Ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig :)

Seinni hlutinn af önninni hjá mér er byrjuð, sem þýðir að ég er búin með 2 áfanga og var að byrja í 2 nýjum áföngum (mjög áhugaverðum áföngum). Í tíma í gær var verið að fjalla um viðhorf hjá fólki á vinnu stað eða "attitude".. (finnst enska orðið lýsa því betur). Þetta sérist um að kunna að lesa út viðhorf hjá fólki til að geta áætla fyrirfram hver hegðun þeirra verður, reyna því að breyta því með því að gera fólk ánægt í vinnunni.. út frá þessu fór ég að hugsa að fólk vill alltaf meira en það hefur. Það er oft á tíðum ekki ánægt með sinn árangur. Maður á að vera jákvæður og ánægður með það sem maður hefur, ég er t.d alltaf svooo ánægð að geta sofið í góðu rúmi, með hlýja sæng og í hlýju húsi og fá að fara sofa.. aaahh...

Það þarf ekkert að vera slæmt að fólk vill meira, það er gott að stefna áfram og upp á við. En það sem mér finnst oft vanta að fólk sé ánægt með það sem það hefur og líka vantar að fanga sínum árangri. Að hrósa sjálfum sér fyrir að gera e-ð sem það leiðist mjög að gera en þarf samt að gera eins og t.d fara til læknis. Eins og þegar börn fara til  tannlæknis þá fá þau verðlaun þegar þau eru búin og kannski 2 ef þau eru extra dugleg. Það er ekki barnalegt að vilja fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir. Ef manni finnst e-ð erfitt, ef maður er að standa sig vel, ef manni tókst að gera e-ð o.sv.frv. Þá finnst mér fólk eigi að njóta þess augnabliks.. kannski að maður gæti gefið sér 100kr fyrir hvert svona atriði í lífinu og safnað sér fyrir kjól á endanum.. eða einhverju sem manni langar í.. Ég held að fólk gleymi oft að "verðlauna" sér fyrir e-ð eftir að foreldrar hætta að sjá um það. 

Mér finnst allt of algengt í frjálsum að fólk sé ekki ánægt með bætingar hjá sér. Það á þó oftar við yngra fólkið/unglingana. Kannski er viðkomandi að bæta sig rosa flott en er ekkert ánægður með bætinguna því hann ætlaði að bæta sig meira eða finnst þessi árangur ekkert góður miða við árangur hjá einhverjum öðrum o.sv.frv. Þetta finnst mér svo ótrúlega sorglegt! maður er að bæta sig, maður er skrefinu nær, það er ekki hægt að fara fram á meira en bætingu. Ég hef líka heyrt frá eldra íþróttafólki þegar það minnist þess að það var aldrei ánægt með að hafa verið að bæta sig þegar það var yngra og sæi eftir því mörgum árum seinna. 

Ég reyni að vera alltaf að vera glöð með alla bætingar, bætingar geta ekki verið annað en jákvætt.  Ég er hinsvegar ekkert rosa dugleg að verðlauna mér e-ð sérstaklega fyrir einhvern árangur. Aðallega því ég er svo nísk hehe.. ég tími aldrei að kaupa neitt sem ég þarf ekki nauðsynlega.. kannski spilar aðeins inn í að vera námsmaður og vera svo alltaf að æfa þess á milli.. Í vikunni fannst mér ég samt mjög dugleg að gera e-ð sem meir leiðist mjög og þá fékk ég svona tilfinningu að mig langaði í verðlaun eins og þegar ég var 5 ára hjá tannlækninum.. hehe.. og fór að hugsa afhverju maður verðlaunar sig ekki fyrir svona hluti.. svarið mitt er "það er of dýrt".. Frown en ég held að ég megi alveg við því að setja 100kr í bauk.. það að ég láti 100kr í þennan "duglega-bauk" fær mig til að brosa.. brosa framan í heiminn því þá brosir heimurinn framan í mig! Grin 

btw. ég þarf bara að kaupa mér einhvern bauk.. hehe.. W00t 

positivitysmile

 

þessi mynd er svolítð góð því að maður tekur svo sannarlega eftir því hvort fólk sé ánægt eða ekki.. ert þú í bláa eða gulaliðinu?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Fjóla mín, þú getur svo sannarlega verðlaunað þig miðað við frábæra árangurinn þinn ;) Er ekki banki þarna nálægt að gefa sparibauka? Knús og haltu áfram að vera svona dugleg og jákvæð. Ég er í gula liðinu með þér!

Halla (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 22:19

2 Smámynd: Fjólan

takk fyrir það Halla.. jú það eru eflaust bankar hér sem gef spaibauka... kannski er það samt bara fyrir yngri krakka e-ð.. veit ekki ég þarf að kanna málið.. Gott að þú sért í gula liðinu! Like á það ;)

Fjólan, 6.4.2012 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband