Er að fíla þetta lag!!

 Ég hef rosa gaman af sögum/myndum/lögum e-ð e-h álíka sem snýst um það að fólk sé fátækt og og ekki virt og verður svo ríkt og vegna vel.. hér er dæmi um eitt slíkt lag... 

Mér finnst þetta lag líka svo hresst og gott "attitude"  .. hvað finnst ykkur.. Smile


Bjössi snillingur..

Ég fór á fyrirlestur hjá Bjössa í gær.. eða Sigurbirni Árna Arngrímssyni.. Hann er betur þekktur sem gaurinn sem lýsir frjálsíþróttum.. svo var tekið t.d viðtal við hann þegar hann eignaðist barn og þá var hann látinn lýsa fæðingunni hjá konunni sinni.. hahaha... hann er svo fyndin.. hann var sem sagt að halda fyrirlestur um afreksmennsku í íþróttum.. Margt merkilegt sem hann sagði en samt var það sem hann sagði sem stóð ekki á glærunum skemmtilegast..

Þegar hann var t.d að tala um t.d að ef maður hættir að æfa í e-h tíma og kemur svo aftur þá er maður ekki með jafn mikla getu og áður.. með þessu kom hann með dæmi um að hann átti 85kg í bekk.. og fór svo einhverjum árum seinna í bekk og ætlaði að lyfta 70kg.. hann tók stöngina niður en kom henni ekki upp... þannig hann ætlaði að reyna að taka þetta á meiri hraða sem endaði með því að hann missti stöngina á brjóstkassann og braut bringubeinið!!LoL

Svo þegar hann var að tala um að það væri rosa gott að vera í skóla og æfa.. því þá getur maður verið á námslánum.. og sérstaklega gott þegar maður er komin í háskóla  því þá ræður maður yfirleitt hvað maður mætir mikið.. ef þig langar að taka morgunæfingu þá getur bara sleppt því að mæta í einn tíma..enginn kippir sér upp við það.. en ef þú værir í vinnu og mundir sleppa mæta í vinnuna í stöku sinnum þá mundirðu alveg örugglega verða rekinn..Happy

Ef maður er komin hins vegar á það stig að vera atvinnumaður í íþróttinni.. þá er oft gott að vinna í kannski 3-4 tíma á dag til að dreifa huganum... annars verður maður bara eins og Óli Stef. sem les bara heimsspeki og þegar hann talar við einhvern þá skilur enginn hvað hann segir..W00t mér fannst þetta e-ð svo sjúklega fyndið að ég gat ekki hætt að hlægja.. fólk var farið að horfa á mig.. Whistling

p.s ein önnur mynd af mér með hanakambinn..þessi var inn á www.fsha.is


Er mjög spennt fyrir vetrinum..!!

 Undirbúningstímabilið er núna að hefjast, erfiðar æfingar og mikið puð.. en ég hlakka bara til! það er nefnilega svo spennandi ár.. eða bara tímar.. hehe.. mér finnst ég bara vera rétt að byrja.. Á æfingu í gær vorum við Hafdís að tala um Smáþjóðleika sem eru á næsta ári í Liechtenstein.. En það er klárlega markmiðið að fara á það mót! einnig held ég að það sé raunhæft að ég komist á EM 20-23 í 400m grind.. lágmarkið er 60.50 sek.. þarf að bæta mig um 2 sek til að ná því.. ég bætti mig um rúmar 2 sek á þessu ári og náði bara að hlaupa 2 hlaup með einhverjum.. (s.s keppa við einhvern)

Talandi um bætingar þá er þróunin hjá mér í þessum greinum búin að vera svona milli ára:

                      2008         2009            2010

400mgrind  72,49           64,43          62,25
200m          28,49           28,13          26,56
800m          2:37,20        2:25,77      2;25,00
Hástökk      155              165             167
Þrístökk      10,8             11,20          11,26 (11,57 í of miklum vindi)
Langstökk   5,11            ekki bæting  5,49

 Þrátt fyrir að ég hafi verið að bæta mig ágætlega á þessu ári náði ég samt ekki að gera eins og ég get.. 

 

photo
Þessi mynd er tekin af myndasíðu Ármans á flickr.. Ég náði að bæta mig um nokkra cm á þessu ári.. en það er fjarri öllum raunveruleika hvað spjótið fer stutt hjá mér.. 

80 dagar í jólin!!

Þó ég sé pínu mikið að drukkna í lærdómi þessa dagana þá fer það ekki fram hjá mér að það eru 80 dagar í jólin.. jii hvað ég hlakka til að fara að pakka inn jólagjöfum.. !!

Jólatréð í Stóru-Sandvík 4... :)

 


Svona er ég með hanakamb!

Það var sprellmót hjá háskólanum á Akureyri í gær.. gengur aðallega út á það að vera fullur og að vera í búning að gera ýmsar þrautir... hver deild velur sér þema eða búning.. og mín deild valdi að vera pönkarar.. og þeir sem þekkja mig þá vita þeir hvað mér finnst gaman að hafa e-ð svona þema eða búninga dæmi.. brýtur upp á hversdagsleikann.. en verst fannst mér að allt of margir sögðu " þetta fer þér ógeðslega vel!" Shocking

 Það var tekið rosalega mikið af myndum af mér... haha.. meiri hlutinn af fólki sem ég þekki ekki neitt.. haha.. t.d einhverjir túristar.... haha..  En svona var ég:

 

Við Nína vorum saman að undirbúa okkur.. 
 

Svo skrapp ég heim, skipti um föt, tók naglalakki af, þvoði á mér hausinn, skrúbbaði á mér andlitið og fór á æfingu.. þar var ég látin hlaupa og hlaupa og hlaupa.. og meira hlaupa.. var alveg  búin á því.. þ.e.a.s fæturnir á mér voru alveg búnir.. þegar ég fór svo út að borða með deildinni minni og héldum áfram einhverju skralli, kom það í ljós að ég var ekkert að drekka og ekki búin að vera drekka allan daginn.. það vakti gífurleg viðbrögð.. "what? ertu bara edrú?!" hahaha.. alltaf jafn gaman af þessum viðbrögðum hjá fólki!  nokkrar samræður seinna um kvöldið byrjuðu á "ertu þú ekki gellan sem varst með hanakamb í dag?" hehe... 

Svona var ég seinna um kvöldið.. og já.. var í klippingu í vikunni..;)

Svo fékk ég dýrindis uppskrift af snúðum hjá henni Sólveigu minni... heppnaðist bara ágætlega!

 

Eldhúsið var allt undirlagt fyrir baksturinn..
mmmm.. sjúklega góðir.. væri mikið til í að borða þá núna!!
 

Íslenskan er ekkert grín!

Ég held að flestir séu sammála um það að íslenskan er erfitt tungumál.. og mér finnst íslendingar ekkert vera að ráða við það.. þ.e.a.s þeir tala svo vitlaust.. ég er ekki að segja að ég tali rétt.. langt í frá.. mér finnst vandræðalegt hvað ég tala oft vitlaust..  en í dag heyrði ég brot úr samtali milli feðga.. barnið var kannski 5 ára gamalt og það sem ég heyrði var:

Strákurinn: Pabbi, getum við farið og leitað?
Pabbinn: já, við getum leitið

Vandræðalegt að lítið barn segir rétt en ekki foreldrið!

Mér finnst samt hallærislegast þér útlendingar eru að byrja að skilja íslensku og svo þegar íslendingar eru að tala við þá þá tala þeir bandvitlausa íslensku... hafið þið ekki tekið eftir þessu?

t.d í staðin fyrir að segja kannski.... Ég drekk allt of mikið af gosi, það er samt mjög óhollt.. held það væri sniðugt að minnka drykkjuna jafnt og þétt...

Þá mundi íslendingur segja við útlending:

Ég drekka mikið gos, það er ekki gott, ég ekki drekka mikið gos meira... 

 http://photos-c.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v2254/217/12/46895529698/n46895529698_1231789_9096.jpg

 

p.s í næsta bloggi koma svakalegar pönk-myndir

 


Ég er lifandi!

Það er e-ð minna af bloggum hjá mér þessa daganna.. að mínu mati er alltaf búið að vera rosalega mikið að gera í skólanum hjá mér.. og núna þá er EN meira að gera! fullt af einhverjum verkefnum plús allt þetta "venjulega"...

Það eru s.s verkefni eða/og próf  í öllum áfögunum hjá mér núna á næstunni..! Jeyj...

Það vesta er finnst mér að þegar það er svona mikið að gera þá finnst mér það svo yfirþyrmandi og ég veit ekki hvar ég á byrja og e-ð.. gerist allt of lítið e-ð... og auðvitað vill maðr helst fá 10 í öllu.. hehe.. það er eiginlega bara ekki raunhæft!

Talandi um skólan.. þá er miklu meira tekið tillit til þeirra sem eru með lesblindu í háskólanum en í framhaldskólanum.. en greining upp á það má ekki vera eldri en 4 ára.. mín er aðeins eldri svo ég þarf að endurnýja hana..

og hvað haldiði að það kosti að fara í heila nýja greiningu? Smá vísbending.. það er ROSA dýrt... (svo er ódýrara að endurnýja bara ákveðin hluta, þ.e.a.s ákveðinn þátt tengt lesblindunni...)


Lesblinda..

Jóhanna siss var að blogga um sjóhverfingar og sá ég ma. þessa mynd hér:

Grid
Ef þið horfið á einn punkt þá sjáið þið hann hvítan en hinir eru svartir.. svona er þetta þegar ég er að lesa venjulega.. sérstaklega ef ég er búin að lesa lengi.. einhverjar mínútur.. þá sé ég alveg stafina sem ég er lesa en hinir stafirnir í kring eru svona... þarf að fókusa vel á hvert orð.. veit ekki alveg hvort þið eruð að skilja mig... en  finnst ykkur skrítið að ég sé lengi að lesa þegar þetta er alltaf svona?

 


Veit ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta!

ég var að lesa grein um það að hvernig eiginkonur í USA áttu að haga sér.. hægt að lesa þetta hér:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Ester_Hilmarsdottir/hin-fullkomna-eiginkona

það ótrúlegasta við þetta að stelpum í framhaldskóla var kennt þetta, að svona ættu þær að haga sér í framtíðinni.. ekki það að ég sé einhver feministi e-ð en þetta er samt svolítið mikið fáranlegt.. hvernig ætli kennslan fyrir strákana hafi verið?  ein lína " Þú ræður, þú ert kóngurinn og eina sem þú þarft að gera heima hjá þér er éta (matinn sem konan er búin að elda) og sofa"

ég veit það ekki.. fyrst fannst mér þetta fyndið þegar ég var að lesa þetta.. en svo varð ég e-ð svo ótrúlega hneyksluð.. Vest er að það eru pottþétt einhverjir karlar sem hugsa svona og jafnvel konur líka! 

Ég er allavega fegin að vera á Íslandi.. Ísland best í heimi.. hehehe.. 

Þetta minnir mig samt á tíma sem ég var í um daginn.. Kennarinn er oft að segja okkur einhverjar sögur úr viðskiptaferðum sem hann hefur farið í.. en hann var hjá mjög stóru fyrirtæki og fór um allan heim... Þessi tíma eru mjög skemmtilegir, kannski sérstaklega því hann er alltaf að segja sögur sem hann hefur lent í. Þessar sögur snúast oft á tíðum um það hvað menning er ólík milli landa.. hvort sem það er í hugsun, klæðaburði, framkomu eða hvað sem er..

Hann sagði okkur frá því að manneskjan sem vissi mest um fyrirtækið, sem hann var að vinna hjá,  gat alltaf svarað öllum spurningum  og allt það, var kona. Ekki nóg með það þá var hún ótrúlega skemmtileg til fara, í rosalega miklum og skærum litum, stuttu pilsi, með RISA eyrnalokka, hárgreiðslan rosaleg og alvegstíf máluð.. Svo þegar þetta fyrirtæki voru í einhverjum viðskiptaferðum um samstarf t.d í arabalöndunum þar sem konur eru ekki beint hátt settar var þetta svolítið skondið. Þeir tóku hana með, þar sem hún er auðvitað lykilmanneskja í teyminu þeirra (hún huldi samt hendur og axlir og svoleiðis) en karlarnir þarna úti yrtu aldrei á hana. Tóku ekki í höndina á henni og töluðu ekkert við hana.. mennirnir spurðu alltaf karlmennina en þessi kona svaraði þeim alltaf.. haha.. mér finnst það algjör snilld.. :)

http://4.bp.blogspot.com/_hrkOZ2nG4Vg/SwcudN2uI_I/AAAAAAAABzw/q0wEWPDvZ90/s1600/strong_woman.jpg

 p.s Vissuð þið að Indverjar elska að rífast og þræta, þó þeir meini ekkert endilega með því.. og þeir vilja láta ganga eftir sér... ef e-h segist ekki nenna á djammið þá áttu bara að draga hann með þér!

p.s2 það eru 90 dagar í jólin!!!


Nokkrir áhugaverðir punktar um Kortisól

Ég er búin að reyna að lesa mig um áhrif Kortisól/stress -hormónsins.. Ég tók saman nokkra punkta sem ég fann hér og þar..

  • Líkaminn framleiðir þetta hormón sem framkallast frá nýrnahettuberkinum þegar spenna og streita skapast einhverra hluta vegna út af ytri aðstæðum . Þegar langvarandi spenna/streita hefur verið viðloðandi í lengri tíma þá byrja þessir leiðindakvillar sem eflaust margir kannast við :


-          Svefnleysi
-          Angist
-          Dægursveiflur
-          Lystaleysi
-          Stundum eykst þó matarlyst
-          Ógleði
-          eykur hættu á þunglyndi

Og líkamlegu breytingarnar einnig

-          Hækkun kólestróls í blóði sem leiðir m.a. til losunar fitu út í blóðið sem kallar einfaldlega á hjarta og æðasjúkdóma

  • Það er gott að einhverja hreyfingu til þess að halda þessu niðri, þar sem við fáum útrás og er þar af leiðandi spennulosandi.. En íþróttafólk/afreksfólk  hækkar oft kortisól við miklar æfingar, oft tengd við ofþjálfun..
  • Kortisól er katabólískt hormón sem þýðir að það brýtur niður vöðva. Þegar líður á æfingu losar líkaminn kortisól út í blóðrás sem viðbragð við því áreiti sem æfingin er. Insúlín stöðvar þessa losun á kortisóli og hreinsar það upp úr blóðrás.
  • Með því að borða kolvetni með háan sykurstuðul strax eftir æfingu kemur í veg fyrir niðurbrot vöðva og heldur kortisóli í lágmarki. (íþróttadrykkir eins og powerade geta verið góðir)
  • C-vítamín heldur testósterón magni í líkamanum í hámarki með því að minnka hlutfall kortisóls á móti testósteróni. Rannsókn í Journal of Strength and Conditioning Research sýndi að inntaka á 1000 mg af C-vítamíni á dag minnkar losun kortisóls í líkamanum, en eins og við vitum er kortisól vondi kallinn sem eyðileggur vöðvana okkar. Þannig geta vöðvarnir stækkað og við getum lyft meiru.
  • Þar sem líkaminn ferlar C-vítamín mjög hratt þá mæla margir sérfræðingar með að taka 500 mg af C-vítamíni 2x á dag, sérstaklega mikilvægt er að taka C-vítamín eftir æfingu.
  • Það er meira af C-vítamíni í papriku – í einni stórri papriku eru 209 mg C-vítamín á móti 98 mg í einni stórri appelsínu. (það er verst að  ég get alls ekki borðað papriku! ég verð þá bara að borða 2 appelsínur í staðin!"
  •  Hormónin kortisól og melantónín stjórna líkamsklukkunni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en melantónín veldur syfju
  • Kortisól getur haft neikvæð áhirf á beinþéttni í gegnum beinupptöku
  • snerting áhrif á streituhormónið kortisól en það minnkar hjá þeim sem fær nudd og vellíðunarhormónið oxytocin eykst
  • A fimm mínútna visualization fundur er hægt að lækka blóðþrýsting, draga úr magni hormóna streitu og auka tilfinningar vellíðan.
  • Of mikið af kortisól í blóðinu getur valdið svefntrufunum.. yfirleitt er það þó ef verulegt magn af kortisól er í blóðinu.. Þó að manneskja sofi illa sumar nætur þýðir það þó ekki endilega að það sé með of hátt kortisól í blóðinu..
  • ef kortisól hækkar þá lækkar skjaldkyrtilshormón og testósterón
  • hér er áhugaverður linkur um þetta
    http://www.aettleiding.is/index.php?option=com_content&view=article&id=115&Itemid=135

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband