Nú er ég komin aftur til Falun, elsku notalega Falun.. Ég þarf að búa til gott plan fram að 9. júní. Það er ekki bara það að ég þarf að gera rosalega mikið á þessum tíma,taka á móti systur minni sem er að koma í heimsókn, klára önnina (lokapróf og verkefni), undirbúa flutninga og svo auðvitað að æfa.. En það sem gerir þetta pínu flókið að það er alltaf endalaust af "árektrum" milli "hlutverka" í lífinu. Mig langar oft að gera e-ð tvennt í einu. Til dæmis kom ég til Íslands í viku til að vera í sextugsafmæli hjá pabba og vinna í vorverkum í sveitina, á sama tíma hefði ég geta verið hér í Svíþjóð og keppt á mótum hér.. næstu helgi er systir mín og hennar fjölskylda í heimsókn á sama tíma eru 2 mót sem mig langar að keppa á... í byrjun júní er flott mót í Noregi sem ég væri til að keppa á en það kostar of mikið og ég þyrfti líka að vera heima og ganga frá íbúðinni og klára skólan.. svo er mót 6. júní í suður svíþjóð og þá á ég að vera sama dag í lokaprófi hér í Falun.. síðan vil ég vera viðstödd útskrift hjá Jóni Steinari 9. júní á Akureyri en hefði geta verið á flottu móti í London..
Ég er nú samt heppin að hafa margt fyrir stafni í staðin fyrir að hafa ekkert að gera, en það getur verið erfitt að vega og meta hvað sé best að gera.. og þegar ég var að taka æfingu í dag þá kom lagið Agains the grain með City And Colour viðlagið er "you must follow your heart".. eða þú verður að fylgja hjartanu.. Þetta er kannski pínu þungt lag, en mér finnst það samt e-ð svo ljúft og fallegt.. og það spila allir "mismunandi hlutverk" í lífi sínu og oft eru árekstrar á milli þeirra og þá verður maður bara að fylgja hjartanu.. hvað segir það?
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka svo til að heimsækja ykkur! :-)
Jóhanna, 19.5.2012 kl. 20:31
Þú ert duglegust Fjóla :)
Sólveig Sara (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 23:41
Jóhanna: hlakka til að fá ykkur :)
Sólveig: haha.. takk fyrir það.. sumuleiðs! :*
Fjólan, 20.5.2012 kl. 10:48
Eitt af þessu er einfalt ... Jóhanna og co geta komið á völlinn þegar þú ert að keppa. !!
Mæja (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 21:13
nema að sú keppni er lágmark 5,5 klst i lest og kostar frekar mikið!
Fjólan, 23.5.2012 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.