brjálað að gera.. eins og kannski alltaf.. ég alltaf að gera allt í einu.. haha.. En vildi bara rétt minna á að ég sé á lífi.. og kannski svona helst sem er að frétta..
- er mega dugleg að æfa og finn að ég er að bæta mig.. bæði miða við hvernig mér gekk að gera svipaðar/eins æfingar fyrir ári og svo núna.. Einnig er ég að ná að gera hluti sem ég hef ekki náð áður.. þá ber hæðst fimleikaæfingarnar.. hehe.. ótrúlegur sigur.. sérstaklega að ná að gera flott höfuðsstökk! svo náði ég t.d á mánudaginn rosa góðum uppstökkum í langstökk!
- Gengur vel í skólanum.. ég er svona semí með þetta "under control" en næstum því ekki.. hehe.. verð bara að halda áfram að keppast við að læra öllum stundum og þá ætti þetta að hafast allt saman.. skólinn að klárast.. flestir tímar klárast á morgun.. örfáir í næstu viku og svo bara prófalestur!!
- ég er orðin alveg steikt á stærðfræði eftir sunnudaginn.. var í stærðfræði í ca. 7 klst.. og er varla búin að sofa síðan því ég er alltaf að reikna allar nætur.. get ekki fundið lausnina, eða finn ekki rétta formúlu og allt svona!
- Konukvöldið hjá háskólanum var síðasta laugardagskvöld.. ég var módel í einni tískusýningunni þannig ég fór í greiðslu, förðun og hvað eina.. og ég fékk að nota prinsessu-kjólinn minn.. vara rosa fín.. hendi mynd af því í næsta bloggi..
- það var rugl mikill snjór hérna á laugardaginn.. það var búið að snjóa alla vikuna og svo kom mega mikill snjór á laugardeginum.. tók myndir og video um vikuna sem ég ætla að henda inn..
- Það verða ekki meira um video á næstunni.. náði nú ekki að nota hana oft áður en hún bilaði.. nýja vélin sem ég keypti úti.. ekki nógu sátt!
- Svo er auðvitað aðal málið! við erum búin að hengja upp jólaseríuna okkar.. en ég er þó ekki eins æst og Gummi bró sem er búin að henda upp jólatrénu og alles.. jaaa, við erum jóladýrkendur!
Ein mynd sem tekin var af mér.. Helgi Steinar tók myndir.. m.a fyrir séð og heyrt.. spurning hvort maður verður í næsta blaði.. haha..
Þetta er komið gott í bili!
p.s get ekki beðið þangað til að ég hafi tíma til að skoða jólagjafirnar og pakka þeim inn!!
Eitt gott lag í lokinn.. (Jóhanna sérðu ekki fyrir þér, mig syngja þetta lag eins og bjáni.. hihi )
Bloggar | 17.11.2010 | 22:24 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það snjóar og snjóar núna.. og er að fara að halda áfram að snjóa næstu daga.. býst við því að þetta endi með fjöldagröf.. Akureyri allt grafið í snjó!!
Hef ekki mikinn tíma til að blogga.. er að fara á æfingu.. og síðan undirbúa konukvöldið í sjallanum.. morgundagurinn fer líka mikið í e-ð stúss..
Á laugardaginn er ég að keppa, og konukvöldið um kvöldið..
Sunnudaginn fer ég í 2 próf.. þarf svo að klára 2 stór verkefni í næstu viku og eitt lítið.. svo svo eru próf þá helgina þar og eftir... og ég gæti talið endalaust upp!
En ég var búin að lofa að koma með myndir af snjónum.. Það vill svo heppilega til að ég tók einmitt myndir af snjónum í gær... tók svo aftur í dag þannig þið sjáið smá mun..
þið getið séð myndirnar hér
Bloggar | 11.11.2010 | 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er oft verið að gera rannsóknir á því hversu mikilvægt það er að fá sér að borða strax eftir æfingar.. maður þarf helst að fá sér að borða innan 30 mín eftir æfingu.. til þess að vöðvarnir fái sem mest úr fæðunni.. best er þó að fá sér eftir 10 mín... Tala nú ekki um þegar maður er að gera mjög erfiðar æfingar, þar sem vöðvarnir titra og maður er alveg búin á því.. ef við erum ekki með e-ð til að borða eftir þannig æfingar þá erum við send strax heim, engar teygjur til þess að fá næringu..
Eftir svona æfingar er gott að fá sér e-ð orkuskot, sem inniheldur kolvetni og háan sykurstaðal, því blóðsykurinn hjá manni getur fallið eftir svona erfiðar æfingar.. þá er t.d mjög sniðugt að fá sér próteinstöng eins og Ívar Guðmunds. og Arnar Grant bjóða upp á..
Það vill svo heppilega til að þeir félagar gáfu mér slatta af svona próteinstöngum.. Það kemur sér mjög vel fyrir mig.. ekki bara útaf ástæðum sem ég taldi upp hér að ofan heldur líka að ég verð alltaf svo svöng á æfingum og þarf helst að vera með e-ð með mér til þess að geta klárað æfinguna.. Einnig þarf ég líka m.a að taka inn prótein, útaf of háu gildi af kortisól. Hef talað um að kortisól brýtur niður vöðvana, það er ekki alveg nógu heppilegt þegar maður er afreksíþróttamaður..
Ég mæliklárlega með þessum stöngum.. þær eru líka svo góðar að það er eins og maður sé að borða nammi alla daga.. ekki slæmt það :)
Bloggar | 6.11.2010 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flestir sem hafa verið e-ð að ráði í Stóru-Sandvík hafa fundið fyrir einhverjum draugagang.. ég man þegar ég var yngri þá var aðal sportið í afmælum að láta mig segja draugasögur.. Flestir kippa sér þó lítið upp við þetta og segja eins og pabbi sagði í morgun "þetta var bara huldumaðurinn.." Fólkið hérna í sveitinni hefur trúað mjög sterkt á álfa og huldufólk.. og auðvitað Guð líka.. t.d varð pabbi einu sinni alltaf að vera með tómt glas á einum stað, heima í sveitinni, glasið var fyrir huldumanninn.. Einnig man ég eftir að Magga frænka sagði mér sögur frá því að þau gáfu álfkonu mjólk á nóttunni, létu mjólkurskál út í glugga.. gerðu það um tíma og eftir það gekk allt rosa vel..
(Ég ætla ekki að færa rök fyrir því hvort fólk ætti að trúa að þetta eða ekki.. það skiptir ekki máli.. það fer mest í taugarnar á mér þegar fólker að reyna sannfæra fólk um að trúa/trúa ekki.. maður á bara að virða trú annarra..)
Það eru auðvitað líka fólk hérna sem trúi ekkert á þetta..ég held reyndar að það sé meiri hræðsla.. svo það reynir að útilokar þetta..ég er ekki að segja ef hurðin lokast að það sé bara draugagangur.. auðvitað reiknar maður fyrst með því að þetta sé e-h dragsúr e-ð álíka.. En t.d einu sinni þegar frænkur mínar voru í bíl sem var slökkt á þá fóru allt í einu ljósin að blikka og rúðuþurrkurnar af stað... og þá sagði önnur frænkan sem trúir alls ekki á neitt svona "bílinn er bilaður"... það var samt slökkt á honum, hvernig gat þetta gerst bara 1x ef hann var e-ð bilaður og kveikti ljósin sjálfur og e-ð?
Ég gæti nú sagt endalausar sögur úr sveitinni en ég ætlaði að tjá mig um það sem gerðist í gær..
Seint í gærkvöldi.. pabbi var stein sofandi.. þá fer Jón Steinar í sturtu.. og ég er á klósettinu (sitt hvort baðherbergið) þá allt í einu heyrist mér einhver vera að labba frammi... þannig ég hlusta betur.. jújú.. það er einhver að labba.. ég kall "Jón? Jón steinar?!" ekkert svar.. Ég heyrði að einhver ýtti á slökkvarann.. ég hélt kannski að hann væri að reyna að vera fyndinn.. en þá heyrði ég í sturtunni.. þá kalla ég "Pabbi?..Pabbi?!" ekkert svar.. þetta var samt ekki pabbi því maður þekkir alltaf hvernig pabbi labba, hann dregur fæturna svo mikið á eftir sér.. hehe..
Ég þori ekki fram.. því ég heyri að það er e-h fyrir utan hurðina hjá mér.. og ég kalla "hver er þarna frammi?! halló! " en ekkert svar.. ég ætlaði sko ekki að fara fram! því auðvitað hélt ég bara að einhver væri búinn að brjótast inn.. það væri ekki í fyrsta skipti á mínum heimilum.. þar sem það var brotist inn til okkar(hjá mömmu) á Smáratúninu.. og svo þegar fangarnir voru að sniglast hérna og stálu svo bíl systur minnar!
Það var eins og það stæði einhver fyrir framan klósettið, og heyrði sig, án þess að labba.. þá heyrist svona aðeins í fötunum.. æjj.. fattiði hvað ég er að meina?
Jón Steinar kom svo loksins úr sturtu og þá þorði ég fram.. og þar var enginn! og ég sagði Jóni hvað væri í gangi.. og hann sagði einmitt að einhver hefði tekið í hurðahúninn hjá sér meðan hann væri í sturtu... þannig við vorum alveg viss um að þetta hefði bara verið pabbi..
En í morgun þegar ég hitti pabba.. spurði ég hvort hann hefði ætlað á klósettið meðan Jón væri í sturtu.. þá kannaðist hann ekki neitt, við neitt.. og var ekki var við að einhver hefði farið í sturtu... þá sagði ég "það er skrítið.. þetta er e-ð skrítið!" þá sagði pabbi frekar rólegur " þetta var bara huldumaðurinn.. "
Bloggar | 25.10.2010 | 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti áðan... og fílaði það strax..
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | 21.10.2010 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lifðu á 15 dósum af túnfiski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2010 | 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þegar dagar eru eins og gærdagurinn.. þá langar mig til þess að sofa í heila öld..
Í gær fór ég í skólann kl 8 og var komin heim 17.45.. ég skrapp reyndar heim í hádeginu til að fá mér að borða.. ég átti reyndar að vera að á nemendaráðsfundi í hádeginu (vissi ekki/gleymdi honum)
þegar ég kom heim kl 17.45 þá gúffaði ég í mig smá mat.. var mætt á æfingu kl 18.. æfingin var aðallega stiga-hlaup/hopp.. ég var það þreytt að annar fóturinn var svo þreyttur að hann hætti ekki að titra þegar ég stoppaði að hreyfa mig.. btw. afhverju gerist þetta?eða hvað er að gerast í vöðvunum? veit það e-h.. veit þetta er þreyta en svona aðeins nákvæmari lýsing... allavega gat enganvegin stjórnað þessum titring og var frekar pirrandi þegar við stoppuðum til að heyra næstu fyrirmæli frá þjálfurunum.. ég reyndi að stíga fastar í fótinn en það hristist allur líkaminn eins og ég væri versti parkinson-sjúklingur ég held líka að æfingin hafi verið erfiðari því það var frekar kalt úti við frostmark.. vont í hálsinn/lungu að pústa svona mikið í kuldanum og kalt fyrir vöðvana..
Jæja.. dagurinn alls ekki búinn.. ég kom heim kl 19.30 og fékk mér að borða milli 19.30-20.. ótrúlega heppin að eiga kall sem er oft búinn að elda fyrir mig þegar ég kem heim af æfingum.. og ekki verra þegar það er fiskur eftir svona æfingar.. !
Ég dreif mig í sturtu kl 20 því ég þurfti að vera mætt á fund upp í skóla kl 20.30.. (fundur útaf skipulagningu á konukvöldi hjá HA.. allar stelpur í nemendaráðum í skólanum eru að skipuleggja þetta svaka flotta konukvöld!)
Ég var ekki komin heim af fundinum fyrr en kl 23.. þá átti ég eftir að renna yfir hópverkefni í markaðsfræði, ritgerð sem ég og 3 aðrar stelpur erum búnar að vera vinna í.. það þurfti að bæta inn í heimildir og svona.. ég var samt ekki búin að þessu fyrr en kl 00! (varð að klára þetta fyrir 00.00 því að það varð að senda verkefnið fyrir miðnætti!)
mikið ótrúlega var gott að leggjast upp í rúm.. og sofa!!! ekki verra að ég fékk að hafa dúnsængina!
Besta við þennan dag var að ég fékk mail.. sem stóð m.a "Til hamingju með að vera valin í Landsliðshóp fyrir árið 2011. " held að sá póstur hafi gefið mér auka orku yfir daginn :)
og já, kannski vert að segja frá því að ég ákvað að taka aðeins rólegri dag í dag.. t.d sofa út.. því það er algjört lykilatriði að hvílast vel þegar maður er að reyna að æfa vel!
Bloggar | 19.10.2010 | 22:34 (breytt kl. 22:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef kannski nefnt það áður.. en það er heldur ekkert að breytast! Ég er búin að vera að skila verkefnum, taka próf o.fl.. og finnst ég ekki alveg nógu örugg á þessu þannig ég ætla reyna að taka mig á og læra þetta betur.. svo fer ég að pæla í því hvernig á ég að geta gert það? ég er ALLTAF lærandi!
Ég t.d byrjaði að læra leið og ég vaknaði á föstudaginn.. og lærði til 14.45.. fór í vísindaferð (í MS, mjög áhugavert og skemmtilegt) síðan var keila á eftir.. okey.. smá pása.. en ég fór svo heim, fék mér að borða og lærði fyrir próf.. sem ég tók svo kl. 23.30! búin kl 00.30! (klst próf).. Svo var dagurinn í gær enn öflugri..byrjaði að læra leið og ég vaknaði.. lærði til 15.30.. tók þá 3 klst próf.. síðan eftir það var ég að hamast við að læra í stærðfræði.. skila inn heimadæmum sem átti að skila síðastalagi fyrir miðnætti í gær.. (ég hef aldrei verið svona sein að skila þeim) og var með Gumma bró á skype að hjálpa mér.. (hann er algjör snillingur, hann er líka fáranlega þolinmóður að útskýra fyrir mér).. ég var allavega sveitt í svona 3 klst að gera þetti heimadæmi.. náði ekki að klára þau alveg.. og svo fékk ég bara ótrúlega lélega einkunn fyrir það! til að gera þetta enn skemmtilegra þá var ég að reikna í aaallla nótt.. í draumi þá.. hehe.. reiknaði allt út sem ég gerði, hvað voru mörg orð í því sem ég sagði, hvað það tók langan tíma að fara einhvert.. og allt...
Ég var frekar mikið pist! maður er að leggja þvílíkt á sig og gera sitt besta og uppsker ekki neitt.. glatað! ég var mjög pirruð í gær.. það er eins gott að hin prófin sem ég tók um helgina komi betur út..
Ég ætlaði einmitt að koma með í gær status/blogg um að það væri 10 dagar í Seattle.. nú eru 9 dagar.. en það var e-ð meira töff að segja 10 dagar.. en allt kom fyrir ekki og enginn tími.. haha..
Okey, þetta hljómar svolítið mikið eins og ótrúlegt væl.. að allt sé svo erfitt bla bla bla.. en háskólanám er krafjandi og ég er lengi að læra (útaf les- og skrifblindu) sem gerir þetta bara að meiri áskorun.. ég er að koma með þessa færslu því ég ætla á einhvern hátt að ná betri tökum á þessu fyrir jólprófin.. reyna a læra meira á einhvern hátt.. og massa svo prófin um jólin!
Ég er í prófum til 17. des og ég ætla að koma suður 18. des.. ég fékk allt í einu panik að það komi kannski brjálað veður og ég mundi ekki komast heim um jólin.. það væri hræðilegt!!! en það eru örugglega meiri líkur á að geta fengið flug frekar en að keyra.. þannig kannski bóka ég bara flug..
p.s Vorum að tala um í skólanum hvort maður segir brauðrist eða ritavél.. og þá sagði Nína "ég rista brauðið mitt ekki brista það".. hahahaha... Nína snillingur!
Ég væri til í svona brauðrist!
Bloggar | 18.10.2010 | 13:23 (breytt kl. 13:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég byrjaði þennan fína dag á því að fara í þolpróf+lyftingaræfingu í morgun... Það er ótrúlegt hvað maður verður hress eftir að hafa tekið morgunæfingu (ef æfingin er ekki það erfið að maður er alveg búin á því).. Ég er nú ekki mikill morgunhani.. í raun ekki nátthrafn heldur.. finnst bara gott að sofa.. hehe.. enda á maður að sofa nóg þegar maður æfir vel.. ég nota þá "afsökun" eins oft og ég get.. hehe..
En í þessu þolprófi var ég látin hlaupa í 4 mín, taka púls, hlaupa hraðar í 4 mín, taka púls.. svona gekk þetta í svolítinn tíma.. og maður er ekkert að hægja neitt á sér því að hlaupabrettið er alltaf á sama hraða! ég var það sveitt að það droppaði sviti í augun á mér! og ég þurfti að þurrka af handleggjunum.. hahaha..
helsti kosturinn við að taka morgunæfingu er að maður vaknar strax og verður voða hress.. en ókosturinn er hins vegar að maður verður fyrr þreyttur.. kannski bara útaf ég er búin að vera að vinna í dag.. (og brjálað að gera)..
Ég ætla að reyna að taka einhverja daga í vetur þar sem það er morgunæfing + kvöldæfing.. æfa eins og líkaminn leyfir... þannig það er eins gott að maður fer að venjast þessu!
Hver segir að það sé ekki töff að vera sveittur?
Bloggar | 16.10.2010 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég held að örugglega allir forgangsraða ákveðnum atriðum í lífinu hjá sér.. Eins og auðvitað gengur það fyrir að mæta í afmæli maka þíns frekar en að sitja heima og forrita tölvuna þína upp á nýtt.. þegar maður setur þetta svona upp þá er þetta einfalt.. það er líka kannski auðvelt að gera lista yfir það sem skiptir mann mestu máli.. en svo finnst mér bara allt of erfitt að fylgja þessu.. svona stundum.. Enda ekki að ástæðu lausu sem titill bloggsins er "allt í einu".. Ég er reyndar alltaf að bæta mig í þessu..
Ég viðurkenni alveg að frjálsar skipta mig meira máli en skólinn.. þ.e.a.s ég er búin að ákveða að láta frjálsar ganga fyrir skólann.. en ég vil samt auðvitað standa mig vel í skólanum og þetta gengur alveg.. það er auðvitað bara minni tími sem ég hef til að læra.. því æfingarnar taka langan tíma og ég verð að passa að hvíla mig nóg, og taka smá slökun eftir æfinguna (mikilvægt útaf of háu kortisól í líkamanum sem ég talaði um hér um daginn)..
Okey, gott og blessað.. þetta gengur ágætlega og ég er dugleg að segja nei við fólk.. ég er alveg mega léleg að segja nei við fólk.. og ef mér tekst það í byrjun þá er mjög líklegt að ég láti undan á endanum.. Eins og t.d með vinnu með skólanum og æfingunum.. það er nkl. ENGINN tími fyrir það.. það er ekki einu sinni nægur tími fyrir skólann! En ég er að vinna stöku sinnum í Snúðum&snældum á glerártorgi... Svo er verið að biðja mann um að vinna aðeins meira það... og ég segi nei... og svo er verið að biðja mann um að vera í fleiri ráðum og e-ð í skólanum.. og ég segi nei... svo er verið að biðja mig um að þjálfa.. og ég segi nei.. og ég er beðin um að þjálfa (hjá öðru liði).... og ég segi nei... og ég er aftur beðin um að þjálfa með skyhigh laun... og ég segi nei....
Þá fer maður samt að pæla "en mig vantar pening".. hvað þá? hvar er það í forgangsröðinni.. ég þarf pening fyrir mat.. reyndar dekka námslánin kannski fyrir mat.. en ég meina.. Ég er ekki að segja að ég ætli að taka að mér þessa þjálfun (ekki að það væri gaman, enda búin að vera þjálfa meira og minna síðan ég var 15 ára)...ekki að ég sé að fara að gera það.. en það er alltaf svo auðvelt að detta út af rammanum sem maður setti í byrjun... því ef ég mundi þjálfa/vinna þá mundi það bitna á Skóla/þjálfun..
Ég hef örugglega aldrei sagt svona oft nei á ævinni! btw. þetta var ekki allt í dag.. heldur á svona síðustu vikum...
Þetta er alveg mega ómerkileg færsla.. en langaði bara að tjá mig um þetta.. Kannski meikar þessi færsla ekkert sens.. þar sem ég er að skrifa nkl. það sem ég er að hugsa...
Hér kemur ein mynd sem Jón Steinar tók af mér í síðustu viku..
Bloggar | 14.10.2010 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar