Æðisleg bætingar :D

Fyrir viku síðan var meistarmót Íslands.. það var fyrsta mót sumars sinns sem ég næ að undirbúa mig almennilega fyrir.. þ.e.a.s að hvíla mig, borða vel og einbeita mér.. það sannarlega skilaði sínu... ég bætti mig hrikalega! byrjaði á því á bæta mig í fyrsta skipti í 100m grind í 3 ár þegar ég hljóp á 14.47sek, vann og HSK-met..! síðan seinni daginn small 400m grindin svo vel, hitti svo vel á allar grindur og bætti mig um rúma sek þegar ég hljóp á 59,62!! vann, HSK-met, næst besta afrekið hjá konum á mótinu og 5. besti árangur sem íslensk kona hefur náð í þessari grein..!! fór þá beint í hástökk og var alveg ótrúlega frísk og var að hoppa mjög hátt.. en svo kom þreytan þegar á leið á keppnina.. en var samt nálægt því að bæta mig utanhús.. það kemur pottþétt ef ég keppi frísk! en ég náði allavega vinna það líka og varð því þrefaldur íslandsmeistari.. varði alla titlana sem ég vann í fyrra.. ég þurfti nú að hafa töluvert meira fyrir því þetta árið.. hrikalega sátt við helgina :)

 Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar af mér sl. helgi...  


553723_4378402746594_75265953_n

 Þessi mynd lenti í 3. sæti í ljómyndakeppni í fréttablaðinu og var birt í því í gær.. ég er bull hátt yfir þessari hæð.. klárlega hærra en ég hef stokkið hæðst yfir.. hefði í raun átt að byrja aðeins seinna.. en maður veit ekkert hvernig maður er eftir 400m grind.. hehe.. 

409650_4378401986575_1562259138_n

 Nýju buxurnar mínar eru flottar.. ánægð með þær..

205370_4378419747019_205699126_n

 

563490_4378420827046_487686734_n 553819_4378421307058_466549707_n

 

 Ég var svo að keppa núna um helgina á Akureyri og byrjaði á því að keppa í 400m grind í gær.. og það var alls ekki nógu gott.. var ótrúlega pirruð út í sjálfan mig.. ég var ekki nógu grimm og ákveðin.. of góð við sjálfan mig.. ég lét þreytuna hafa of mikil áhrif á mig, þ.e.a.s var svo þreytt eftir rosa busy viku, ekki búin að ná að hvíla mig nóg.. en maður á samt að negla á það og mér fannst ég geta gert betur þegar ég kom í mark.. það er ömurlegasta tilfinning í heimi.. eitt að hlaupa hægar en klára sig ekki.. urr.. ég var svo reið út í sjálfan mig.. fór í kúlu, kastaði yfir 10 í upphitun en lengst 9,60 í keppni.. ég á 9,77.. þannig það er svona lala.. 

Í dag fór ég í 100m grind hljóp á 14,74.. það er bara okay, ekki alltaf hægt að bæta sig.. hlaupið var líka mjög snemma eða kl 10.10.. líkaminn varla vaknaður.. hehe.. Síðan kom það besta, 200m hlaupið.. ég var búin að hlakka til að keppa í því og var rosa ákveðin í að bæta mig í því, sem ég gerði svo sannarlega.. í undanrásum hljóp ég á 25,54s og vinur +1,9! sem er rúm sek í bætingu það er alveg ótrúleg bæting! í úrslitunum hljóp ég á nkl. sama tíma nema meðvindurinn var þá minni eða 0,84.. þannig í raun betra hlaup.. hrikalega sátt við það.. Selfoss sveitin endaði svo á að vinna 4x100m boðhlaupið :)

376928_10151139266356654_529088835_n

 Boðhlaupsveitin í dag.. gaman að vera með Selfoss-boðhlaupsveit :)

 hér koma svo youtube-myndbönd frá hlaupunum mínum á MÍ fyrir áhugasama :)

 

Þetta er s.s úrslitahlaupið í 100m grind á MÍ þegar ég hljóp á 14,47 í mótvindi upp á -1,19

 

Þetta er af yndislega 400m grind hlaupinu mínu á 59,62 sek.. frábært að vera komin undir 60 sek! :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband