Keppi á morgun!

Ég ákvað endanlega að ég mundi keppa á morgun á RIG eða Reykjavík International Games.. það hefur samt margt sem er búið á móti því.. þar sem í fyrstalagi missteig ég mig 27. des.. og ekki búin að geta/mega hreyfa mig.. og 10 dagarnir á undan því var ég lítið búin að hreyfa mig.. próflok og ég að komast suður.. jólin, íþróttahúsið lokað yfir hátíðarnar og svona..

En ég mátti fara að hlaupa sl. mánudag.. en gat ekki því ég var svo lasin..ég  var mjög lasin alveg í heila viku.. en það var svo að lagast og ég gat farið á æfingu á miðvikudaginn.. þá heyrði ég að það spáði mjög vondu veðri á fimmtu-/föstudag og óvíst að ég kæmist suður! ég er reyndar ennþá með hósta og smá hor.. en samt alveg hress..

Æfingin á miðvikudaginn og í gær gekk vel..(reyndar með hrikalegar harðsperrur þar sem ég er ekki búin að hreyfa mig svo lengi og líkaminn slappur eftir veikindin) er svona að vinna upp traust á fætinum. finn að ég er mikið að passa mig en batinn á fætinum er alveg ótrúlega miða við hvað ég tognaði illa.. ég er ekki að fara að hoppa strax en ég treysti mér til að hlaupa.. og mun keppa í 400m á morgun sem er kl 14.00 og er í beinni á rúv!

Undirbúningurinn er ekki beint sá besti.. en þrátt fyrir það held ég að það verði góð reynsla í það minnst að hlaupa þetta hlaup.. það er ekki alltaf sem maður getur hlaupið hlaup eins og þetta, þ.e.a.s gott keppnishlaup,keppni.. og ég þarf allavega nokkur hlaup til að koma mér í gang.. þannig ég þarf bara að hlaupa nógu mörg hlaup til að ná sem bestum árangri.. ég á 59.60sek í 400m spurning hvort ég bæti það á morgun ásamt að bæta þá HSK-met W00t

http://www.hsk.is/img/fretta_myndir/large/frjalsar_fjola_spjot_2010.jpg

Spurning hvort ég fari bara að einbeita mér að kastgreinum meðan fóturinn er að lagast.. neee.. tæplega.. hehe.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun sitja spennt og horfa á þig! Gott gengi á morgun ;)

Guðmunda Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 00:32

2 identicon

Getur maður ekki bara komið í Höllina og séð þig þar ?? Kostar inn ?

Mæja (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 08:14

3 Smámynd: Fjólan

Góla: TAKK!

Mæja: jú, það geta allir komið og horft á mótið í höllinni.. en það kostar inn.. 1000kr eða 1500.. er ekki alveg viss..

Fjólan, 15.1.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband