Á árinu ferðaðist ég mikið..Mest þó í apríl í interail, sem er ferð og lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma! fór til 9 mismunandi landa á árinu! hélt mínu striki í frjálsum og bætti mig samtals í 9 greinum. Á móti segja skattkortið mér að ég hafi ekki unnið neitt rosalega mikið á árinu.. En námslánin halda mér lifandi. Fókusinn er núna á grindahlaup og aðal markmiðið fyrir 2011 er að ná lágmarki á EM U23sem er 60.50..
Janúar:
Við vorum komin snemma í jan. norður og elduðum svo hangikjöt á þrettándanum, sem systir mín hafði gefið mér. Nema hvað að að rúllan var fyrir 6 mans og við vorum tvö.. og ekki mátti daga upp svo það var borðað hangikjöt í öll mál í heila viku!! ég get eiginlega ekki ennþá borðað hangikjöt.. allavega ekki mikið..!
Innanhúseppnistímabilið hafið..
Eignaðist yndislegan lítinn frænda seinni partinn í mánuðinum..
Febrúar:
Bergþóra Gylfa kom í 5 daga heimsókn.. greyið var svo bara lasin mest allan tímann.. en við náðum að afreka það að panta flug frá Berlín 7. maí!
Bætti mig og HSK-metið í 400m hljóp á 59.60 sek.
Borðaði rosa mikið af bollum og lýsti því svona " ég er með súkkulaði og rjóma útum allt andlit, líka á enninu einnig er ég búin að subba fötin mín út og gólfið líka! Veit ekki alveg hvernig ég fer að þessu!"
Bloggar | 8.1.2011 | 23:20 (breytt kl. 23:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef ekkert minnst á það að ég var tilnefnd sem íþróttakona Árborgar.. og var í 3. sæti.. í 1. sæti var hún Guðmunda í fótboltanum.. hún er búin að standa sig ótrúlega vel með unglinga landsliðinu í boltanum.. og svo var hún Arna í 2. sæti. Hún er í fimleikunum og búin að vera gera það gott þar.. selfoss stelpurnar náðu frábærum árangri að vera í 8. sæti á EM síðasta haust..
Flottar stelpur sem voru fyrir ofan mig.. En stefnan klárlega að vera ofar í sæti að ári.
Ég er að fara að vinna í því að setja inn Annál 2010.. kemur í næsta bloggi!
og hey! ég fór í gær út að labba og hlaupa til skiptis i 20 mín.. gekk vel.. reyndar frekar stíf og smá verkir en þetta lítur vel út.. rosa gott að fara út og hlaupa/labba :)
hér kemur slatti af myndir frá jólafríinu..
Það var sko nóg af pökkum undir jólatrénu!
Sólveig mín kom á klakann yfir hátíðarnar.. en er farin aftur.. strax farin að hlakka til að hitta hana aftur!
Sveita-brennan
Feðginin voru í stuði..
Ég og Mæja vorum í fyrsta skipti saman á áramótunum..
Frænkurnar.. Neon-ljósin er málið! ég var næstum búin að klúðra því þegar ég var að afgreiða Gumma í flugeldasölunni og gleymdi að setja neonljós í pokann! En Ísold reddaði málunum!
Við erum góðar saman!
GLEÐILEGT ÁR!!!!!
Fyrsta skipti sem ég var á Selfossi um áramótin.. skrítið að vera inn í öllum flugeldunum.. en ekki sjá þá úr fjarska..
Elska þessa mynd..
Það er ótrúlega gaman að taka svona stjörnuljósa-myndir..
Nóg af flugeldum! um að gera að styrkja björgunarsveitirnar!
Jón Steinar tók þessa..
Þessa líka..
Bloggar | 5.1.2011 | 01:25 (breytt kl. 01:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loksins, loksins eru allar einkunnir komnar í hús..
er nokkuð sátt við einkunnirnar.. en ég fékk
(í leiðinlegasta faginu, að mínu mati) fjárhagsbókhaldi fékk ég 6.. meðaleinkunnin var 4,65 og 40% fall.. var nr. 15-16 af 33
Í markaðsfræði fékk ég 8.. meðaleinkunnin var 5,02 og 33% fall.. ég var nr. 2-4 af 33 í röðinni (einn með 9 og 3 aðrir með 8)
Í stjórnun fékk ég 8,5 meðaleinkunnin var 5,25 og 30% fall.. ég var nr. 1 af 26 í röðinni.. hæsta einkunn
Í stærðfræði fékk ég 9 og meðaleinkunnin var 5,8 og 30% fall. ég var nr. 7-10 af 49 í röðinni.. það munaði 0,03 að ég fengi 9,5 en kennaranum fannst svörin ekki nógu skír og skilningurinn því ekki nægur til þess að fá það.. frekar mikið bögg!!
Í vinnulagi fékk ég 8,5 og meðaleinkunnin var 5,6 og 34% fall.. ég var nr. 2-3 af 47.. s.s 1 annar með 8,5 og einn með 9..
Ég er því með meðaleinkunnina 8 á fyrstu önnina mína í háskóla.. ég er þokkalega sátt við það þar sem ég þarf að hafa þvílíkt mikið fyrir því að læra.. enda var ég alveg útbrunnin fyrir síðasta prófið.. ég lærði endalaust í mánuð fyrir og í kringum prófin, eða 8-14klst á dag.. alla daga! ég vissi alveg að ég ætti erfiðara með að læra en aðrir þar sem ég er með lesblindu og skrifblindu.. en ég gerði mér grein fyrir hvað það munar miklu. Ég fór í nýja lesblindugreiningu á önninni og þar kom m.a fram að 15 ára krakkar lesa að meðaltali 80%hraðar en ég!! 80% hraðar!! það er rugl!
að vera lesblindur og vera lesblindur er alls ekki það sama.. það er misjafn hversu mikil áhrif þetta hefur á fólk og hversu vel fólk er búið að vinna með þetta.. þannig ekki halda að allir þeir sem eru lesblindir lesi svona hægt... fyrir utan þetta var líka slakur lesskilningur ofl. en best fannst mér að talað var um að stafsetningin væri styrkleikinn minn af þeim atriðum sem lesblindir eiga í erfileikum með.. mér finnst það best því mér finnst ég alltaf skrifa svo hræðilega vitlaust..! hehe.. en ætli að ég hafi ekki æfst í því henni með því að blogga svona mikið eins og ég geri :)
og hey.. fóturinn minn er voða duglegur.. labba stundum nánast alveg venjulega.. ég gat hjólað í 16 mín í dag og svona.. má þó ekki reyna hlaupa/labba fyrr en fyrstalagi eftir viku.. en þetta lýtur vel út.. þ.e.a.s mér líður ágætlega í fætinum.. hann hinsvegar lýtur ekkert rosa vel út sjálfur eins og sjá má á þessari mynd..
Ég veit ekki hvort það sé nógu skírt á þessari mynd en ég er allavega marin upp á legg, í kringum ökklann og niður á ristina.. ennþá svolítið bólginn en hún er þó farin að minnka..
Bloggar | 30.12.2010 | 02:32 (breytt kl. 02:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú kemur smá dramatísk saga af æfingunni áðan..
Í upphituninni þá kemur Dröfn til mín, hún sem er búin að búa út í Danmörku í svolítinn tíma og er núna heima um jólin. Hún segir " til hamingju með allan árangurinn.. frábært alveg.. og þú ert ekkert búin að vera neitt meidd lengi.. " og ég svaraði "Takk fyrir það.. en ég er líka hætt í því.. hætt að meiða mig.. passa mig bara vel.. :)"
Við förum svo inn í fimleikahúsið og erum að gera æfingu þar inni.. erum að gera allskonar hopp á svona loftgólfi.. svona gólf sem er eins og hoppukastalar eru gerðir úr og maður hoppar alveg rosa hátt.. Svo erum við að gera svona jafnfætishopp, hné í brjóst.. og í einni lendingunni misstíg ég mig, svaka smellur heyrist og ég hníg niður og rúlla mér útaf... Olga fimleikaþjálfari sem var einhverstaðar allt annarstaðar í húsinu var fáránleg fljót að koma og byrjuð að vefja á mér ökklann.. greinilega vön ökklameiðslum hjá fimleikastelpunum..
Þetta var alveg fáránlega vont.. en ég náði stjórn á mér eftir smá stund.. ég fann það mikið til að ég var nokkuð viss um að þetta væri eitthvað sem tekur lengur en viku að lagast.. ég hugsaði þá jákvætt að það væri betra að meiðast svona fyrir innanhús tímabilið frekar en utanhús tímabilið.. innanhús tímabilið er ekki alveg eins mikilvægt.. og ég gæti alveg haldið áfram að æfa e-ð þó ég gæti kannski ekki hlaupið strax.. verið bara t.d dugleg að lyfta og massa mig upp.. og komið svo mega sterk og öflug inn í sumarið
Þegar 20 mín voru liðnar átti ég að taka vafninginn af.. og fara heim og haldið áfram að kæla og þrýsta á ökklann.. ég var búin að undirbúa mig fyrir það versta þegar ég var að taka vafninginn af.. í fyrstu var eins og ökklinn væri ekki einu sinni mikið bólginn.. en þá tók ég eftir því að hællinn var allur fjólublár/grænn/gulur.. og ég fríkað út og fór að hágrenja að ég gæti ekkert hlaupið og ég ætlaði að keppa á 29. des.. og nú var allt ónýt.. ég reyndi samt að segja við sjálfan mig upphátt að þetta væri ekki svona slæmt.. en það var samt svo erfitt.. þar sem ég hlakka svo til að fara að keppa því ég hef ALDREI verið í eins góðu formi eins og núna.
Ein stelpa sem er að æfa fimleika er sjúkraþjálfari og hún kom og ýtti og skoðaði fótinn og sá ekki að þetta vær neitt alvarlegt.. og þá var hællinn líka orðin venjulegur á litinn.. líklegast hefur blóðflæðið verið bara svona lítið þegar ég var vafin og orsakað þennan ógeðlega lit á fætinum.. ég prófaði að stíga í fótinn og það gekk.. þ.e.a.s að ég get gengið illa, haltrað..
Núna eru 3 klst. síðan þetta gerðist og ég er ennþá að drepast í fætinum.. tók samt e-h 1000mgr verkjatöflur stuttu eftir þetta og nýlega búin að taka inn 600mgr. íbúfen.. fóturinn er orðin svolítið bólginn..
Ekki laust við að þetta riðli plönum næstu daga en ég verð bara bíða og sjá.. þetta er alveg örugglega ekkert alvarlegt þar sem sjúkraþjálfarinn gat ekki fundið neitt.. og ég veit að þetta er ekki slitið liðband eða sprunga í leggnum því ég hef lent í því á þessum fæti.. og hann er því mögulega e-ð viðkvæmari fyrir þessu..
p.s Sigga þjálfari er svo mikið krútt hún var alveg miður sín og var næstum farin að gráta með mér..
Bloggar | 27.12.2010 | 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aðfangadagur er runnin upp.. þetta eru góð jól... það er ekkert stress hjá mér fyrir þessi jól.. það er snjór úti.. og ég borðaði möndlugraut áðan.. fjölmennasti möndlugrautur sem ég hef upplifað.. ótrúlega gaman.. Grauturinn hefur verið á stóru-sandvík 5 síðustu 20 skipti.. og alltaf fjölskyldan hér.. svo flutti mamma.. og svo fór jóhanna að til tengdó í graut.. svo flutti gummi til USA og svo er Jói ekki hjá okkur núna um jólin þannig ég og Pabbi vorum bara ein eftir.. ekki mikil stemming í að vera 2 í möndlugraut..
Þannig ég talaði við Sólveigu.. sem er eiginlega eins og systir mín.. hvort við ættum nú ekki að hafa möndlugraut saman.. fjölskyldan hennar er ekki vön að hafa svoleiðis því í gamla daga fóru alltaf hinir krakkarnir að grenja ef þeir fengu ekki möndlugjöfina.. þannig þessu var bara sleppt.. hehe..
Við vorum alls 10 að borða graut saman.. og loksins fékk ég ekki möndlugjöfina.. orðin frekar þreytt á að fá hana ALLTAF örugglega búin að fá hana síðustu 10 árin! það var nefnilega þannig að sá sem fékk möndluna átti líka að lesa af pökkunum seinna um kvöldið.. áður fyrr var það voða mikið sport.. en það er eiginlega bara kvöð núna.. Því tóku bræður mínir sig alltaf saman og svindluðu.. voru vissir um að ég fékk alltaf möndluna.. hvort sem það var að setja möndluna í minn disk og setja hann hjá mér.. eða allir voru látnir fá möndlu og enginn mátti segja svo það liti út fyrir að ég væri ein með möndluna.. sniðugir! hmmm..
Ég slepp reyndar ekki við að lesa á pakkana.. En litla frænka hjálpar mér við það.. bráðum getur hún farið að lesa á pakkana..
að lokum ..
hér er Jólakveðja til ykkar yndislega fólk.. tekur smá stund að hlaðast in.. sirka 30 sek.. (þið eigið svo að klikka á það sem stendur "click")
Fjóla Jóla!
Bloggar | 24.12.2010 | 13:32 (breytt kl. 13:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er í fyrsta skipti sem það verður altunglmyrkvi á vetrasólstöðum síðan 1638.. á morgun 355. dagur ársins.. 65 ár síðan að Ölfusárbrúin var opnuð... Samuel L. Jackson á afmæli.. og já.. ég líka :) ég er 21 árs á 21. des..
Það er orðið svolítið langt síðan ég bloggaði síðast.. enda var svolítið mikið að gera í lærdóm.. yndislegt að komast í jólafrí.. langaði helst að sofa bara og sofa .. og síðan dansa og dansa.. og svo kannski borða og borða.. ég er ennþá í þessu sofa sofa... hehe...
Svo var ég að keppa áðan.. gekk e-ð misvel í greinunum en náði þó að bæta mig aðeins í 600m 1;49:51... sem er þá einnig HSK-met.. hefði þó getað hlaupið hraðar.. en var ekki í mikilli keppni og á erfitt með að átta mig á hraða í þessu hlaupi.. enda er það ekki oft hlaupið.. hlakka til að keppa á fleiri mótum og ná að bæta mig meira.. veit það á eftir að gerast :)
hér koma nokkrar myndir til að lífga upp á stemminguna..
Við erum komin suður í jólafrí gott fólk!! lífið er yndislegt :)
Jólamyndin í ár frá Klettastíg :)
Jóla kertin okkar..
Við gátum ekki séð út föstudaginn 17. des. þegar við ætluðum heim.. það var búið að snjóa fyrir gluggana!
En svona var s.s útsýnið.. Jón Steinar gat ekki einu sinni náð í mig í skólann vegna ófærðar.. og það tók mig 15 mín á jeppa að komast þessa leið.. sem á að taka 3 mín
ég gaf mér samt tíma til að baka dýrindis lakkrístoppa.. nammi namm..
Ég og Dýrleif vorum að skreyta piparkökur í gær.. Jóhanna fékk að hjálpa okkur smá..
Piparkökurnar eftir skreytingu:)
Síðan skreyttum við jólatréð í dag.. jólin eru alveg að koma
Bloggar | 21.12.2010 | 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Prófin eru á næsta leiti.. fyrsta prófið 7. des.. og búin 17. des.. það er ekki laust við það að það sé stress í manni.. sem er ekki nógu gott.. því þegar maður er stressaður þá lokast fyrir allt og maður getur ekki..
Ég er búin að vera læra núna t.d fyrir STÆ prófið.. og þegar kennarinn er er búinn að segja að hann náði ekki að klára síðasta próf á þessum 3 klst sem við fáum.. að vísi notaði hann ekki tækni reiknivélarinnar.. en sama.. hann er kennarinn! og formúlublaðið sem við fáum er 21 bls! svona til að gera ykkur semí grein fyrir því hvað þetta er mikið efni, formúlur og aðferðir.. í vikunni var ég að læra með 2 öðrum stelpum og við vorum t.d 3 klst að leysa 15% dæmi.. öööö...
Síðan í dag þegar við vorum að reikna í fjárhagsbókhaldi þá vorum við allan dag.. frá kl 9-16 (með 30mín pásu) að reikna eitt 40% dæmi á gömlu prófi!!! fáum reyndar 4 klst í því prófi!!
Ég er s.s ekk beint stressuð að ég kunni ekki neitt heldur að ég fari í tímastress og geti ekkert!! kræst.. þannig eins gott að maður nái að halda sér rólegum í prófinu!
jæja.. best að fara hald áfram að gera e-ð að viti!
Ein tóm gleði!
Bloggar | 2.12.2010 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ÉG NENNI EKKI AÐ LÆRA!! Ég bjó til plan í gær út 17. des.. og hver dagur inniheldur 8-10 klst af lærdómi! ekki hjá því komist ef ég ætla að geta e-ð á þessum prófum! einnig er líka planið að alltaf eftir kl 22 þá verður pakkað inn einhverri jólagjöf..;) en ég er strax ekki að nenna að læra!
Ég var að keppa í gær, hérna í boganum.. maður er ennþá þungur á sér, þreyttur ofl. eins og flestir eru á/í kringum undirbúningstímabilið... Þá er maður ekki með væntingar um bætingar.. allavega á þessu móti.. En ég var furðu nálægt mínum persónulega-besta árangri.. sem er rosa jákvætt.. nokkuð víst að ég sé að fara að bæta mig í jan/feb.. :)
Tók þessa mynd í gærkvöldi þegar ég var búin að taka fastafléttuna úr mér... alltaf þegar ég keppi er ég s.s með fastafléttu í toppnum..
Bloggar | 28.11.2010 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
..... eða Fjóla á hlaupum er titillinn á nýju hasarmyndinni minni!(Ég og Agnes bjuggum til þennan titil saman.. vona að ég hafi skrifað þýskuna rétt!!)
Á æfingu á fimmtudaginn var ég að taka over speed spretti.. sem virka þannig að ég er toguð áfram og hleyp miklu hraðar en ég get í raun hlaupið.. Æðislega gaman að taka svona spretti..á fimmtudaginn hljóp ég svo hratt og í góðum fíling að ég fékk svona tilfinningum að ég væri í einhverri hasarmynd.. að leika hetjuna sem er að elta vondagaurinn sem er á flótta.. því gaurinn sem er á flótta hleypur alltaf hægt og baða öllum öngum og oft emjandi e-ð af hræðslu.. svo kemur gaurinn sem er að elta þennan gæja og hleypur bara eins og e-ð vélmenni á ógnar hraða.. einu hljóðin frá honum er kröftugur og takktfastur andadráttur..
Ég var bara nkl. að fíla mig þannig.. hljóp svo hratt.. eins og e-ð vélmenni eða ljón að elta brá sín..! heyrði eiginlega bara andardráttinn í sjálfri mér og svo öskrin í æfingafélögunum að segja mér að hlaupa hraðar.. koma svo! koma svo! áfram!! Keyra svo Fjóla!!!!
Ég veit ekki hvort ég nái að koma fram þessari góðri stemmingu sem var hjá mér á æfingu á fimmtudaginn.. en það var æði :)
p.s fékk líka ræði frá þjálfaranum um hvað Hreystis próteinstangirnar (sem ég er alltaf að borða)væru ótrúlega góðar!! í stuttu máli var hann hann að tala um hvað þetta er gott prótein og hvað það væri ótrúlega gott að borða þetta á/strax eftir æfingar!
Bloggar | 27.11.2010 | 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búin að vera að vinna í myndum í mest allan dag.. bæði fyrir massa flott dagatal sem mfl. HSK/Selfoss er að fara að selja í des.. og svo þessar myndir..
Jólaljós!
Lakkrís-rískökur!
Þið getið séð fleiri myndir hér:
Hér er svo stutt video sem ég setti saman af nokkrum upptökum 12. og 13. nóv!
Fáum vonandi fleiri video eftir jól.. Þar sem hún bilaði 13. nóv.. en myndavélin er lögð af stað í ferðalagi til USA og fæ vonandi nýja!
Bloggar | 22.11.2010 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar