kom og sótti mig.. og þegar við hún var að fara af stað þá sagði hún "shitt, shitt, shitt... " og ég hvað? "æj.. hélt að bílinn væri fastur" haha.. þá fór ég að hlæja því það var s.s slabb á veginum og bílinn spólaði aðeins.. Grin best fannst mér þegar ég las frétt á vísi áðan þar sem sagt var m.a "færðin í Reykjavík verið afar slæm í dag"haha!! jú okey það er búið að snjóa kreisí í dag en færðin er samt ekki afar slæm! það eru engir skaflar e-ð!

Ég og Bergþóra Gylfa fórum í laugardalslaugina í gær.. og hún fór inn laugarmegin og ég fór inn sundmegin.. s.s ekki samferða ofan í laugina.. við vorum búin að tala um að hittast í steina pottinum..

Þegar ég kem þá sé ég að Bergþóra er komin.. og ég sest alveg hliðin á henni þar sem það er svolítið mikið af fólki í pottinum og ekki mikið um pláss og segji "Jæja.. góða kvöldið!" sagði það aðeins of hátt og leit eiginlega hálf vandræðalega í kringum mig því fólkið leit á mig í þessum látum.. ætlaði svo að fara segja Bergþóru sögu og þegar ég leit á hana þá var þetta bara ekkert Bergþóra?!

ég vissi ekkert hvað ég átti að segja.. þetta var svo mega vandræðalegt! (minnti svolítið á atriði úr Friends þar sem Ross reyndi að kyssa frænku sína og gat svo ekkert sagt.. "just say something!") það leið örugglega 15-20 sek áður en ég gat sagt e-ð.. ég var bara ööö... ööö... og svo kom "ubbs, smá manna vilt!" og svo varð ég bara að sitja áfram hliðin á henni því að það var ekkert annað pláss!

Eitt gott gullkorn í dag frá bekkjafélaga var " já okey, erum við bara svona geðveikt mikið í Hafnafirði" haha.. !

Ég og Nína áttum líka gott samtal í vikunni, við vorum að hvernig við færum til og frá rvk um helgina.. 

Ég: "UFA liðið ætlar að fara á kálf og fær kannski far með þeim"
Nína: "ha? kálf?"
Ég: "já.. svona litla rútu"
Nína:"já, okey, ekki muuu"
Ég: "ha? mu?"
Nína: "já, rútu en ekki veist muuuuu"
Ég:"ha?"
Nína: "s.s ekki dýrið mu"
Ég:" ha? nei, förum á rútu.."

þetta er típist samtal milli okkar það sem við misskiljum allt sem hægt er að misskilja þegar við tölum saman! 

Fór í þrjár geggaðar vísindaferðir í dag.. heimsótti Actavis, Össur og Artic truks!

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/hs277.snc6/180593_10150141206646654_558026653_8052090_3534445_n.jpgreyndar búin að fá skammtinn af sóma veitingum fyrir næsta árið.. þar sem þar voru sömu veitingar allstaðar! Shocking

 


Komin á Akureyri og farin aftur!

úff.. það er svo mikið að gera í skólanum.. svo er ég bara að gera svo mikið annað líka.. mesti tíminn fer þó auðvitað í frjálsar og allt í kringum það..  ég reyni þó að gera allt í einu..

Mér gekk svona lala eða allt í lagi.. erfitt að segja hvar maður á að hafa væntingar/kröfur.. því auðvitað vill maður alltaf bæta sig.. en þetta var fyrsta mót á þessu ári og eftir smá stopp í 3 vikur.. en var við mitt besta í sumum greinum en aðeins frá mínu besta í öðrum.. en 4x400 boðhlaupssveitin náði að stórbæta HSK-metið um næstum 9 sek! alveg frábært.. ég náði rosa góðum sprett, eða var 58,3sek að hlaupa.. sem er mun betra en ég á í 400m.. 

Það koma e-ð brjálæði.. keppnisskap og atrennalín í þessu boðhlaupi að ég get ekki beðið eftir því að fara að keppa aftur um helgina.. ótrúlegt hvað það er endalaust gaman í þessari íþrótt!InLove

Þetta verður stutt blogg í þetta sinn.. verð að reyna að klára verkefnin sem bíða áður en ég fer aftur suður! sem er kl 12 á morgun!! ef veður leyfir Errm 

http://lh6.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUm6L0cZOqI/AAAAAAAACEc/q9EPiads9xU/s640/IMG_7360.jpg

Ég mætti í afmæli hjá Benedikt litla.. þar voru mínar yndislegu frænkur líka!

http://lh4.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUm6MPFy9GI/AAAAAAAACEg/RqyA0B_3M0o/s800/IMG_7385.jpgHópmynd af HSK/Selfoss liðinu sem keppti á MÍ15-22 + þjálfarar.. það vantar reyndar nokkra inn á myndina.. þessi föngulegi hópur setti slatta af HSK-metum og endaði í 2. sæti í heildar stigakeppninni!

p.s eitt húsráð í lokinn.. ef þú átt einhverja bolla sem eru orðnir mattir að innan.. svona brún rönd efst, eða doppóttur.. lítur út eins og hann sé alltaf skítugur en er það samt ekki.. það er hægt að ná þessu með því að nudda bollan að innan með matarsóta/natron með rakri tusku eða bréfi.. algjör snilld!


afhverju lætur fólk svona?

það er svo langt síðan ég bloggaði.. þó það séu bara 8 dagar þá er ég alltaf að hugsa nýtt og nýtt blogg nokkrum sinnum á dag.. en ekkert gerist.. alltaf svo mikið að gera :| mér finnst líka mun meira að gera í skólanum miða við síðustu önn.. Það eru nú engar fréttir hehe.. 

Síðustu helgi fékk ég skemmtilega heimsókn frá þessum píum

http://lh5.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzN_FKsQI/AAAAAAAACEI/wP-GNpBxDEo/s640/IMG_7320.jpg

og ekki má gleyma hinum stórfenglega og fræga Kormáki

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzNTYSxcI/AAAAAAAACEE/4qbwVycQqLo/s512/IMG_7312.jpg

og svo var það jungle speed!

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TUMzM6kIQNI/AAAAAAAACEA/3zsSSjWHvyw/s512/IMG_7299.jpg

og sumir kusu að blanda áfengi við.. þá fyrst hafði ég séns í að vinna stelpurnar.. LoL

 Það var ótrúlega gaman að fá þær í heimsókn og fá að baka svolítið.. reyndar er frystirinn samt fullur af kökum.. greinilegt að þær höfðu ekki alveg undan..Whistling

Nú er ég komin til Reykjavíkur enn einu sinni.. nú er ég að fara að keppa á Meistaramóti Íslands 15-22ára.. þetta er síðasta árið mitt sem unglingur.. eins grátlegt og það er.. !  Ég hlakka til að keppa og fá að sjá tölur, árangur.. vita hvað ég get.. þrátt fyrir að fólk sé ennþá í sjokki eftir síðasta mót, fólk enn að koma og spyrja hvað gerðist eiginlega?! og e-ð.. hehe.. förum nú ekki út í þá sálma aftur..  en mér finnst alveg ótrúlegt þegar fólk kemur til mans og segir "af hverju vannstu ekki" eða "léstu yngri stelpu vinna þig?" og í þá áttina.. þó það sé auðvitað minni hlutinn af fólkinu sem kemur og talar við mann um íþróttina.. en þetta fer alveg gríðarlega í taugarnar á mér.. 

Þegar fólk er að segja e-ð svona.. auðvitað gerir maður alltaf sitt besta.. stundum eru "ástæður" að ekki væri hægt að gera betur t.d veikindi,meiðsli eða e-ð.. væri bara betra ef maður mundi ekki keppa ef maður fílaði sig ekki alveg 100%?! öö.. nei.. það er mikilvæg reynsla hver keppni hvort sem maður stendur sig vel eða illa..  Vesta er að sumir þola ekki þessi komment.. því auðvitað er ég ekki ein í þessu heldur örugglega flestir sem hafa unnið eitthvað.. og viðkomandi vinnu það ekki.. eða bætir sig ekki aftur hrikalega þá er hann bara "skammaður" af einhverjum sem hefur yfirleitt ekki hundsvit á íþróttinni! út af þessu þá eru margir sem eru hreint hræddir við að keppa!

Í vikunni kom einmitt maður til mín og fór að segja að ég hefði ekki átt að láta litla stelpu vinna mig.. og ég sagði að hún væri bara ekkert lítil, hún hafi verið að bæta sig um 3 sek og staðið sig frábærlega! og þá fór hann að segja að ég ætti að bara að vera duglegri að æfa til að koma í veg fyrir þetta.. ég ætti mæta í ræktina og hamast eins og andskotinn og jarijarijari.. og ég sagði þá að ég hefði nú bara búin að vera frá í 3 vikur útaf meiðslum og veikindum og þá varð hann bara enn ákveðnari og sagði "ég hlusta ekki á neinar afsakanir".. þá hætti ég nú bara að hlusta en hann hélt áfram að tala/röfla hliðin á mér.. ég spyr bara af hverju? af hverju er fólk að segja svona? það ætlar kannski ekki að vera leiðinlegt e-ð... eða segja svona í gríni e-ð en auðvitað vill maður alltaf vinna og bæta sig og maður þarf ekki einhvern til að nudda sé upp úr því að maður hafi ekki staðið sig vel..  Ég er ekki að segja að maður geti ekki talað um að maður hafi tapað.. þið fattið hvað ég meina.. 

nóg um það og og best að fara að einbeita sér að keppninni á morgun.. mikið hlakka ég til!W00t


Verð heima eina helgi..

Ég var búin að blogga voða fínt blogg.. og tölvan fékk einhvern sjálfstæðan vilja og þurrkaði allt út.. alveg yndislegt!

Þessi færsla fjallaði í grófum dráttum bara um það að ég verð heima um helgina.. fer s.s ekki að keppa.. Heldur á ég að koma mér í gang eftir veikindi og meiðsli.. og ég er öll að koma til.. að vísu fá ég harðsperrur og stíf allstaðar.. ótrúlegt hvað líkaminn er fljótur að linast niður! 

Mér á þó ekki eftir að leiðast um helgina þar sem ég er að fá þokkadísirnar þrjár.. þær Laufeyju, Bergþóru Kristínu og Söndru Ósk.. þær ætluðu að koma í skíðaferð.. en snjórinn er því miður mikið farinn.. 

Annars er skólinn byrjaður í allri sinni lærdómsdýrð! og það er oft erfitt að koma sér að stað að t.d reikna heima þegar bækurnar eru á ensku og ég veit í raun ekkert hvað ég á að reikna..þó ég viti hvernig eigi að reikna það þá skil ég ekki hvað  er verið að biðja um eða hvaða gögn ég er með í höndunum.. það eru allavega 4 áfangar af 5 sem ganga mikið út á reikning.. Shocking nei,nei.. þetta er ekkert erfiður reikningur.. meira tungumála-erfileikar.. en það kemur með hjálp góðra skólafélaga Grin

http://lh6.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TThxt6fyJHI/AAAAAAAACDo/2UZr2DRxeGk/s720/IMG_7234.jpg

Það er búið að vera nóg af snjó síðustu vikurnar hérna á Akureyri.. Jón Steinar tók þess mynd í vikunni.. frekar hár ruðningur inn í íbúðarhverfi.. (auðvitað eru sumur lægri en aðrir hærri!)

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TThxuVKJhNI/AAAAAAAACDs/A1uLDiYQpvk/s720/IMG_7239.jpg

Ég er með æði núna að baka þetta brauð.. Fjölkornabrauð.. uppskrift sem ég fékk frá Bergþóru Gylfa fyrir löngu en er fyrst að nota núna! sjúklega gott!W00t

http://lh4.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TThxs74U0bI/AAAAAAAACDg/x0UyojyO8QQ/s512/IMG_7226.jpg

ég er líka með æði  fyrir að poppa poppið sjálf..  enda miklu betra! ég er reyndar ennþá að læra hversu margar baunir ég má láta i pottinn.. 

http://lh5.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TThxtQ5by-I/AAAAAAAACDk/80-Sl8XxWXE/s512/IMG_7233.jpg

Ekki verra þegar maður á bíó-poppsalt! og svona flotta poppskál til að auka stemminguna!


Er ánægð að hafa keppt..

Það var ekki lítið stress, spenningur, áhyggjur og rugli fyrir þetta RIG mót sem var í gær.. ég var ekki alveg nógu viss að ég ætti að keppa, væri svo nýbúin að meiða mig.. og ennþá hóstandi og ekki búin að jafna mig af veikindum.. ég var hrædd um að vera fara fljótt af stað og vera bara verri eftir á.. en þjálfararnir sögðu OKEY.. að ég væri ekki að taka áhættu.. en þá fann ég samt að ég var ekki að treysta fætinum.. ekki að þora að taka á því.. ég var stressuð að ég mundi hlaupa vandræðalega hægt og allir að horfa á mig í TV.. til að toppa allt var ég ekki með ipodinn minn sem ég nota alltaf til að koma mér í jafnvægi ef ég fer í svona ham..

Það var ótrúlegt samt hvað stressið fór eiginlega alveg um leið og ég fór í blokkina.. einhver tilfinning sem er svo góð.. að ég geti hlaupið.. að ég sé að keppa og þessi fáránlegi vilji að hlaupa eins hratt og ég mögulega kemst.. stressið var samt alveg til staðar.. 

Ég hljóp.. og allt gekk vel.. mjög sátt við hlaupið.. ég fann að mjólkursýran var byrjuð að koma eftir ca. 300m.. sem er eðlilegt.. en svo bara allt í einu.. hviss bamm búm þegar svona 60m. voru eftir þá stífnaði allt til helvítis! aldrei lent í öðru eins.. líkaminn hætti bara.. ég var á tímabili ekki viss hvort ég væri að færast áfram.. sýran var svo mikil í lærunum að mér leið eins og ég væri með einhverja 70kg steypuklumpa á hvorum fæti.. ég hætti eiginlega að sjá.. eða það varð allt svart.. eða þannig ég sá sem var beint áfram en ekki til hliðar.. líkt og þegar maður stendur hratt upp.. ég heyrði þulin segja að Heiðrún Dís væri að taka framúr mér.. kom mér ekki á óvart þar sem ég var ekki viss um að ég væri að hlaupa lengur.. haha..

Ég hef aldrei verið svona þreytt áður.. og það fékk allur landinn að vita því myndatökumaðurinn var víst bara að mynda mig í e-h mín. á eftir.. ég hafði ekki hugmynd um að einhver væri að mynda mig.. og allir héldu að ég væri bara bókstaflega að láta lífið! 

ég komst í mark á tímanum 60.41.. sem er tæp sek. frá mínu besta.. ég er nokkuð sátt við það.. ef ég hefði ekki stífnað svona svakalega hefði ég örugglega bætt mig.. ! ég veit að ég mun ekki stífna mikið í næstu hlaupum.. ég er nýbúin að vera rosa lasin og tók æfingu á miðvikudaginn og var ennþá að drepast í harðsperrum eftir þá æfingu.. svona harðsperrur sem er vont að koma við vöðvanna því þeir eru svo aumir.. sem þýðir að líkaminn er ennþá hálfgjör slen eftir veikindin og að þegar vöðvarnir eru þannig þá þarf ekki mikið til að þeir stífni..

það var ekki liðin klst. frá hlaupinu og ég var ennþá það þreytt að mér var flökurt á því að standa.. og fékk einhverja asnalega hellu í eyrað eftir hlaupið.. svona  eins og ég væri í kafi í vatni.. heyrði allt sem ég sagði í svona dósa-hljóm.. ! þá s.s ákváðum við (stelpurnar í HSK) taka þátt í 4x200 boðhlaupinu.. æfðum engar skiptingar eða neitt..  ég og Sólveig Helga nýbúnar að hlaupa 400m.. en hlupum samt.. skiptingarnar gengu misvel en náðum samt að stórbæta HSK-metið ! hlupum á 1:48,43.. ÍR-sveit A voru á undan okkur og bættu ísl.metið í greininni en það var áður 1:45,49.. s.s við vorum 3 sek frá fyrrum ísl. meti! sem er bara nokkuð gott!

Í lokin kemur ein mynd.. Þessi fagra mynd var tekin af mér í hlaupinu eftir 200m.. elska svona myndir.. hahaha..!

http://farm6.static.flickr.com/5090/5359607263_7ab087745e_o.jpg


Keppi á morgun!

Ég ákvað endanlega að ég mundi keppa á morgun á RIG eða Reykjavík International Games.. það hefur samt margt sem er búið á móti því.. þar sem í fyrstalagi missteig ég mig 27. des.. og ekki búin að geta/mega hreyfa mig.. og 10 dagarnir á undan því var ég lítið búin að hreyfa mig.. próflok og ég að komast suður.. jólin, íþróttahúsið lokað yfir hátíðarnar og svona..

En ég mátti fara að hlaupa sl. mánudag.. en gat ekki því ég var svo lasin..ég  var mjög lasin alveg í heila viku.. en það var svo að lagast og ég gat farið á æfingu á miðvikudaginn.. þá heyrði ég að það spáði mjög vondu veðri á fimmtu-/föstudag og óvíst að ég kæmist suður! ég er reyndar ennþá með hósta og smá hor.. en samt alveg hress..

Æfingin á miðvikudaginn og í gær gekk vel..(reyndar með hrikalegar harðsperrur þar sem ég er ekki búin að hreyfa mig svo lengi og líkaminn slappur eftir veikindin) er svona að vinna upp traust á fætinum. finn að ég er mikið að passa mig en batinn á fætinum er alveg ótrúlega miða við hvað ég tognaði illa.. ég er ekki að fara að hoppa strax en ég treysti mér til að hlaupa.. og mun keppa í 400m á morgun sem er kl 14.00 og er í beinni á rúv!

Undirbúningurinn er ekki beint sá besti.. en þrátt fyrir það held ég að það verði góð reynsla í það minnst að hlaupa þetta hlaup.. það er ekki alltaf sem maður getur hlaupið hlaup eins og þetta, þ.e.a.s gott keppnishlaup,keppni.. og ég þarf allavega nokkur hlaup til að koma mér í gang.. þannig ég þarf bara að hlaupa nógu mörg hlaup til að ná sem bestum árangri.. ég á 59.60sek í 400m spurning hvort ég bæti það á morgun ásamt að bæta þá HSK-met W00t

http://www.hsk.is/img/fretta_myndir/large/frjalsar_fjola_spjot_2010.jpg

Spurning hvort ég fari bara að einbeita mér að kastgreinum meðan fóturinn er að lagast.. neee.. tæplega.. hehe.. 


Það er e-ð meira spennandi að hafa vont veður!

Ég veit ekki nákvæmlega af hverju en það er bara miklu skemmtilegra að hafa vont veður.. þá er meiri hasar yfir daginn.. og dagurinn fellur ekki saman við aðra.. t.d þegar maður man ekki hvar maður lagði bílnum, heldur að hann sé þarna.. en þá lagði maður honum þarna í gær.. hehe.. þið fattið hvað ég á við..

Svo er líka svo  miklu betra að hafa snjó frekar enn rigningu.. því þegar það er rigning þá verður maður svo blautur, votur í fæturna.. og ef maður hefur e-ð farðað sig eða greitt á sér hárið þá lifir það ekki lengi..

Þegar það er snjór þá verður maður svo miklu hressari.. það er bara frískandi að labba í skólann og fá smá roða í kinnarnar.. 

það er að vísu stundum pirrandi þegar maður kemst ekki einhvert sem maður þarf virkilega að komast útaf veðri..

 http://lh5.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TS21U9Fs5oI/AAAAAAAACDM/L7nSmhL4PVk/s640/IMG_7220.JPG

Ég og Nína á leiðinni úr skólanum í morgun..  sést hvað ruðningurinn er hár!

http://lh5.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TS21VT8GefI/AAAAAAAACDQ/1UnoKG3gfuM/s640/IMG_6938.JPG

Það var kalt á leiðinni norður á sunnudaginn.. það fór alveg upp í -21.. samt var kl. bara 19!


mbl.is Spá stormi um landið sunnan- og vestanvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"nenni ekki snjó eins og '95!!"

Það eru ekki allir jafn ánægðir með snjóinn hérna fyrir norðan.. og verið að tala um að það eigi að vera snjór eins og var '95.. Þá sagði Jón Steinar "ohhh.. nenni ekki snjó eins og '95" haha.. 

hvað sem "snjór eins og '95" nú þýðir..  örugglega e-ð rosalegt.. því það er alveg komið dass af snjó og það á ekkert að hætta að snjóa á næstunni! 


mbl.is Ófært vegna snjóflóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ávarpar maður Guð þegar maður er að hneikslast?

Af hverju segir maður "Guuuuuuð" þegar maður er að hneikslast eða mjög hissa.. erum við að ávarpa/kalla á Guð og spyrja hann í leiðinni af hverju hann lét þetta fara svona? því hann á jú, að ákveða allt sem gerist, að Guð sé stjórnandinn.

Ég ætla nú ekki mikið að fara að tjá mig um trú-mál, enda viðkvæmt efni.. ég er meira að segja eiginlega alveg hætt að segja "Guð hjálpi þér" þegar fólk hnerrar.. því það er ekkert víst að viðkomandi vilji að Guð hjálpi sér.. svo ég segi bara "hjálpi þér"..  Grin

En ég er s.s komin norðurpólinn.. hehe.. næstum.. það er allavega allt á kafi hérna, maður er ekkert að fara mögum sinnum út..!

http://lh3.ggpht.com/_z1v0Iq50LP0/TStrjSTW6dI/AAAAAAAACC8/DMuAxHkYOCg/s720/IMG_7206.jpgÉg sakna mest við að vera ekki í sveitinni er að geta ekki farið í bað hvenær sem ég vil..Ekkert betra en að eiga kósy stund í baði! (sérstaklega ef það er kalt og mikill snjór úti!)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband