Komin í sumarfrí!

 

 Síðustu helgi fór ég til Florö sem er í Noregi og þar keppti ég í 400m grind og í 4x400m boðhlaupi með landsliðinu.  Ég var ekki ánægð með tímann minn í 400m grind sem var 61,15 mér fannst frekar hallærislegt að hlaupa hægar en 61 sek.. þó að það hafi verið vindur og e-ð.. En þegar ég og þjálfarinn skoðuðum videoið af hlaupinu þá komst ég að því að ég byrjaði vel og var að hlaupa á 60sek hraða en á grind nr.2 þá hikaði ég e-ð og hægði rosalega á mér niður í 63sek hraða.. en vann svo upp hraða á næstum grindum og var komin aftur á 60sek.. en orkan og tíminn sem fór í hægja svona á mér varð til þess að ég hljóp ekki hraðar en þetta.  Ég hlakka til að hlaupa aftur 400m grind og hlaupa hraðar!

Ég var hinsvegar rosa ánægð með 4x400m boðhlaupið okkar! Það var ekkert smá spennandi og flott hlaup hjá okkur. Hafdís byrjaði vel og var örugglega önnur að skila keflinu til Stefaníu sem hélt forskotinu á finnskustelpuna  þangað til 150m voru eftir að hún náði að taka fram úr. Því næst kom Aníta og hljóp eins og vindurinn og náði að taka fram úr finnsku og skilaði keflinu rétt á undan þar sem ég tók síðasta sprettinn. Finnska kom og hljóp strax fram úr mér á nokkrum metrum, eða meira á mig og með þeim afleiðingum að við duttum næstum því báðar og ég fékk ágætan marblett á kálfan/hnésbótina eftir áreksturinn. Ég tók svo fram úr henni eftir 150m og náði smá forskoti en þegar 50m voru eftir var ég alveg búin og hún náði að fara fram úr mér. Tíminn sem við hlaupum á var 3:44,69  sem er um 4 sek hraðar en við hlupum á í evrópubikar í fyrra! Og það þarf að fara aftur um 15 ár til að finna tíma sem er hraðir en okkar og árangurinn er 7. Besti frá upphafi! Ég stend föst á því að það kemur íslandsmet í þessari grein á næsta ári.. !! J J og við erum að tala um það að ég og Stefanía vorum búnar að hlaupa 400m grind á undan, hvernig verður þetta þegar við erum ferskar!

 Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg og skrautleg ferð. Hún var skrautleg því að það var verkfall á flugvellinum í Osló, lentum þar og tókum annað flug þaðan.. Ég var bara með handfarangur er alveg búin að sannreyna það nokkrum sinnum að það er laaang best ef það er einhver möguleiki á því (að vera s.s bara með handfarangur). En ég var samferða öðrum strák sem þurfti að tékka inn töskurnar sínar aftur og við misstum næstum að vélinni okkar. Það var alveg rugl löng röð til að komast í gegnum öryggishliðið  og við báðum um að fara á "fast line" þar sem enginn var í röð.. en nei gátum það ekki útaf við vorum ekki að fara að fljúga til útlanda.. við töluðum við þjónustuborðið en hún sagði að hún gæti ekkert gert.. það tæki 30 mín að fara í gegnum röðina.. en það var 30mín í flugið okkar!

Svo fengu allir þeir sem voru með börn að fara fremst í röðina, við báðum um að fá að fara líka.. en nei,nei.. ekkert hægt! Svo vorum við bæði stoppuð  í tollinum í e-ð tékk..! en hliðið okkar var bara 5m frá tollinum þannig við náðum þessu.. síðasta fólkið um borð! En svo voru aðrar sögur af þeim sem voru í nkl sömu stöðu nema þá var 5 mín í flug og hliðið þeirra út í enda.. þannig við vorum kannski bara í góðum málum!

Það sem var líka pínu skrautlegt var að ég var með finnskri stelpu í herbergi sem ég hafði aldrei hitt áður, mótshaldaranir röðuðu í herbergi. Það er kannski ekkert að því að vera með ókunnri manneskju í herbergi en þetta var lítið herbergi og 1 rúm sem við sváfum báðar í.. hehe... en stelpan var ágætt og hraut ekki þannig þetta var í lagi.. held hinsvegar að karlarnir sem voru í sömu sporum hafa fundið þetta enn óþæginlegra, að sofa með öðrum karlamanni í rúmi.

Það er alltaf skemmtilegt að keppa á svona stórum alþjóðlegum mótum en það var líka svo skemmtilegt að ég kynntist íþróttafólki héðan og þaðan. Til dæmis borðaði ég síðustu máltíðina mín með Dana, Dana sem var búin að búa í Portugal í 18 ár, Svía, Normanni og Breta.. mjög alþjóðlegt borðSmile

Svo fóru líka allir keppendurnir í bátsferð eftir keppni og silgt  var til eyju sem heitir Freyja á norsku. Á leiðinni stoppuðum við 2x og veiddum.. ég veiddi reyndar ekki neitt hehe.. í eyjunni fengum við dýrindis eftirrétt, svaka hlaborð af allskonar kökum!

Ég er nú loksins komin í sumarfrí, held ég hafi aldrei farið svona seint í sumarfrí.. hehe.. búið að vera rosa mikið að gera og lítið sofið.. núna er ég á leiðinni til Íslands, þetta er aðeins lengra ferðalag en venjulegra þar sem ég flýg frá Gautaborg í staðin fyrir frá Stokkhólmi (því það var mörghundruð % ódýrara).. Ég keppi svo á vormóti ÍR á morgun.. ég var alveg ótrúlega glöð að því var seinkað um einn dag.. ég var búin að vona svo mikið að því yrði seinkað... þetta kallast sko að taka "secret" á þaðSmile 

Nokkrar myndir í lokin frá helginni Smile 

481242_10151031243816654_818372030_n

 

Sveitin í hlauparöð.. pínu sólgrettumynd.. hehe

535697_10151031243971654_1656892369_n

 Aftur nema nú með verðlaunin sem við fengum fyrir 3. sætið ásamt mótshaldaranum


599204_10151031244071654_558026653_12248376_1317496519_n
íslenski fáninn var auðvitað með Smile
270864_10151031244191654_810210523_n

 Fallegt að sigla þarna um Heart
301831_10151031244411654_1266323233_n
 Egill e-ð að gæjast útum gluggann.. greinilega ekki leggja í að fara út
301804_10151031244526654_558026653_12248382_1303073856_n
 Yndisleg rok-mynd.. Hafdís, Stefanía og Aníta
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband