Þetta er búið að vera mjög gott sumar. Bæði að ég er búin að bæta mig rosalega í frjálsum og búið að vera æðislega sumarveður í allt sumar á Íslandi :)
Sumarið byrjaði mjög rólega hjá mér í frjálsum enda var pabbi minn mjög veikur í byrjun sumar og þá skiptir ekki máli í hversu góðu formi maður er maður er ekki að fara að bæta sig ef manni líður ekki vel. Ég vissi að ég yrði að setja viðeigandi markmið, að vera ekki að svekkja mig þó ég væri ekki að bæta mig, ég var svo að verða frekar óþolinmóð eftir smá stund, eða fannst leiðinlegt að engar bætingar komu en samt í svona góðu formi. Það var mjög merkilegt að um leið og pabba fór að líða betur og braggast þá komu bætingarnar hvað eftir annað.
Ef ég tek sama þær bætingar í hverri grein eru þær eftirfarandi:
Grein | Átti áður | Árangur 2012 |
100m | 12,98 (síðan 2009) | 12,84 |
200m | 26,56 (síðan 2010) | 25,51 (Bætti 30 ára gamalt HSK-met) |
400m | 57,52 (síðan 2011) | 57,32 |
100m grind | 14,60 (síðan 2009) | 14,47 (jafnaði 17 ára gamalt HSK-met) |
400m grind | 60,63 (síðan 2011) | 59,62 (bætti mitt eigið HSK-met) |
Hástökk | 168 (síðan 2011) | 169cm |
Langstökk | 5,51 (síðan 2011) | 5,62m |
Kúla | 9,50 (síðan 2011) | 9,73m |
Spjót | 24,13 (síðan 2011) | 27,76m |
800m | 2:22,32 (síðan 2011) | 2:16,00 (bætingum 6,32 sek!!! Það er magnað! |
Sjöþraut | 4689 (síðan 2011) | 5041 stig |
Ég s.s bætti mig í öllum þeim greinum sem ég keppti í nema í þrístökki en þar var bætingin í of miklum vindi.
Þetta er sko alveg slatti mikið að bætingum.. ótrúlega yndislega frábært allt saman.. og ég er sko búin að njóta hvert sek.brot eða cm sem ég hef bætt mig um... Ég veit að ég var í líkamlegu ástandi til að ná jafnvel enn meiri árangri í vissum greinum en það kemur bara á næsta tímabili og ég er ekkert að hanga á því, það er bara æðislegt að vita að ég get enn bætt mig
Ef ég tek þessa bætingar saman í orð þá er svo greinilegt að ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þetta sumar, ég var að bæta mig í greinum sem ég hef ekki bætt mig í 3 ár. Ég er 3 sek. frá B-lágmarki í 400m grind.. Ég er reyndar ekkert óraunverulega langt frá lágmarkinu í þraut heldur en það vantar 759 stig í það En ég mun þó halda áfram að hafa megin áhersluna á grindina en aftur á móti var Benke þjálfari að tala um að bæta inn kastæfingum í hverri viku í vetur og svo eru æfingarnar mjög fjölbreyttar sem ég er að gera þannig ég verð alveg í standi til að keppa í þraut áfram.. en ég er bara svona vandræðalega léleg í köstum, ef einhver er að spá afhverju ég sé ekki bara í þraut.. og það er ekki það að ég sé ekki búin að kasta mikið... en við sjáum til hvernig ég mun koma undan vetri með því að kasta e-ð í hverri viku :)
Þessi sjöþraut sem ég tók síðustu helgi var ótrúlega skemmtileg. Ég er ótrúlega sátt við að hafa náð að bæta mig svona mikið, ég bætti minn persónulega árangur í 4 greinum af 7! ég var líka svo sátt við að ná þessum árangri þar sem ég var orðin vel þreytt og fannst ég alls ekki frísk þegar ég var að keppa, þung á mér í hástökkinu og öllu saman.. samt náði ég þessum árangri! Það er svosem ekki skrítið að ég hafi verið orðin þreytt þar sem tímabilið var orðin frekar langt, held ég hafi aldrei átt svona langt tímabil eða keppnistímabil í 4 og 1/2 mánuð! en nú er komin hvíld og ég er bara að slaka á, borða vel og njóta síðustu sumardagana í Svíþjóð
Völlurinn í Huddinge þar sem ég var að keppa síðustu helgi..
Ég og Ingi Rúnar voru einu íslensku keppendurnir á mótinu
Flokkur: Bloggar | 21.9.2012 | 14:45 (breytt kl. 15:04) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geggjaður árangur hjá þér Fjóla, og þetta er rétt svo byrjunin. Hlakka til að keppa með þér á næsta ári og svo að horfa á þig í Ríó eftir fjögur ár;-)
Ágústa (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 14:58
Frábærar bætingar snillingur, til hamingju! :D Hlakka til að sjá fleiri bætingar hjá þér sérstaklega í köstunum, hehe :)
Sólveig (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:33
Snillingur! Gaman að sjá hvað hefur gengið vel hjá þér
Kristín Birna (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 16:02
Ágústa: takk fyrir það :) já það verður stuð hjá okkur á næsta ári! hlakka líka til að keppa með þér! :)
Sólveig: takk :) ætlar þú ekki að koma á brautina aftur næsta sumar? keppa á landsmótinu!!
Kristín: já, þetta er alveg ótrúlega gaman :)
Fjólan, 21.9.2012 kl. 16:39
Til hamingju með allt saman! Greinilegt að hugarástandið skiptir miklu máli eins og sannaðist í byrjun sumars. Hlakka til að fylgjast með þér í vetur og næsta sumar ;)
Guðmunda (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 19:37
Takk fyrir það Guðmunda :)
Fjólan, 23.9.2012 kl. 18:06
Það er aldrei að vita Fjóla :)
Sólveig (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.