Feeling good!

Ég og Nína byrjuðum daginn með trompi.. kl 8 í morgun á leiðinni í skólann þá var þetta lag í útvarpinu:

og allt sett í botn!

æðislegt lag.. góður taktur.. góð orka.. love it!! 

Ég  var aftur í sjúkra þjálfun í dag.. og ég er svoo spennt.. hann talaði um í dag að kviðvöðvarnir væru búnir að aðlaga sig að því hvað mjaðmagrindin er snúin og ég öll skökk sem örsakar það m.a að ég brotna í mjöðmunum þegar ég er að taka á því.. þ.e.a.s að ég bogna, eða minna mig.. svona eins og ég sitji aðeins... og þetta er svooo mikið vandamál hjá mér í frjálsum.. því ég er alltaf svo brotin í öllu sem ég geri.. og það minnkar getuna mína svo mikið því ég er í raun að minnka mig  um svona 10-15cm auk þess að ég nýti kraftinn í líkamanum lítið.. það sem ég er að segja er að þegar ég næ að laga þetta þá er ég að fara að bæta mig svooo mikið í öllum greinum að það verður æðislegt!! W00t


Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó!

Mig langaði að hringja í alla í dag og segja þeim þessar fréttir.. málið er að  mér er svo oft illt einhverstaðar, læri,kvið ofl... og búið að vera sérstaklega slæmt síðustu 3 vikurnar.. og til að gera langa sögu stutta (þar sem það er allt of flókið og langt að útskýra þetta hér.. fyrir þá sem vilja vita meira hafa bara samband við mig :) en ég erbúin að vera í rannsóknum svooooo lengi og í dag komst ég að því að ég get læknað þetta allt saman með sjúkraþjálfun! ástæðan er vel snúin mjaðmagrind og óvirkir djúplægirvöðvar..  óþarfi að vera fara e-ð nánar út í það nema hvað að sjúkraþjálfarinn sagði að þetta verður allt annað líf eftir svona 2-3 vikur þó það geti tekið einhverja mánuði að lagast alveg.. ég hef nú alveg þolinmæði í það þar sem ég er búin að vera með þetta í svo mörg ár.. !!

 ég er svo glöð!Grin

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/196414_10150204805444199_574124198_9028720_3709041_n.jpgÞessi yndislega mynd tók Silja síðustu helgi á árshátíðinni.. 

og í lokinn þá finnst mér átak gegn einelti frábært.. og hvet ég alla þá sem eru sammála eftirfarandi ummælum að setja þetta í status á facebook!

Stúlkan sem þú kallaðir feita hefur verið að svelta sig og misst 15 kíló! Strákurinn sem þú kallaðir heimskan á erfitt með að læra og lærir í 4 klst á hverju kvöldi Stúlkan sem þú kallaðir ljóta eyðir löngum stundum í að setja á sig farða í þeirri von að fólki líki við sig Strákurinn sem þú varst að fella upplifir nógu mikið ofbeldi heima hjá sér! Það er mikið meira í fólk spunnið en þú heldur! Ég er á móti einelti

 


Ekkert gefið eftir..

Ekkert lát á því hvað það er mikið að gera í skólanum og æfingunum.. Í skólanum þá var t.d heimapróf sem var opið á sun og mán.. átti að skila stóru verkefni í gær... og ég hef svo frest út morgundaginn að taka annað heimapróf sem er þokkalega stórt.. í æfingarnar eru þannig núna að ég labba oft eins og mörgæs þar sem undirbúningstímabil er í gangi núna..

Æfingin í kvöld mun ég seint gleyma.. það er búið að snjóa síðustu tvo daga en mikið í dag.. og það var massa hlaupæfing úti á vellinum fyrir lyftingaræfingu.. Þegar við mættum á völlinn þá voru 2 innstu brautirnar auðar, enda upphitaðar.. en svo fór að snjóa.. og ekkert lítið.. ég held að það geti eiginlega ekki snjóað meira.. það var það mikil snjókoma að það leit eiginlega út eins og massa þoka.. og við áttum eftir að gera alla æfinguna.. sem var (eftir upphitun) 2x 600m, 2x 400m, 2x 300m og 2x 200m.. með upphitun tekur þetta klst... jæja.. eftir fyrsta 600m þá voru augnhárin frosin saman og búið að snjóa á þau og frjósa í einhverja köggla.. maður sá bókstaflega ekki neitt því þegar leið á hlaupið voru augnlokin þung og maður sá bara hvítt því snjórinn sat bara á augnlokunum!! í hvíldinni á milli þurfti ég að fara inn og klemma puttana utan um augnhárin til að bræða kögglana.. því ef ég reyndi að toga þá af tók ég bara augnhár með!!!  þetta var byrjunin.. vá er ég ánægð að hafa bara klárað þessa æfingu... því kuldastingirnir í andlitið (enda -6°C.. ég vr rauðdílótt í framan eftir þetta) voru ekki til að bæta ástandið eða snjórinn sem safnaðist rugl  hratt á brautina olli því að brautin var óslétt og sleip.. enda datt einn á hausinn og rann endilangt með brautinni.. það var reyndar frekar flott því hann náði að standa aftur upp í fallinu eftir  ca. 5 m og hlaupa áfram.. missti eiginlega engan hraða.. hehe.. 

nóg um kreisí snjó.. ég get ekki beðið eftir að taka brekkuspretti á morgun.. það er spáð -9°C og snjókomu ! jibbí W00t en ég hugsa bara um 60,50... lágmark á EM U23.. ef ég þarf að hlaupa í þessu veðri til að gera það þá er ég tilbúin í það! game on! Wizard

Ég fór á árshátíð hjá HA á laugardaginn og það var Palla ball á eftir.. leit ekki of vel út en hún Sigrún bjargaði mér alveg! ég dansaði aaaallt vit af mér.. enda var ég alveg búin á því á sunnudeginum! ég man ekki alveg hvenær ég fór síðast dansa svona mikið.. það eru einhverjir mánuðir síðan..!!

http://a4.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/200278_10150163672286654_558026653_8308276_929478_n.jpgBára og Sigrún.. algjörir snillingar.. 

 http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/189624_10150163669176654_558026653_8308219_108887_n.jpg

 


MYNDABLOGG!

Ég fékk svo að vita það í vikunni að ég væri frjálsíþróttamaður HSK 2010 en kjörinn verður íþróttamaður HSK 12.mars.. Það er alltaf gaman og mikill heiður á fá svona titla og tilnefningar. 

Nú er keppnistímabilið búið og þá er bara að fara að vinna upp skólann. Maður nær ekki alveg að halda áætlun þegar maður fer suður allar helgar! Ég er ótrúlega sátt við bikarkeppnina, þar sem hver keppandi má bara keppa í 2 greinum + boðhlaup þá var ég sett í 400m þar bætti ég mig um rúma sek!! það er svakalegt! ég hljóp á 58,35sek og þar af leiðandi nýtt HSK-met, eftir hlaupið (yfirleitt á maður bara ekki að gera meira þegar maður er búin að taka svona hlaup) en þá fór ég í hástökk! loksins var takturinn kominn inn (þar sem ég er ekkert búin að æfa hástökk neitt) og varð bikarmeistari í hástökki! endaði svo á því að taka þátt í að bæta HSK-metið í 4x400m boðhlaupinu..   Bikarkeppni snýst um liðakeppni og stóð liðið mitt sig æðislega vel! kvennaliðið endaði í 2. sæti í heildarstigakeppni og samanlögð stig þá var liðið jafn norðlendingum en þeir voru með fleiri bikarmeistara en við svo við vorum í 3.sæti. 

Nokkrar myndir af mótinu...

http://farm6.static.flickr.com/5015/5459758934_9375acae94_b.jpg

Þessa mynd tók Hermann.. 

   https://lh6.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjK57GiNI/AAAAAAAACGM/SrUlGwLu8HE/s640/IMG_7506.jpg

Allir verða að vera málaðir á Bikar..

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjLYgqtkI/AAAAAAAACGQ/_8z9-Uy0siA/s640/IMG_7517.jpgÞað er sko trommað og brjáluð læti!!

https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjN47DShI/AAAAAAAACGY/8hL00aG1Zik/s800/IMG_7542.jpgSíðan fengum við bikar og ég missti mig í gleðinni!

https://lh5.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjN3mtz6I/AAAAAAAACGc/KHTZVf5tBF0/s512/IMG_7534.jpg

aðeins oooof gaman! þokkalega sátt við bikarinn :)

Til að toppa helgina þá fór ég í sveitina mína... og smellti nokkrum myndum þar líka :)

https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjPWvlGkI/AAAAAAAACGg/R3uyn7uWDXk/s576/IMG_7594.jpg

Vinur alltaf jafn flottur :)

https://lh5.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjPVMj88I/AAAAAAAACGk/IWboxBeZLfw/s720/IMG_7566.jpghahaha.. ég elska þessa mynd! Litla er eins og einhver lítill púki í rauðagallanum.. Svo er e-ð svo ótrúlega vorlegt á þessari mynd.. og þessi rúlla upp á hjallinum alltaf jafn fyndinn, hjallurinn var að fjúka einu sinni og þá var bara skellt rúllu ofan á þakið.. en svo seinna fauk þá bara annar hluti af hjallinum eins og sést á myndinni...

 https://lh5.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjTGckr3I/AAAAAAAACGw/uPoYlFgQB40/s640/IMG_7611.jpg

Vinur í fótbolta.. fátt skemmtilegra en boltinn!https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjTFDfq6I/AAAAAAAACGs/cSYOsIiUbxw/s720/IMG_7629.jpg

Svo  var sko blásið sápukúlur!

 https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjUEAyXqI/AAAAAAAACG4/axG78nCKmVg/s640/IMG_7633.jpg

meiri kúlurTounge

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjVBbTU8I/AAAAAAAACG8/Wt_srSFmflQ/s912/IMG_7646.jpg

Flottast á þessari mynd er hvernig húsið speglast í kúlunni..

https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjWLBqavI/AAAAAAAACHE/_rnGHG5cs8o/s512/IMG_7657.jpg

Þessi mynd er alveg mögnuð.. alveg eins og hún sé klippt saman e-ð.. 

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjXbYyReI/AAAAAAAACHI/9GOv2R-ZGDc/s720/IMG_7688.jpgHlakka til í sumar þegar ég verð alltaf í sveitinni...

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TWwjYKbnvoI/AAAAAAAACHM/qb-14Dh1ZEc/s720/IMG_7581.jpgFræið er komið úr freskjun.. rosa góð uppskera og góð spíra á fræjunum.. ekki við öðru að búast.. 


og þá fékk ég hnetuofnæmi!

ég er eiginlega ekki alveg að ná þessu.. ég s.s var að smakka allt sem ég fékk í sárabætur (sem ég talaði um í síðasta bloggi) og meðal annars var ég að borða svona heilsunammi, ávexti og hnetur húðaðar í jógúrti eða súkkulaði.. og stuttu seinn fer mér að líða undarlega í hálsinum.. eins og tungan sé að bólgna.. og frekar dofin í kokinu og var alltaf að kyngja.. það varð ekkert verra en það.. þ.e.a.s ég gat alveg andað og allt.. 

En þar sem ég var búin að smakka svo mikið nýtt þá var ég ekki alveg 100% að það væri hneturnar sem voru að orsaka þetta.. og ég prófaði að bíta oggu posnu lítið brot af einni hnetu og fékk strax sömu viðbrögð.. miklu hraðar en fyrr um daginn.. 

Ég ákvað að hringja í lækni eða hjúkrunarfr. e-ð til að ath. hvað ég ætti að gera.. ég hringdi á sjúkrahúsið og  konan benti mér bara á að tala við vakthafandi lækni.. lét mig fá símanúmerið hjá honum.. og hann talaði ótrúlega hátt en samt rólega.. erfitt að lýsa því.. en samtalið var svona

"VAKTHAFANDI LÆKNIR"
"já góðan daginn, ég var að spá..." komst ekki lengra því hann greip fram í..
"má ég hringja í þig á eftir?"
"ha? öö.. ja?"
"hvað er númerið?"

Svo skrifaði hann númerið og hringdi 3 klst seinna!! en hann sagði að ég væri klárlega með hnetuofnæmi.. það færi ekki milli mála.. og svona ofnæmi geta bara komið allt í einu upp.. það er ekki ár síðan ég byrjaði að borða hnetur.. samt finnst mér alveg ömurlegt að geta ekki borðað þær! en það skiptir greinilega ekki mála hvernig hnetur þetta eru því ég borðaði óvart aftur hnetu í dag, hélt það væri súkkulaðirúsína.. og fékk strax þessi viðbrögð.. ég held ég þurfi að drífa í því að kaupa ofnæmislyf... mér finnst þetta samt bara fáránlegt.. 

http://www.mbl.is/mm/img/tn/200/gs//2004/03/14/GOL952C5.jpg

Svo er bikarkeppnin á morgun.. allir að mæta!!


Það borgar sig að kvarta!

Ég bloggaði um það um daginn að ég fékk Pine mouth eftir að hafa borðað furuhnetur frá Gottfæði sem er fyrirtæki sem tilheyrir Nathan & Olsen.

Ég hringdi í fyrirtækið og lét vita af atvikinu og talaði við yndælis konu, sem heitir Gunnhildur.. við töluðum aðeins um þetta g hún útskýrði betur umfjöllunina í fjölmiðlum og það væri verið að rannasaka allt og hún var mjög ánægð að ég skildi hafa samband.. en ánægðri að ég var ekki búin að borða allan pokann þannig ég sendi þeim restina.. 

Ég var núna að fá sárabætur fyrir atvikið.. þ.e.a.s segja kassa fullan af ýmsum vörum frá þeim sem eru:

  • Axa honningristet müsli(múslí)
  • Betty crocker devel's food Cake  mix (til að búa til köku)
  • Betty crocker súkkulaði krem
  • Country Cookies (kex með kókos bragði)
  • Carr's kex (svipað og te-kex)
  • Dove sápa
  • Luxus skúllulaði og jógúrt húðaðar hnetur og ávextir (heilsunammi)
  • Sun maidrúsínur
  • Pop secrat kassi
  • Carmel 4x
  • Green &black's súkkulaði
  • lipton berja te
Ágætur slatti af allskonar vörum sem ég mun nýa mér til hins ýtrasta!  þannig það  borgar sig ef maður er óánægður að láta vita af því því yfirleitt alltaf fær maður einhverjar bætur.. Wink
http://zengerfolkman.files.wordpress.com/2010/12/gift.jpg
Það er ekki leiðinlegt að fá pakka!

 


nærri búin að drekkja tveim eldri mönnum!

nei, okey kannski ekki alveg..

Ég var s.s í sundi áðan og þeir sem hafa prófa nuddtækið í sundlauginni á Akureyri vita hvað  krafturinn er öflugur.. ég var s.s að fara að nudda á mér bakið.. og var e-ð að brasa við að stilla þetta, ætlaði að reyna að færa stútinn meðan tækið var í gangi..

og þá kom jón og talaði í tón eins og Georg Bjarnfreðarson "það stendur hér með skýrum stöfum að það eigi að slökkva á tækinu áður en stúturinn er færður" og benti á einhvern miða sem var þarna.. og svo færi hann stútinn fyrir mig.. en það var ekki nóg þannig ég færði hann svolítið mikið upp.. og kveikti á tækinu..

...

....

og bunan fór auðvitað beint upp í loftið og beint framan í tvo aldraða menn sem voru á móti mér.. og eins og fyrr sagði þá er krafturinn ekkert lítill! og ég náði ekki strax að slökkva var e-ð að berjast við strauminn og endaði með því að Jón Steinar þurfi að slökkva eftir smá stund.. og þá sagði grey gamli maðurinn sem var ennþá að reyna að ná andanum "maður þarf að slökkva á tækinu áður en maður stillir það" haha.. .. þeir spurðu líka Jón Steinar líka að því hvort hann hefði örugglega próf á þetta.. LoL en svo hlógu þeir bara að þessu sem betur fer því við vorum í hláturskrampa! þetta var svo ótrúlega fáránlegt.. 

ég reyndi að halda áfram í nuddinu en var eiginlega að drekkja sjálfri mér því ég gat ekki hætt að hlæja og gat ekki staðið í lappirnar!W00t

http://www.rca.ac.uk/UploadedImages/water%20in%20face.jpg

Þetta var eiginlega alveg eins og þetta.. nema maðurinn var ekki í fötumShockingDevil


náði ekki að bæta mig en gullið staðreynd..

eins og ég sagði í síðasta bloggi þá var markmiðið minn besta árangur.. en það náðist ekki.. ég endaði 3.377stig.. eða 97stig frá mínu persónulega meti..  ég get ekki sagt að þetta hafi verið e-ð frábært árangur í sjálfum sér.. ég bætti mig ekki í neinu.. en jafnaði mitt besta í langst. og alveg við mitt besta í 800.. eða nánar tiltekið ...

Ég er ekki að æfa þraut lengur, heldur 400m grind.. og ákvað samt að keppa í þraut því það er svo gaman.. og ég var kannski með aðeins of miklar væntingar.. því ég ætlaði að bæta mig í öllu.. er það raunhæft þegar ég er ekki að æfa þessar greinar? held ekki.. 

Ég hljóp á 9.36. í 60mgr. en á 9.21 í þraut.. en ég hef alveg miss niður hraðan sem ég var búin að vinna í áður en ég meiddi mig og allt það.. en þetta er þó hraðasti tími ársins hjá mér..

í hástökkinu fór ég  160cm.. en ætlaði mér yfir165.. sem ég hef hoppað yfir inni.. en hæsta á þessu ári..

 Í kúlunni gekk rosa illa.. kastaði rosa langt og gekk vel í upphitun.. en svo var kast nr. 1 lélegt, steig á plankann og fipaðist e-ð.. nr. 2 fór kúlan beint upp og alveg glatað.. og nr. 3 missti ég kúluna!

Þá fór ég í fílu og fannst þetta ekkert skemmtilegt og sá fram á að ég væri ekki að fara að bæta mig.. eða að það yrði erfitt.. ég þurfti aðeins að jafna mig og átta mig á að ég væri að taka þátt í þessu til að hafa gaman og markmiðið er að ná 60.50 í 400m grind í sumar.. eftir að hafa lífgað upp á stemminguna í hausnum á mér náði ég að jafna mitt besta í langst. innanhús.. 5.17.. svo var annað stökk sem var 5.16 en það var langt fyrir aftan.. allavega 5.30 frá tá.. sem hefði verið töluverð bæting.. endaði svo á að vera alveg við mitt besta í 800 eða 14/100 úr sek frá mínu besta.. 

Þrátt fyrir allt dugði þetta til sigurs... Nokkuð viss um að stuðningur frjá Mæju siss, Steina og Ísold hafi átt þátt í sigrinum! og þá er bara eitt mót eftir á þessu tímabili næstu helgi.. BIKAR! 

mynd með verðlaunapeninginn í dag.. ennþá sveitt eftir 800m! haha.. 

https://lh4.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TVg0fb02WgI/AAAAAAAACFI/gQ_boBUWwm4/s640/IMG_7501.JPG


mbl.is Sölvi og Fjóla Signý meistarar í fjölþrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flughræðsla..

og komin til Reykjavíkur einu sinni enn.. reyndar stutt stopp þessu sinni þar sem ég tók flug áðan og til baka eftir keppni á morgun.. Ég keppi s.s bara á morgun og það í 5 greinum.. enda er ég að fara að keppa í fimmþraut. Alltaf gaman að taka þátt í þraut.. ég hef mest náð 3474 stigum.. stefnan er auðvitað að bæta það :)

Mig langar aðeins að tala um flughræðslu.. ég var fyrir nokkrum árum alveg svakalega flughrædd.. (reyndar sjúklega lífshrædd!!) en þar sem það er ótrúlega pirrandi að vera hræddur og hindrandi.. og t.d að vera flughræddur það bætir ekki neitt.. það eina sem það gerir að mann líður ömurlega.. eyðileggur flugið fyrir þér og jafnvel öðrum og maður er oft allan daginn að jafna sig.. það er ekki eins og flugvélin hrapi e-ð síður ef ég er grenjandi.. !

þannig ég var alltaf að segja þetta við sjálfan mig og bara tekist ágætlega að takast á við þetta.. allavega mjög langt síðan að ég hef t.d farið að grenja í flugi (af hræðslu).. erum að tala um að ég kom grátbólgin út úr vélinni eftir að hafa flogið frá bakka yfir til eyja!! (það tekur ca. 4-5 mín að fljúga þarna yfr!!)

Ástæðan að ég hef þörf fyrir að tjá mig um þetta er að ég var í flugi áðan.. sem var ekkert rosa fínt.. ekki alveg hræðilegt.. en það byrjaði frekar illa.. hoppaði og skoppaði.. meira en venjulega.. og ég byrjaði að panika.. og anda hratt.. og roðna.. svitna í lófunum.. og horfa í kringum mig.. eru aðrir rólegir? allavega var útlendingurinn hliðn á mér ekker mjög rólegur hann var búinn að opna  lesbókina en sat bara stjarfur og horfði á sætið fyrir framan sig..  og það er helst þegar ég sé annað fólk sem er e-ð órátt eða ekki í nógu góðu jafnvægi þá finnst mér ég verða vera róleg og tilbúin að aðstoða aðra við að vera rólegir líka.. 

Þannig til þess að reyna að dreifa huganum eða halda mér í jafnvægi.. þá tók ég upp bæklinginn sem sýnir hvað maður á að gera ef flugvélin hrapar! haha.. ég er svo klikkuð!

Ég s.s skoðaði leiðbeiningarnar og var búin að ákveða nkl. hvað ég mundi gera þegar flugvélin færi að hrapa og svo hvað ég mundi gera ef við mundum lenda í sjó.. hvað væri langt í næstu neyðadyr og hvernig ég ætti að opna hana..  og líka hvað við mundum gera ef við mundum brotlenda á landi.. og var búin að búa til alla mögulega aðstæður.. og fara í gegnum skyndihjálpkunnáttuna mína og hvað eina.. 

hversu klikkaður er maður? svo fór ókyrrðin að róast og ég náði að slaka á..  mig langar svolítið að forvitnast um það hvort það er einhver hér sem flughræddur og hvað viðkomandi gerir til að vinna gegn hræðslunni? hvort að viðkomandi segir við sjálfan sig "að flugvélin hrapi ekkert síður þó ég sé hrædd"... og skipuleggur hvað maður mundi þá gera ef flugvélin mundi hrapa eða er ég bara svona klikkuð?

Ég er reyndar ótrúleg með það að ímynda mér allar mögulegu aðstæður fari á vesta veg og hvað ég mundi gera í þeim aðstæðum..ég ræð bara ekki við þetta.. Shocking

http://nothingtotweetabout.com/images/us_airways_plane_crash_hudson_river_nyc_11.jpg

Í þessum aðstæðum væri röðin svona: krjúpa niður á meðan flugvélin væri að falla til jarðar og ég mundi teygja mig í björgunarvestið sem er undir sætinu og halda utan um það.. og þegar skellurinn er kominn mundi ég rísa upp sem fyrst og setja vestið á mig og fara eins rösklega að dyrunum(sem voru fyrir aftan mig..) og kippa i spottana svo það mundi blásast upp og snúa handfanginu til hægri, draga djúpt andann, og ýta á dyrnar og  út.. synda upp og strax í áttina að landi.. 


Fjölkornabrauðið!

Vegna fjölda áskoranna þá ætla ég að skella inn uppskriftinni af þessu æðislega fjölkornabrauði sem ég er alltaf að baka þessa dagana..  þetta er mjög einfalt og þarf ekki að eiga e-ð brauðform e-ð álíka..Uppskriftin er s. s svona:

Fjölkornabrauð

Innihald:
5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
1 dl haframjöl
1/2 msk fínt þurrger
1/2 - 1 tsk salt
2 msk matarolía
1 msk hunang eða agavegsýróp
2 dl volgt vatn
2 dl volg mjólk
(ég hef bætt við 1 dl af fræjum ofan í..ég læt graskera og sólblómafræ..mæli með því ef ykkur finnst þessi fræ góð..má alveg eins setja e-ð annað fræ)


Hita vatn og mjólk - fingurvolgt. setja gerið útí gefa þessu smá stund að vinna saman.
svo eru þurrefnin bara sett útí og hvíta hveitið síðast.

Hefast í 20 - 30 mín.
Pensla með eggi ( ég strái svo fræ ofaná, ég nota hörfræ og sesamfræ)
skera 3 - 4 rendur í brauðið... verður flottara svoleiðis
Hefast aftur 15 - 20 mín

Baka við 180°c í ca 15 - 20 mín

 https://lh3.googleusercontent.com/_z1v0Iq50LP0/TThxuVKJhNI/AAAAAAAACDs/A1uLDiYQpvk/s720/IMG_7239.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband