Ég er búin að keppa slatta síðan ég kom á Ísland en ekki borið neitt sérstaklega mikið á einhverjum brjáluðum árangri hjá mér. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa og ganga vel í vetur og á inni góðar bætingar í hlaupunum.. Ég hef ennþá ekki bætt mig neitt í hlaupunum.. reyndar hljóp ég á bætingar tíma í 200m á móti í "kast-móti"hafnafirði en vindurinn mældist ólöglegur.. hann var samt mikið á hlið og var í raun að hægja á manni en annað þannig ég var sátt við það.. Ég er hinsvegar búin að bæta mig 2x í í kúluvarpi og á núna 9,77.. þegar ég næ yfir 10 þá er ég komin í ásættanlegar tölur.. Síðan bætti ég mig líka um 3,5 metra í spjóti þegar ég kastaði 27,76.. sem er rosa skemmtilegt.. er ekkert að æfa köstin aðal ástæðan fyrir bætingunum er að ég er orðin sterkari..
Nú er lífið er að komast í einhverskonar rútínu eða það sem getur talist það hérna í sveitinni.. það fellst þá aðallega í því að ná nægum svefn, borða og ná góðum æfingum/keppnum.. Síðustu 2-3 vikurnar í Svíþjóð var mikið að gera að klára allt og ganga frá áður en við komum til Íslands.. Síðan eru búin að vera veikindi í fjölskyldunni, ekki sofni nóg, borða kvöldmat kl 1 á nóttunni o.fl. og þegar það er svona mikið utanaðkomandi álag og þá verður maður að setja árangur í keppnum í samræmi við það..
En þett er allt að komast betur í gang hjá mér, miðað við æfinguna sem ég tók sl. fimmtudag, var að hlaupa mjög hratt marga spretti.. rosalega "hard core" æfing.. Ég keppti síðan í dag í 400m grind en gekk ekki ekki nógu vel.. aðal ástæðan var að ég var bara ekki að "hitta nógu vel á grindurnar" var alltaf að hægja á mér þegar ég fór yfir grindurnar.. það er mjög slæmt.. en góð æfing þrátt fyrir það.. það eru tvær vikur í MÍ og ég ætla mér að ná að hlaupa mun betur þar!
Ætla að enda á nokkrum myndum..
Jón Steinar tók þessa mynd á æfingu um daginn..
Fallegur regnbogi á æfingunni sl. fimmtudag.. :)
Það var rosa gott veður í gær.. eins og flesta daga.. þessi flottu frændur voru að njóta síðustu sólargeislanna áður en kreisí þrumuveður kom.. sem sést nálagast hratt fyrir aftan
Ég reyni mikið að búa mér til pening eða vinnu og er núna að selja lífrænan rabarbara eins og enginn sé morgundagurinn, líkt og sl. 2 sumur :)
Flokkur: Bloggar | 1.7.2012 | 01:47 (breytt kl. 01:50) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.