Borðar þú ekki mikinn mat?

Ég var í sundi 15. maí og þegar ég var í sturtunni er stelpa þar á sama tíma.. sirka 8 eða 9 ára og er mikið að horfa á mig og pæla í mér.. segir svo loks "borðar þú ekki mikinn mat?" ég hélt ég hafði heyrt e-ð vitlaust eða væri ekki aðt ala við mig því ég þekkti hana ekki neitt.. hún endurtók spurninguna.. ég svaraði " jú veistu ég borða alveg hrikalega mikið! ég er alltaf borðandi"
 hún var frekar hissa og sagði "afhverju ertu þá svona mjó?"
ég" af því að sumir eru bara þannig, eru grennri en aðrir.. svo hleyp ég reyndar líka mjög mikið"
Hún "ég  get líka verið mjó..." og dró magann eins mikið og hún gat inn..

... svo kom mamma hennar og við það lauk þessum innihalds miklu samræðum okkar..

 Það er skrítið þegar ég kem aftur á Ísland og í sveitina þá er eins og ég hafði aldrei farið.. reyndar nokkrar nýjar búðir á Íslandi en mér finnst einhvern vegin eins og tíminn standi í stað hérna.. það er auðvelt að detta inn í rútinuna hérna strax.. sem er í raun að vinna eins og maður getur á hverju degi í sveitinni og fara að sofa örmagna.. fara til mömmu reglulega í hádeginu og fá heitan mat.. nákvæmlega sömu samræðurnar við pabba...  þegar ég er hér finnst mér eins og ég geti ekki farið aftur, það er nóg að gera og mér finnst ég þurfa að vera hér til að sjá um þetta allt saman.. nóg að gera í sveitinni, verkefni, sala og pantanir sem ég gæti sinnt.. Þetta er ágætis líf.. en ég er samt svo ánægð að ég fór til Svíþjóðar.. það er svo allt annað líf þar.. nýjar áherslur og meiri og betri einbeiting að íþróttinni.. ég er nokkuð viss um að eftir nokkur ár þegar ég verð búin að kreista það besta úr mér í frjálsum þá mun ég koma í sveitina og ekkert hefur breyst.. 

ég er bara að skrifa þetta í þeim tilgangi ef það er einhver að lesa þetta sem langar að prófa e-ð nýtt en finnst bara ekki geta farið.. óhugsandi að fara frá þessu lífi, maður "kann" ekkert annað.. einfaldast að vera bara heima.. en ég mæli með að prófa e-ð nýtt.. það er alltaf hægt að koma bara aftur heim.. ég tala nú ekki um þegar maður er ungur og engin börn og svona..  

 Það var svo ótrúlega gott móment á mánudaginn þegar ég tók æfingu í sveitinni í storminum.. Ég var að gera æfinga á ca. 100m kafla. og ca 50m af því var nokkurn vegin í skjólin frá trjám. Þegar ég var að hlaupa þarna fram og til baka þá var Vinur (hundurinn hans pabba) ekki að nenna að hlaupa með mér þar sem var ekki í skjóli.. heldur lagðist og beið þangað til ég kom í skjólið og hljóp þá með mér.. haha.. svo lögðumst við niður inn í garði þar sem var alveg skjól.. og lögðumst í "sólbað" Vinur lagðist á bakið alveg eins og ég.. haha.. þetta var e-ð svo skondið, þessi hundur er svo fyndin.. í gær var hann svo ánægður að hann brosti.. ég er að meina það! Jóhanna siss er vitni af því líka!

150750_10150981111326654_558026653_12077640_641054557_n

 60 ára afmælisbarið hann pabbi minn.. 

156188_10150981149376654_558026653_12077693_1358307661_n

 

Yndislega sveitin mín.. Hér erum við pabbi að sá rófunum.. Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Það var mjög krípí að sjá Vin brosa!

Jóhanna, 18.5.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband