Mér hefur alltaf fundist hrökkbrauð ágætis máltíð milli mála.. ekkert himneskt... en það breyttist þegar ég fékk réttu uppskriftina! Vinkona mín sem deilir svipuðum áhuga á hollum en æðislega góðum mat sendi mér þessa uppskrift einu sinni.. Ég lét samt ekki verða að því að baka þetta því þetta var hrökkbrauð.. fannst það e-ð hljóma óspennandi.. Það var ekki fyrr en þessi sama vinkona bakaði það fyrir mig að ég áttaði mig á hversu miklu ég var búin að vera að missa af! Þetta hrökkbrauð er algjör snilld!
Það er svo sjúklega gott að ég get stundum bara ekki hætt borða það.. sem er stundum ekki sniðugt því maður verður nefnilega vel saddur af þessu..og ef það er kannski matur eftir klst get ég voða lítið borðað.. hehe.. orkan sem maður fær eftir að borða þetta dugar manni líka alveg ótrúlega lengi.. Þessvegna fæ ég mér oft hrökkbrauð fyrir æfingar því þetta er líka mjög létt í magann.. eða þegar ég fer í fjallgöngur þá tekur maður með sér e-ð sem er ekki of þungt en mikil næring..
Uppskriftin af þessu yndislega hrökkbrauði er: Ég fæ mér yfirleitt ost og gúrku.. mér finnst það best.. hérna var osturinn reyndar alveg að verða búin og þessvegna er hann í einhverjum tjásum á hrökkbrauðinu.
1 dl Sólblómafræ
1 dl graskerafræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt hveiti
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tesk Maldon Salt
Þessu hrært öllu saman í einn graut.. flatt út á plötu (látið smjörpappír ofan á og flatt út með kökukefli).. Síðan skorið í sneiðar eins og manni listir.. skellt inn í 200°C heitan ofn í 10-15 mín.. en þangað til að það er farið að brúnast og orðið stökkt.. ekki flóknara en það.. þessi uppskrift er samt ekkert heilög.. ég læt alltaf ca 4dl af fræjum en ekki þessum hlutföllum.. mér finnst sesamfræin ekkert rosa góð.. og þá læt ég minna af þeim og meira af sólblóma og graskerafræjum.. ég notaði einu sinni söltuð graskerafræ og sleppti þá að láta salt.. en svo hef ég bara ekkert notað salt síðan.. þannig þessi uppskrift er svona til að byrja með og svo finnur maður út hvað manni finnst best.. ;)
Mér finnst svo best að drekka te beð brauðinu.. eiginlega bara ómissandi!
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mmm girnó, ég prufa þetta fljótlega
Bergþóra (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 22:50
Á einmitt heilan kassa af þessu hrökkbrauði. Hrikalega gott! :)
Ragga (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 10:19
Berþóra: já endilega! átt ekki eftir að sjá eftir því..
Ragga: nice.. heill kassi.. eins gott að ég komist ekki í hann.. haha
Fjólan, 18.3.2012 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.