"There is nothing that I can do"

Uppáhaldslagið mitt þessa dagana er "He doesn't know why" með Fleet Foxes.. Þetta lag kom á ipodinum mínum þegar ég var úti að hlaupa.. og í þegar það kemur í "there is nothing I can't do.." ég heyrði e-ð vitlaust eða vildi kannski heyra annað og fannst eins og hann væri að segja "það er ekkert sem ég get ekki gert".. og þá fannst mér þetta rosa powerful lag.. að maður getur gert allt sem manni langar.. ég reyndi að hlusta betur á textann en þar sem ég er með athyglisbrest á háu stigi var ég alltaf farin að hugsa e-ð allt annað áður en ég náði að hlusta nógu lengi á texta til að ná einhverju samhengi.. hehe.. 

Ég tók svo eftir því að hann segir í laginu "það er ekkert sem ég get gert".. það er ekki alveg eins upphífandi.. og þá fór ég að skoða textann betur og ath. hver meiningin væri með laginu.. Ég komst þá að því að hann er að syngja um bróðir eða e-h náinn sem er heimilislaus.. líklegast í einhverju rugli og hann vill hjálpa honum en það er ekkert sem hann getur gert.. Frown það er ekki alveg nógu skemmtilegt.. og nú tengi ég aðrar aðstæður við þetta lag... en mér finnst þetta lag samt ennþá mjög gott Smile

389229_10150804954051654_558026653_11739411_917696623_n

Við flögguðum á páskadag Grin

535980_10150814764221654_558026653_11783582_687059529_n

Ég er ennþá að vinna í mínu páskaeggi.. hehe.. ekki mikil súkkulaði manneskja..(samt lakkríspáskaegg) ég var bara ekki búin að borða nammi svo lengi.. svo fæ ég líka alltaf nægan svefn núna og því ekki eins þreytt = langar ekki eins mikið í nammi! W00t 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha, þú ert svo fyndin!

annars er þetta uppáhalds hlaupalagið mitt þessa dagana: http://www.youtube.com/watch?v=Hei_T3x40Rk

Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 18:13

2 Smámynd: Fjólan

já þetta er ágætis lag sem þú komst með (Y)

Fjólan, 15.4.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband