Allt að koma.. :)

 Ég er búin að keppa slatta síðan ég kom á Ísland en ekki borið neitt sérstaklega mikið á einhverjum brjáluðum árangri hjá mér. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa og ganga vel í vetur og á inni góðar bætingar í hlaupunum.. Ég hef ennþá ekki bætt mig neitt í hlaupunum.. reyndar hljóp ég á bætingar tíma í 200m á móti í "kast-móti"hafnafirði en vindurinn mældist ólöglegur.. hann var samt mikið á hlið og var í raun að hægja á manni en annað þannig ég var sátt við það.. Ég er hinsvegar búin að bæta mig 2x í í kúluvarpi og á núna 9,77.. þegar ég næ yfir 10 þá er ég komin í ásættanlegar tölur.. Síðan bætti ég mig líka um 3,5 metra í spjóti þegar ég kastaði 27,76..  sem er rosa skemmtilegt.. er ekkert að æfa köstin aðal ástæðan fyrir bætingunum er að ég er orðin sterkari..  

 Nú er lífið er að komast í einhverskonar rútínu eða það sem getur talist það hérna í sveitinni.. það fellst þá aðallega í því að ná nægum svefn, borða og ná góðum æfingum/keppnum.. Síðustu 2-3 vikurnar í Svíþjóð var mikið að gera að klára allt og ganga frá áður en við komum til Íslands.. Síðan eru búin að vera veikindi í fjölskyldunni, ekki sofni nóg, borða kvöldmat kl 1 á nóttunni o.fl. og þegar það er svona mikið utanaðkomandi álag og þá verður maður að setja árangur í keppnum í samræmi við það..  

En þett er allt að komast betur í gang hjá mér, miðað við æfinguna sem ég tók sl. fimmtudag, var að hlaupa mjög hratt marga spretti.. rosalega "hard core" æfing.. Ég keppti síðan í dag í 400m grind en gekk ekki ekki nógu vel.. aðal ástæðan var að ég var bara ekki að "hitta nógu vel á grindurnar" var alltaf að hægja á mér þegar ég fór yfir grindurnar.. það er mjög slæmt.. en góð æfing þrátt fyrir það.. það eru tvær vikur í MÍ og ég ætla mér að ná að hlaupa mun betur þar!

Ætla að enda á nokkrum myndum..  

c1bfcb22b8c711e1af7612313813f8e8_7

Jón Steinar tók þessa mynd á æfingu um daginn.. 

rDB6Z

 Fallegur regnbogi á æfingunni sl. fimmtudag.. :)


306887_10151086255956654_910540960_n

   Það var rosa gott veður í gær.. eins og flesta daga.. þessi flottu frændur voru að njóta síðustu sólargeislanna áður en kreisí þrumuveður kom.. sem sést nálagast hratt fyrir aftan

a45130ccbb9611e19894123138140d8c_7

Ég reyni mikið að búa mér til pening eða vinnu og er núna að selja lífrænan rabarbara eins og enginn sé morgundagurinn, líkt og sl. 2 sumur :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband