Örugglega stærsta mótið í sumar!

Ég var rétt í þessu að ganga frá bókun á flugi og lestum til Noregs næstu helgi. En næstu helgi mun ég keppa á mótinu "Hyundai Grand Prix Florø Athletics Festival" rosa stórt og flott mót... ég mun keppa með landsliðinu í 4x400m boðhlaupi og í 400m grind.. Margir keppendur á þessu móti eru búnir að ná lágmörkum á ólyimpíleikana t.d 3 af þeim sem eru að keppa í 400m grind.. þannig þetta verður góð keppni!

Ég hlakka alveg rosa til að keppa, ég ætlaði að reyna að ná að keppa mér hér í Svíþjóð áður en ég kæmi aftur á Ísland í sumar.. en það er bara of stuttur tími og of mikið að gera þangað til ég kem heim í skólanum ofl.. Planið er svo að keppa á öllum helstu mótum á Íslandi í sumar, fara út á mót í Svíþjóð 4. ágúst og taka svo 2 mót í september þegar ég kem aftur til Svíþjóðar

 

269447_227944690573336_227806677253804_732913_5922742_n
 
Þessi mynd var tekin síðasta sumar af 4x400m boðhlaupsveitinni á Evrópubikarnum.. frá vinstri Björg, Stefanía, ég og Hafdís.. Stefanía og Hafdís munu vera einnig aftur í sveitinni í Noregi..  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Fjóla! Gangi þér rosa vel að keppa um helgina :D

SólveigSara (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 12:52

2 identicon

Vá geðveikt !!!! Ég keppti einmitt á Grand Prix mótinu sem var í Osló (þetta er svona mótaröð) og það var skemmtilegasta mót sem ég hef keppt á, ekkert smá gaman ! Veit ekki hvort ég fari til Florø, en það gæti verið að ég hlaupi 800 eða 400 þar ! Kannski sjáumst við, whoop :D

Agnes (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 21:07

3 identicon

LOL var einmitt að fá mail um að það er ekki hvorki 400 né 800 af því að það var síðast :P Eeeen keppi bara í Osló, gangi þér úber vel  :)

Agnes (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 22:22

4 Smámynd: Fjólan

sólveig: takk! verð að heyra í þér við tækifæri.. langt síðan ég heyrði í þér!

Agnes: hehe já ég var einmitt búin að sjá að það væri hvorugt.. hefði verið gaman að fá þig!

Fjólan, 30.5.2012 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband