Ég hef tvisvar sinnum verið stungin af geitungi.. fyrra skiptið var ég ca. 10 ára og lá/sat í sakleysi mínu inn í sjónvarpsherbergi þegar ég fæ sting í lófan.. ég lít á höndina og sé að það er geitungur búinn að stinga mig og fastur við mig.. Ég fríkaði út stökk upp öskrandi, sveiflaði hendinni eins brjálæðingur þannig að systur mínar þurftu að halda mér fastri til þess að ná að slá geitunginn af mér. Þegar það loksins náðist var ég komin út á tröppur af einhverjum ástæðum, haha! jæja ég reyndi að ná andanum og lít aftur á lófann og sé þá að oddurinn hafði orðið eftir! ég fékk annað svipað kast sem endaði þó með því að þær héldu mér á meðan mamma var að reyna að ná oddinum með flísatöng.. sem tókst á endanum..
Þetta brjálaðist kast er algjörlega fáranlegt, það gerði ástandið miklu verra, en ég var mjög lítið að hugsa í þessari atburðarrás, en maður lærir af mistökunum sem sýndi sig fyrir viku síðan.
Ég var að keppa á Sænska meistarmótinu í þraut og var búin að ljúka fyrstu greininni, grindarhlaup, og er að klæða mig aftur í fötin. Ég er komin í tights buxurnar þegar mér finnst eins og e-ð sé að skríða inn á buxunum! ég legg höndina ofan á, við hnéð og finn að það er e-ð undir buxunum! Ég fann hvernig allt blóð fór úr andlitinu á mér á sama tíma og áttaði mig á að það var geitungur inn á mér. Ég varð alveg stjörf og sagði lágt við Jón Steinar "það er geitungur inn á buxunum mín" Jón Steinar svara "ha?! er geitungur?!! farðu úr buxunum!!!" ég byrja að hreyfa mig rólega og finn þá að hann stingur mig "hann er að stinga mig!" segi ég um leið og fer úr buxunum.. Geitungurinn reyndi að fljúga burt þegar ég tók buxurnar niður en komst hvergi því hann var fastur við hnéð á mér! Ég dró andann djúpt og mundi að maður á ekki að slá hann af, ég tók varlega utan um hann og togaði hann varlega út og hann flaug í burtu!.. oddurinn varð ekki eftir..
En eftir smá stund byrjaði hvítur hringur/bólga að myndast í kringum stunguna og rautt þar í kring.. ég var ennþá með tilfinningu eins og það væri verið að stinga mig.. þetta hélt áfram að aukast og versna svona í svona 1 1/2 klst.. (ekki alveg það þæginlegasta tilfinningin til að hafa meðan maður er að keppa..) en svo fór þetta að lagast.. í lok dagsins þá var ég aðeins með lítinn rauðan punkt þar sem hann stakk mig.. aftur á móti var ég endalaust með tilfinningu að það væri e-ð að skríða á mér inn á fötunum mínum.. og er reyndar ennþá.. *hrollur*
Geitungurinn hefur s.s farið í buxurnar mína á meðan ég var að hlaupa og svo kom ég að klæddi mig í þær og geitungurinn þá lokaður inni - í buxunum mínum! ég þakka bara Guði að hann var ekki ofar í buxunum!
Það sem ég lærði af þessu að næst þegar ég finn að e-ð er að skríða inn á mér mun ég kremja það á sömu sek. ekki stoppa og bíða eftir að það stingi mig!
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.