Það er ótrúlegt hvað ljósmyndir eða setningar geta verið mikill inblástur fyrir mann. Oft þarf bara einhver ein hvatning, hrós, staðreynd ofl. til þess að fylla á tankinn af eldmæði. Eldmæði sem drífur mann áfram þegar maður er að hlaupa brekkuspretti og nokkrir metrar eftir.. þegar æfingin er svo erfið að þig langar að leggjast niður og sofa... þegar það er rosa freistandi að fá sér ís alla daga.. þegar pressan er svo mikil að best væri bara að fara undir sæng og týnast..
Þessa mynd sá ég hjá vinkonu minni á facebook.. og mig langar bara helst að fara út í höll og taka æfingu núna!
Mér finnst þessi mynd segja svo mikið, veit ekki hvort hún hafi sömu áhrif á ykkur.. Aðal ástæðan er sú að þegar ég er á æfingum að taka spretti eða lyfta eða hvað sem ég er að gera þá er ég ekki nærrum því alltaf fyrst.. eða lyfta þyngstu lóðun og fram eftir götunum. Stundum hugsa ég "afhverju er ég að stefna svona hátt.. segja að ég ætli til Brazilíu 2016..."?... jú af því ég get það! af því ég vil það og mun gera það! það er einhver þáttur sem ekki allir hafa.. Ég veit að ég á 4 ár af miklu púli og vinnu fram undan en ég veit svo sannarlega að það er þess virði.. Ég var einmitt að tala við stelpu í dag sem er hætt í frjálsum og ég spurði hana afhverju hún væri hætt.. svarið hennar var "af því til þess að ég mundi ná að bæta mig aðeins meira þyrfti ég að leggja svo rosalega á mig, ákveðin lífstíl sem mig langar til að gera"..
Ég veit ekki hversu oft ég heyri fólk segja mér hetju sögur af sér þó það sé jafnvel yngra en ég.. að segja mér frá því hvað viðkomandi var efnilegur.. vann hina og þessa.. hljóp svona hratt eða skoraði svona mörg mörk.. þegar ég spyr svo.. og hvað? hvað gerðist?.. þá er fátt um svör... eða "ég varð of cool... langaði að skemmta mér.. ég nennti þessu ekki... byrjaði að djamma.. flutti í burtu... " o.sv.frv.. undantekningarlaust sér þetta fólk alltaf eftir því að hafa hætt eftir nokkur ár.. trúa því að þeir hefðu komist langt með að sigra heiminn.. eða í þá áttina..
Það er staðreynd að mesta brottfallið í íþróttum er á unginlingsárunum.. ef hópurinn er góður og góðir félagar í íþróttinni sem halda áfram að æfa er líklegra að fleiri haldi áfram..eða að viðkomandi sé nógu ákveðin í að halda áfram... Það er alltaf jafn sorglegt að sjá unga og efnilega einstaklinga sem síða hverfa bara.. Allir verða unglingar og vilja kanna heiminn.. Ég er engin undantekning á því.. Ég hélt samt áfram þó að ég var ekki að bæta mig.. þó ég komst ekki einu sinni í boðhlaupsveitina hjá Selfoss liðinu.. og í gær var ég valin íþróttamaður HSK 2011 ... ég er ekki að fara að hætta núna.. ég hlakka til að takast á við þessa krefjandi ákvörðun um að ætla til Brazilíu. Af því ég get það!
Flokkur: Bloggar | 11.3.2012 | 21:32 (breytt kl. 21:52) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju Fjóla mín- þú ert snillingur.
Og þetta er ekki það eina sem þú getur, þú ert ritsnillingur líka.
Kannski geturðu allt? alveg örugglega- bara ef þú vilt. Knús.
Helga R.Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 21:50
Takk fyrir það Helga mín.. en nei ég get nú ekki allt.. en flest er hægt ef viljinn er fyrir hendi :)
Fjólan, 12.3.2012 kl. 21:44
Góður texti Fjóla, mig langar bara á æfingu núna!!!! Til hamingju annars með titilinn:-)
Ágústa (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 09:41
Takk fyrir það ágústa! það er gott að hann hafi jákvæð áhrif :)
Fjólan, 14.3.2012 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.