Það var ekki lítið stress, spenningur, áhyggjur og rugli fyrir þetta RIG mót sem var í gær.. ég var ekki alveg nógu viss að ég ætti að keppa, væri svo nýbúin að meiða mig.. og ennþá hóstandi og ekki búin að jafna mig af veikindum.. ég var hrædd um að vera fara fljótt af stað og vera bara verri eftir á.. en þjálfararnir sögðu OKEY.. að ég væri ekki að taka áhættu.. en þá fann ég samt að ég var ekki að treysta fætinum.. ekki að þora að taka á því.. ég var stressuð að ég mundi hlaupa vandræðalega hægt og allir að horfa á mig í TV.. til að toppa allt var ég ekki með ipodinn minn sem ég nota alltaf til að koma mér í jafnvægi ef ég fer í svona ham..
Það var ótrúlegt samt hvað stressið fór eiginlega alveg um leið og ég fór í blokkina.. einhver tilfinning sem er svo góð.. að ég geti hlaupið.. að ég sé að keppa og þessi fáránlegi vilji að hlaupa eins hratt og ég mögulega kemst.. stressið var samt alveg til staðar..
Ég hljóp.. og allt gekk vel.. mjög sátt við hlaupið.. ég fann að mjólkursýran var byrjuð að koma eftir ca. 300m.. sem er eðlilegt.. en svo bara allt í einu.. hviss bamm búm þegar svona 60m. voru eftir þá stífnaði allt til helvítis! aldrei lent í öðru eins.. líkaminn hætti bara.. ég var á tímabili ekki viss hvort ég væri að færast áfram.. sýran var svo mikil í lærunum að mér leið eins og ég væri með einhverja 70kg steypuklumpa á hvorum fæti.. ég hætti eiginlega að sjá.. eða það varð allt svart.. eða þannig ég sá sem var beint áfram en ekki til hliðar.. líkt og þegar maður stendur hratt upp.. ég heyrði þulin segja að Heiðrún Dís væri að taka framúr mér.. kom mér ekki á óvart þar sem ég var ekki viss um að ég væri að hlaupa lengur.. haha..
Ég hef aldrei verið svona þreytt áður.. og það fékk allur landinn að vita því myndatökumaðurinn var víst bara að mynda mig í e-h mín. á eftir.. ég hafði ekki hugmynd um að einhver væri að mynda mig.. og allir héldu að ég væri bara bókstaflega að láta lífið!
ég komst í mark á tímanum 60.41.. sem er tæp sek. frá mínu besta.. ég er nokkuð sátt við það.. ef ég hefði ekki stífnað svona svakalega hefði ég örugglega bætt mig.. ! ég veit að ég mun ekki stífna mikið í næstu hlaupum.. ég er nýbúin að vera rosa lasin og tók æfingu á miðvikudaginn og var ennþá að drepast í harðsperrum eftir þá æfingu.. svona harðsperrur sem er vont að koma við vöðvanna því þeir eru svo aumir.. sem þýðir að líkaminn er ennþá hálfgjör slen eftir veikindin og að þegar vöðvarnir eru þannig þá þarf ekki mikið til að þeir stífni..
það var ekki liðin klst. frá hlaupinu og ég var ennþá það þreytt að mér var flökurt á því að standa.. og fékk einhverja asnalega hellu í eyrað eftir hlaupið.. svona eins og ég væri í kafi í vatni.. heyrði allt sem ég sagði í svona dósa-hljóm.. ! þá s.s ákváðum við (stelpurnar í HSK) taka þátt í 4x200 boðhlaupinu.. æfðum engar skiptingar eða neitt.. ég og Sólveig Helga nýbúnar að hlaupa 400m.. en hlupum samt.. skiptingarnar gengu misvel en náðum samt að stórbæta HSK-metið ! hlupum á 1:48,43.. ÍR-sveit A voru á undan okkur og bættu ísl.metið í greininni en það var áður 1:45,49.. s.s við vorum 3 sek frá fyrrum ísl. meti! sem er bara nokkuð gott!
Í lokin kemur ein mynd.. Þessi fagra mynd var tekin af mér í hlaupinu eftir 200m.. elska svona myndir.. hahaha..!
31 dagur til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var beinlínis sársaukafullt að horfa á þig hlaupa síðustu metrana... og svo sjá þig engjast eftir hlaupið! En ótrúlega góður tími miðað við allt og frábært 4X200 ;)
Guðmunda (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:58
Mér fannst þú standa þig ótrúlega vel :)
Fríða Björk (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 00:01
sjittafokk maður!
..afhverju veit ég aldrei af því að það sé verið að sjónvarpa mótin sem þú keppir á!...
Bergþóra, 17.1.2011 kl. 11:35
Guðmunda: haha.. já það var ansi fallegur svipur á mér.. haha.. en ég er þokkalega sátt við boðhlaupið :)
Fríða: Takk fyrir það!
Bergþóra: hehe.. það er spurning... þú gætir reyndar mögulega farið á ruv.is og sé þetta þar!
Fjólan, 18.1.2011 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.