Þá er keppnistímabilinu mínu lokið í vetur. Ég átti alveg ótrúlega gott keppnistímabil, ég bætti mig í öllum greinunum sem ég keppti í. Ekki get ég verið verið annað en súper glöð með það! Bætingarnar voru eftirfarandi:
60m úr 8,28 í 8,13s (1/100 frá HSK-metinu)
60m grind úr 9,18 í 8,993sek (HSK-met)
200m úr 26,64 í 26,13 sek (HSK-met)
400m úr 58,35 í 57,21 sek (HSK-met)
800m úr 2:25,00 í 2:18,74
Langstökk úr 5,17 í 5,35
Hástökk úr 165 í 171cm
Kúluvarp úr 9,21 í 9,91m
fimmþraut úr 3474 í 3793 stig (16 stigum frá HSK-meti)
Held ég sé alveg örugglega ekki að gleyma neinu :) Ég er búin að ver mjög dugleg að æfa og vissi í nóvember að ég hafi aldrei áður verið eins hröð og sterk eins og ég var þá. En svo upp úr miðjum mánuði verð ég veik og jafnaði mig ekki almennilega af því fyrr en um miðjan jan! Ég æfði mjög lítið lok nóv og farm að jólum útaf veikindum.. og svo auðvitað greindist pabbi með krabbamein rétt fyrir jólin og svona. Þegar ég kom hingað út til Falun var ég ekki búin að fá að hvílast nóg í 3 mánuði! ég var alveg að fara að brenna út held ég! ég er bara svo ótrúlega ánægð að ná þessu árangri og er mjög spennt fyrir sumrinu. Ástæðan samt fyrir því að ég náði þessu árangri er að ég var búin að leggja mikið inn í haust.. auk þess að fá stuðning frá fólki. Held að það hafi aldrei eins margir komið og horft á mig keppa eins og á þessu tímabili.
Benke er búinn að búa til fullt af tölfræðilegum reikningum hvað ég á að gera hlaupið hratt og hversu mörg % ég þarf að bæta mig til að hlaupa á X-hraða o.sv.frv. Hann er búinn að setja upp plan fyrir næstu 6 mánuði, þetta lýtur allt saman mjög vel út. Nú er uppbyggingar tímabilið fyrir sumarið byrjað sem þýðir æfingar 8x í viku og já ekki má gleyma HARÐSPERRUR.. og þreyta.. hehe en ég sef sko nóg núna.. ég held ég sé búin að sofa svona að meðaltali 9,5klst á nóttu síðan ég kom hingað.. haha.. það tekur svo langan tíma að ná úr sér svona lang þreytu.. Það er svo mikilvægt að hvílast vel ef maður á að ná að vinna úr æfingunum.. og líka auðvitað að borða.. það var frekar skondið í skype-samtali í gær fékk ég "ooog þú ert að borða.. þú ert aaalltaf að borða!!" hehe..
Ég ætlaði að keppa um helgina á sænska meistaramótinu í fimmþraut.. En Benke og ég vorum sammála um að það væri ekki rosa sniðugt. Þar sem ég er til dæmis búin að bæta mig glæsilega í fimmþraut á tímabilinu en aðallega útaf því að mér er búið að vera svo illt í ökklunum og ristunum. Ég er búin að fara í röntgen, 2 sjúkraþjálfara og pæla í þessu.. og niðurstaðan er sú að ég þarf innlegg, ég er með "flat food".. auk þess er ég farin að hlaupa "betur".. þ.e.a.s tæknilega og þá kemur meiri pressa/þyngd á ristina og þá fæ ég verk útaf ég er með "flat food".. Ég er núna því að gera extra æfingar til að styrkja þetta svæði og aðeins minni hlaup og hopp.. þannig að keppa í fimmþraut er ekki beint góð hugmynd..
p.s í dag var ein æfing í æfingunni 2x10 upphífingar í hringjum.. ég hélt það væri grín.. ekki séns að ég gæti þetta.. Benke sagði að hann mundi hjálpa mér.. þ.e.a.s lyfta undir þegar ég gæti ekki sjálf.. og guð minn var þetta erfitt.. held að Benke hafi fengið ágætis æfingu sjálfur á að lyfta mér.. haha.. en ég ætla svo að muna eftir þessu mómenti þegar ég næ að gera þessa æfingu sjálf, án aðstoðar!
Ætli ég verði þá ekki orðin eins og þessi gæi.. hehe
Flokkur: Bloggar | 8.3.2012 | 22:34 (breytt kl. 22:35) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er líka með flat foot og við erum ekkert verra fólk en annað ;) En til hamingju með allar þessar stórkostlegu bætingar. Þú hefur greinilega lagt inn stóra summu í bankann í haust og ert búin að taka þá alla út aftur með vöxtum og vaxtavöxtum ;)
Guðmunda (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 22:44
Glæsilegt, til hamingju með þetta allt :)
Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 22:49
Guðmunda: okay, og notaru innlegg? ég mundi kannski ekki þurfa þess ef ég væri ekki að æfa svona mikið.. og gæti þá bara verið að styrkja fæturnar.. en ég vil hlaupa líka hehe.. en jamm það er mikilvægt að leggja inn til að geta tekið út ;) og takk fyrir það! :)
Bergþóra: takk fyrir það! :)
Fjólan, 9.3.2012 kl. 08:05
Alveg glæsilegt tímabil hjá þér stúlka!!! Það verður spennandi að fylgjast með þér í sumar, held að það sé líka skynsamlegast að geyma fimmtarþrautina fyrst að líkaminn er ekki í nógu góðu ásigkomulagi. Hann lætur mann vita af því ef eitthvað er ekki í lagi og þá er betra að hlusta:-)
Ágústa (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 13:54
Takk fyrir það Ágústa :) jamm það er mjög mikilvægt að hlusta á líkamann.. maður getur ekki gert meira en hann sættir sig við ;)
Fjólan, 9.3.2012 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.