Ég ætla að hafa þetta bara myndablogg.. bara myndir og myndbönd.. og smá texti undir
Þegar ég kom á Ísland voru túnin græn.. en lárétt rigning.. svo var voru dagar eins og það væri komið sumar... svo einn daginn þegar ég vaknaði var veðrið svona.. þegar ég fór var aftur farið að rigna.. alveg ótrúlegt veðrið á Íslandi.. ég var nú samt ekki svo lengi á landinu..
Ég og Vinur fórum í nokkra göngutúra.. hann var hæst ánægður með það, hvort sem það var stormur eða logn ;)
Svona var gólfið kl.23 og ég var að fara morguninn eftir!..
Klósetsetan okkar
Í bílastæðahúsinu hjá Global.. ég alveg að farast úr spenningi að fara að keppa :)
Global.. Höllin er eins og stór snjóbolti.. þetta er ekki bara frjálsíþrótta höll heldur er hún notuð í allt mögulegt.. t.d er Idol þættirnir teknir upp þarna ofl..
Martin, Elin og Elias.. Við keppum öll fyrir Falun IK.. þarna vorum við ný búin að finna sætin okkar.. það var allt mjög flókið þarna.. að komast á milli staða.. ég og Elin vorum svona ca 30 min. að komast í sturtu.. og svo var ég álíka lengi að komast aftur til baka því ég var alveg búin að tapa áttum og labbaði tóma steypu.. haha...
Ég get verið frekar léleg í því að skipta á milli tungumála.. og ég var að spyja Elin að einhverju og hún skildi mig ekki.. og ég endurtók.. og hún bara he? og ég endurtók aftur..og hún spyr til baka hvað ertu að segja? og ég sagði þá einu sinni enn, mjög hægt.. og áttaði mig þá á því að ég var að tala íslensku við hana.. haha.. ekki í fyrsta skipti sem ég tala íslensku við svía! hehe..
Það voru allavega 9136 áhorfendur.. það var nýtt evrópu-met í áhorfendafjölda í innanhúshöll þetta kvöld! alveg ótrúleg stemming..
Ég ætlaði að fá mér jógúrt og keypti þetta.. leit girnilega út með múslí og svona.. en þetta var bara alls ekki jógúrt! þetta voru einhverjir ostabitar í kotasælu!!! ojjj kotasæla.. ojjjjjj!!! og þetta múslí var líka e-ð mjög skrítið.. ég var svo mikið að reyna að borða þetta (því ég var ný búin að henda langloku sem var ógeðsleg.. hún var súr á bragðið!) en það var ekki hægt að éta þetta..
Það stendur meira að segja cheese á þessu! ég er alveg steikt.. en EKKI kaupa þetta þetta er horbjóður!
Þetta jarðarber var hinsvegar mun betri kostur..
Hér er Isinbajeva að fara að stökkva.. magnað að vera vitni af heimsmeti..! :)
Ég og Trausti.. Íslendingarnir sem kepptu á XL-galan
myndbönd
Vinur aðeins of spenntur.. Þetta var einn daginn þegar ég var að reima skónna.. þá vissi hann að við vorum að fara út, hann var aðeins of spenntur!
Þegar við komum í höllina ákváðum við að labba einn hring á brautinni.. aðeins að sjá hvernig þetta væri.. ná mesta úr sér.. hehe.. tónlistin er s.s hljómsveit sem var í höllinni.. þetta var áður en keppnin byrjaði og var verið að prófa allt.. ljósin og svona..:) þegar ég labbaði þennan hring fann ég spenningin, stemminguna og tilhlökkuna til að fara að keppa það var æði.. á meðan félagarnir mínir voru að tuða yfir hvað þetta væri ömurleg braut.. sem var reyndar alveg rétt.. frekar mjóar brautir og gamalt tartan.. en bara gaman :)
Hlaupið mitt.. Við bættum alla okkar besta árangur.. flott hlaup hjá okkur :) þetta var ekki alveg nógu gott start hjá mér.. ég var svo stressuð að þjófstarta aftur.. haha.. Ég er rosa ánægð með tíma, sérstaklega því þegar ég kom í mark vissi ég að þetta var gott hlaup.. en mér fannst það ekki svona frábært..held að ég geti bætt það og farið hraðar af stað í byrjun :) sem þýðir að ég get hlaupið eeen hraðar.. en nokkuð víst að þetta hafi verið síðasta 400m hlaupið mitt inni í vetur..
Flokkur: Bloggar | 24.2.2012 | 23:20 (breytt kl. 23:26) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú er ormur ! ( bara svona til að segja eitthvað) :-/
Mæja (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 23:39
Vá! nú hef ég þrjár ástæður til að koma til Sviþjóðar (þig, Jón Steinar og KLÓSETTSETUNA!!) haha :)
Hjördís Lind (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 00:21
Flott hlaup hjá þér!!
SólveigSara (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 09:22
Heyrðu já KLÓSETTSETAN er geðveik !!!!
Mæja (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 09:38
Gaman ad sjà myndir :)
Anna Lisa sandholt (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 09:43
Mæja: flott hjá þér að kommenta! kann að meta það :)
Hjördís: hehe.. já.. held að klosetsetan sé aðal ástæðan. hehehe
Sólveig: takk kærlega fyrir það! :)
Anna: takk fyrir.. gott að einhver hefur gaman af því :)
Fjólan, 26.2.2012 kl. 10:17
KOTASÆLA MEÐ MÚLSÍ? whaaat? nú skil ég ekki...
en alltaf gaman að sjá myndir, mátt endilega vera duglegri við að sætja þær inn! :D
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 13:50
jább.. bergþóra.. ekkert grín.. ! :|
Fjólan, 26.2.2012 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.