Vatnsmelónur

Ég eeeeeeelska vatnsmelónur.. afhverju? því þær eru svo svalandi, góðar á bragðið, hollar og mér líður vel af þeim! Það er orðið fastur liður hjá mér að fá mér vatnsmelónu fyrir keppnir. Ástæðan er aðallega því mér líður svo vel í maganum. Ég er með frekar viðkvæman maga og ekki batnar það ef það er stress/spenna eins og oft er í keppnum. Vatnsmelóna er eiginlega "náttúru-magalyfið" mitt.. Það er sérstaklega gott að borða vatnsmelónurnar samhliða ef maður er að fá sé einhverja óhollustu um helgar. Þær eru líka ótrúlega góður kostur ef það er sjúklega heitt úti.. Ég er allavega þannig að ef það er mjög heitt hef ég litla list.. en að borða vatnsmelónu þá fær maður næringu og vökva, þar sem þær eru yfir 90% vatn. 

Ég var að borða melónu og langaði til þess að fá aðeins vísindalegri ástæður fyrir því afhverju mér líður svona vel af því að borða þær. Þannig ég fór að skoða og leita af netinu og fann margt áhugavert. Hér eru nokkrar setningar sem ég fann:

 "Vatnsmelónur eru heppileg og holl fæða sem hefur jákvæð áhrif á blóðrásarkerfi hjartans án aukaverkana."  (Fittnesfrétir)

"til eru 4 þúsund ára gamlar myndir af egypskum bændum að tína vatnsmelónur." (hugin.is)

 "Vatnsmelónur innihalda meira af náttúrulega litarefninu lycopene en aðrir ávextir. Nú hafa bandarískir vísindamenn komist að því að efnið er eins og baráttuglaður hermaður gegn krabbameinsfrumum." (mbl.is)

"Þær vaxa villtar í Afríku, og eru eru ræktaðar í Evrópu og Bandaríkjunum. " (mbl.is) 

"Vatnsmelónur eru hitaeiningasnauðar en innihalda nokkuð af A-, B- og C-vitamíni auk kalks og annarra steinefna" (bananar.is)

"„Vatnsmelóna er afar hreinsandi. Hún er bólgueyðandi og getur slegið á einkenni af astma, sykursýki, ristilkrabbameini og liðagigt. Vatnsmelóna er full af A- og C-vítamínum. A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka. Það veitir öfluga vörn gegn veirusýkingum. Báðar þessar vítamíntegundir styrkja ónæmiskerfið.“" (dv.is) 

Vatnsmelóna

fann þessa mögnuðu mynd þegar ég var að leita af vatnsmelónu.. en flestir vita að þær líta yfirleitt svona út í búð

WATERMELON

 

 fólk er oft að velt fyrir sér hvernig velja á melónu.. Fólk heldur oft að ég sé að leika e-ð frumskógar atriði.. Því að þegar ég vel melónu byrja ég á að ýta frekar fast á endana á þeim.. þeir eiga ekki að gefa eftir.. þegar ég er búin að snúa flestum melónum og finna réttu þá þarf byrja ég að hrista þær og það má ekki "gutla í þeim".. því næst banka ég í melónuna til að heyra hvort það heyrist ekki svona "tómahljóð".. ef svo er þá er hún fullkomin.. svon yfirleitt allavega.. hehe.. Eða eins Dr. Gunni velur sínar melónur...

 "Því dökkgrænni og stærri því betri. Klappaðu vatnsmelónu létt með flötum lófa, djúpur þykkur tónn þýðir góð melóna" (dr. Gunni) 

 Enda svo á myndum sem ég tók í gær..

 

416856_10150728822011654_558026653_11466451_1893174489_n

 

 

431275_10150728828686654_558026653_11466463_842725494_n417306_10150728830716654_558026653_11466470_1510611111_n427403_10150728831921654_558026653_11466473_1553520414_n422838_10150728834001654_558026653_11466478_32126261_n422452_10150728836321654_558026653_11466484_971678286_n424362_10150728825446654_558026653_11466457_2014649614_n

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt blogg hjá þér Fjóla og fullt af fróðleik... :) Það er rétt að lækningu má oftast bara finna með réttu mataræði..:D Flottar myndir..:)

Eyrún Halla (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 19:57

2 Smámynd: Fjólan

Takk fyrir það Eyrún :)

Fjólan, 7.3.2012 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband