Þá er keppnistímabilið hafið!

Það er ekkert blogg búið að koma frá mér nýlega, biðst afsökunar á því. Ég kom heim úr æfingabúðum á sunnudaginn var frá Nerje á Spáni. Það er alltaf yndislegt að fara í æfingabúðir Smile Ég ferðaðist óvenju mikið í þessum æfingabúðum. Það voru 2 hvíldar dagar og annan daginn fóru allir saman til Granada borgina, ætluðum að skoða Sierra Nevada en það er frekar hátt uppi og við gætum ekki farið að skoða það því að það var ófært útaf snjó!! á Spáni! niðri var 7°C og rigning.. mjög kalt! Við skoðum líka Alhambra það var mjög flott. Hinn hvíldardaginn fór ég í Afríkuferð. Vorum þrjú saman keyrðum til syðsta hluta spánar (komum við í Gibraltar til að smella mynd) og sigldum frá Tarifa yfir til Marokkó. 

Síðan ákvað ég að keppa á móti sem var í Malaga síðasta daginn. Það var ekki beint í prógraminu að keppa, þ.e.a.s að vera komin í keppnisform og ná góðum árangri en mig langaði að sjá hver staðan væri á mér og svo finnst mér líka svo gaman að keppa. Heppnin var alveg í hámarki þennan dag þar sem það var alveg svakaleg rigning, þetta var þriðji dagurinn á síðast liðnum 6 mánuðum sem það rigndi í borginni, á síðast liðnum 6 MÁNUÐUM!! og þegar það er rigning á Spáni þá eru spánverjar ekki mikið fyrir það að fara út þannig það var frekar fáment á mótinu.

Ég keppti í 100m grind og 400m hlaupi. Byrjaði á grindinni en áður en ég keppti þá var ég orðin blaut inn að beini þrátt fyrir að vera í regnfötum! það var samt hlýtt og ég var á hreyfingu.. við vorum svo bara 2 að hlaupa grindina.. og hvað haldiði.. hin stelpan þjófstartaði! þannig ég hljóp þá bara ein! Það var mjög fyndið þegar hann sagði á spænsku "takið ykkur stöðu" þá vissi ég ekkert hvað hann var að segja því hann var búinn að vera tala í talstöðina til að segja að stelpan hafði þjófstartað.. og ég gerði mér ekki grein fyrir því strax að ég ætti að taka mér stöðu.. haha.. fyrsta keppnin á spáni! ;)  
Hlaupið gekk vel fílaði mig ágætlega.. en ég var auðvitað ein þannig maður er einhvernvegin alveg 100%.. og þessvegna var ég svo rosalega hissa þegar ég sá tímann minn sem var 14,63sek!og vindur 0,0.. það er næst hraðasta hlaupið mitt á ævinni, það hraðasta er 14.60 síðan á landsmóti 2009.. ég var alveg í skýunum!

Svo var tæpir 2 klst í að ég átti að hlaupa 400m.. þessi bið var köld.. ég var öll svo blaut eins og fyrr sagði.. ég skalf og tennurnar glömruðu.. ég byrjaði svo aftur að hlaupa og hreyfa mig töluvert löngu áður en ég geri venjulega.. ég varð að fá hlýju aftur.. það stytti svo upp fyrir hlaupið en þá varð einhver seinkun og ég þurfti að bíða í 15 til 20 mín!.. Loksins fékk ég að hlaupa og fílaði mig rosa vel.. aldrei liðið svona vel í fyrsta keppnis 400m hlaupi.. mér leið kannski aðeins of vel, hefði átt að vera þreyttari því að tíminn var ekkert frábær eða 58,71.. þetta er samt mjög góð byrjun og veit núna að ég á meira inni og komin með betra sjálfstraust í að hlaupa hraðar í byrjun í næsta hlaupi..

Næsta mót hjá mér verður vonandi á Íslandi í næstu viku en ég er að koma á landið seint á fimmtudaginn og verð í viku.. 

Hér koma nokkrar myndir frá ferðalaginu: 

480179_10150870356816654_558026653_11932754_868709096_n

"Svalir Evrópu" þær eru í Nerje .. hér er hluti af hópnum að hoppa á þeim.. en við vorum als 37 með öllum í þessari ferð!

562035_10150909733856654_558026653_11971386_482669790_n

 Þessi mynd er frá Alhambra.. það var rigning, væri eftirvill fallegra í sól

564241_10150909734446654_558026653_11971387_594859830_n

 Önnur mynd þaðan.. hluti af garðinum, hluti af kastalanum fyrir aftan.. og hluti af Granada borgin þar fyrir aftan

558683_10150909736246654_558026653_11971393_1836624215_n Svo var æft.. kasta kúlu aftur á bak

533151_10150909738331654_558026653_11971399_1265925033_n

Farið á ströndina

545780_10150909738651654_558026653_11971401_2108821631_n

 Svo límdust steinarnar við mig..

 
546413_10150909739016654_558026653_11971402_1537308774_n

 
Þar sem þetta var ekki svona sandströnd var þetta kastalinn sem ég bjó til
575034_10150911806076654_558026653_11972504_1719412753_n
 Gibraltar
554456_10150911806151654_558026653_11972505_393396442_n
 Flottur stimpill sem ég fékk í vegbréfið
535706_10150911807471654_558026653_11972513_1152968820_n
 Það voru markaðir allstaðar þar sem borð komst fyrir! ólík menning þarna.. sjáið það t.d bara á klæðnaðinum hjá fólkinu sem sést á þessari mynd
540295_10150911807631654_558026653_11972514_848450866_n
 Rosa mikið af köttum útum allt.. og mjög skítugum (eins og öll borgin) og vantaði oft á þá skottið eða eyrað! þeir voru líka inn á veitingastöðunum! einn veitingarstaður sem við fórum á reyndist ver mjög "skítugur" sáum t.d þjón sem missti brauð á mjög skítugt gólf, tók það upp setti það aftur í körfuna og lét það á borð hjá fólki! þetta sáum við eftir að vera búin að borða þarna! maginn á mér er ennþá að jafna sig!
533042_10150911807816654_558026653_11972515_1239775008_n
 Það var alveg fáranlega þröngt á milli húsanna þarna! eins og hér þá er auðveldlega hægt að teygja sig yfir í gluggan hjá nágrannanum!
 
560591_10150946723666654_558026653_12008873_1496663756_n
 Mynd tekin frá keppninni í Malaga.. ég er í hlýrabol merkt Falun IK en það er liðið sem ég keppi með hérna úti. 
 
Video af hlaupunum má sjá hérna fyrir neðan:
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband