Þegar ég fer á hestbak, í hvert einasta skipti þá kemur bara einhver ánægju tilfinning um allan líkama.. endorfínið alveg í hámarki.. meira að segja stundum ef ég þarf að fara af baki í reiðtúr þá kemur tilfinningin aftur þegar ég sest á bak.. maður er e-ð svo frjáls þegar maður er á hestbaki.. ekkert áreiti frá símanum, tölvunni eða e-ð álíka..
Ég hef alist upp við hesta.. frá því ég var 1 árs þá sat mamma með mig fyrir framan sig í reiðtúrum, ef ég fékk ekki að koma með grenjaði ég þangað til hún kom aftur... þegar ég var 4 ára þá sat ég ein á hestinum mínum, Aþenu.. þegar ég sé 4 ára krakka í dag get ég ekki ímyndað mér að ég hafti verið svona lítil, mér fannst ég nefnilega ekkert lítil þá.. og skildi ekkert í fólki þegar það var gapandi að ég væri ein á hesti.. Ég hef samt aldrei keppt á hestum eða lært neitt sérstaklega um þá..
Þegar ég var yngri þá var maður alveg ruglaður.. nennti kannski ekki að labba heim úr fjárhúsunum og tók þá bara hest og fór á honum heim.. með engan hjálm, engan hnakk og stundum ekkert beisli! ég ýtti bara á hálsin á hestinum í því skyni að hesturinn fattaði að beygja, annars kunnu þeir nú alveg leiðina heim.. Ég hef dottið óteljandi sinnum en sjaldan meitt mig..
Ástæðan fyrir því að ég er að blogga um hestana mína er að þeir eru stór þáttur í því að mér gangi vel í keppni.. það er svo mikilvægt að gefa sér tíma í að slaka á, láta sér líða vel og njóta lífsins.. Ég var mjög dugleg í sumar að fara á hestbak og ég er líka búin að bæta mig fullt í sumar..
Það er ekki bara andlegi þátturinn sem hestarnir hjálpa til með heldur líka líkamlega.. Áður en ég kom til Íslands í vor sagði þjálfarinn minn að gera nokkrar æfingar reglulega yfir sumarið, æfingar fyrir mjaðmirnar, innan á læri, kvið og bak.. en ég spurði til baka "get ég ekki bara farið á hestbak" Benke hugsaði sig um og svo var þá það ákveðið að reiðtúrar væru inn í prógramminu.. eftir t.d sumarið í fyrra þá var sjúkraþjálfarinn minn gapandi yfir framförum sem ég hefði náð í sambandi við styrkja og halda mjaðmagrindinni réttri.. og það mátti rekja ma. til reiðtúranna..
Það kom reyndar fyrir að ég þurfti að segja Benka í vor "heyrðu, það hoppaði stór og feitur hestur á fótinn á mér.. síðan komu tveir aðrir hestar seinna og stigu á fótinn á mér.. ooog ég get ekki hlaupið í 1 til 2 vikur".. og svo nokkrum vikum seinna.. "ööö.. hesturinn sem ég var á fékk kast og hoppaði upp og niður og á endanum datt ég og þá undir hestinn og hann var þá enn í loftinu og lennti með einn fótinn ofan á ökklan á mér....oog ég get ekki hlaupið í einhvern tíma.." haha.. pínu vandræðalegt.. en hann tók þessu alltaf mjög rólega og sagði mér bara e-h aðrar æfingar sem ég ætti í að gera í staðinn.. enda held ég að heildina komi ég út í STÓRUM plús :)
Yndislegt líf..
Vatnssopi...
Þeir elska grenitré... það eru vítamín sem þeir fá úr nálunum.. svo finnst þeim líka oft gaman að vera naga greinarnar og toga þær sín á milli
Flokkur: Bloggar | 8.9.2012 | 22:44 (breytt kl. 22:47) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.