skondin mismæli..

Þegar maður er að tala e-ð annað tungumál en sitt móðurtungumál þá er algengt að maður segi e-ð sem hljómar pínu öðruvisi en orðið sem maður ætlaði að segja en meiningin verður allt önnur! Ég er búin að lenda aðeins í þess núna hér í Svíþjóð en ég hef bara húmor fyrir því. Um daginn ætlaði ég að segja hvaða æfing var næst á prógramminu er borið fram "häck sittande växla ben" (þýðir grindarstaða víxla fótum) en ég sagði "häck sittande vaxa ben".. þýðir grindarstaða vaxa fætur, eins og ég væri að segja að við ættum næst að fara að vaxa á okkur lappirnar.. hehe

og fæ að heyra fleiri sögur um fólk sem hefur gert slíkt hið sama.. 

Það var t.d maður sem var að sýna verksmiðjuna sína og ætlaði að segja "Here is the wrapping room" (hér er pökkunarherbergið).. en sagði "here is the raping room" (hér er nauðgunar herbergið).. hehe..

svo var ein sem ætlaði að spyrja hvort hún hafi brennt tunguna eða "did you burn your tongue" en sagði "did you brun your thong"  eða spurði hvort hún hafi brennt g-stenginn sinn... 

Svo er ég með kennara sem er með ótrúlega mikinn hreim.. og þegar þún ætlar að segja "think" segir hún "zing".. og í síðasta tíma var hún mikið að tala um að fókusa á hitt og þetta en þegar hún ætlaði að segja "Focus on" sagði hún alltaf "Fokksjú on".. hahaha

Annars eru páskarnir í hámarki núna.. ég er við það að tryllast úr spenningi að fá að borða íslenska risa stóra páskaeggið mitt á morgun.. við erum ekki búin að borða nammi lengi til að koma á mótsvið allt nammi átið á morgun.. ég held reyna að þá hafi ég þar af leiðandi minna nammiþol  hehe...  

 Ég vona að allir hafi það sem allra best um páskana!

enda á tveim myndum frá MÍ og bikarkeppninni inni sem Óli Guðmunds tók og ég var fyrst að sjá í gær..

536079_3558814779171_1536822288_3132115_560383680_n
 
Sigga þjálfari og ég í hástökkskeppninni.. hún var svo mikið krútt þegar ég fór yfir 171cm í þrautinni þá fór hún bara að gráta hún var svo glöð.. yndisleg Kissing 
555515_3558730897074_1536822288_3132083_1390470060_n
Kvennaliðið á bikar.. eintóm gleði W00t 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband