ég var alltaf á leiðinni að blogga í vikunni.. en allt kom fyrir ekki og ekkert blogg er búið að koma um meistaramótið .. Nú er Bikarmótið líka búið og ég sit hér á Arlanda flugvellinum að blogga á meðan ég bíð eftir lestinni..
Síðustu helgi þegar ég keppti í meistaramóti Íslands.. keppti ég í 60m, 60m grind, 200m, hástökki og boðhlaupi.. Ég byrjaði á að bæta mig í 60m, hljóp á 8,13, átti áður 8,28.. ég ákvað að sleppa úrslitinum því ég var að keppa í hástökki á sama tíma og komin upp í háar hæðir. Ég sigraði hástökki og stökk 167.. þessi hástökkskeppni var frekar öðruvísi.. ég var ekki nógu stabíl í stökkunum, eða misjöfn.. veit ekki alveg hvað málið var.. en sigurinn staðreynd :)
Daginn eftir keppti ég 2x í grindinni og 2x í 200m.. það eru s.s undanrásir og svo úrslit..og svo boðhlaup.. fyrst hljóp ég 200m.. á tímanum 26,53.. átti áður 26,64.. fór næst í grindarhlaupið.. og þegar ég var að hita upp fyrir það byrjaði ég að sjá e-ð skrítið.. sá svona hvíta flekki (eins og þegar það er búið að taka mynd af manni með flassi).. svo byrjuðu þessir flekkir að aukast og stækka og ég var farin að sjá mjög illa.. Ég fékk mér powerade og banana.. en það hjálpaði ekkert.. þetta varð bara verra og svo byrjaði að koma stjörnur með.. svo var mér eiginlega farið að svima á að labba en sjá eiginlega ekki hvert ég var að labba.. svo var komið að hlaupinu.. ég geri mig klára í blokkunum og horfi alltaf svo undir grindurnar rétt áður en ég hleyp.. nema hvað að það að ég sá engar grindur! Ég hljóp á tímanum 9,08 og var komin í úrslit..
Þá var það úrslit í 200m.. þessar sjóntruflanir urðu verri og stingandi hausverkur var kominn líka.. ég var farin að sjá mjög brenglað þarna.. séstalega svona útundan mér.. það var allt eins og beyglaður spegill .. ég lagðist niður og hélt fyrir augun, tók eina hraðaaukningu fyrir hlaupið.. og hljóp svo á tímanum 26,13 og nýtt HSK-met.. og þriðja sætið fékk ég fyrir það! :) ég fékk mér meira að borða, fór út og fékk mér fríkst loft.. fór í hljótt og dimmt herbergi og hvíldi mig þar í 20-30 mín og brjálaðan hausverk.. svolítið eins og það væri sverð í gegnum hausinn á mér! Eftir hvíldina sá ég aftur eðlilega og var "bara með hausverk" .. hljóp úrslit í 60m grind hljóp á tímanum 8,993.. sem er fyrsta skiptið undir 9sek og nýtt HSK-met.. en á pappírum er tíminn 9,00.. ekki alveg eins flott tala.. og varð í 2. sæti..
Síðan var boðhlaupið.. ekki mikið að segja um það.. kláruðum það á sæmilegum tíma og enduðum í 4. sæti.
Sátt við árangurinn og sérstaklega miða við að fá svona mígreniskast.. hef aldrei fengið svona áður og var eiginlega pínu stressuð yfir þessu.. hvað væri eiginlega í gangi..
Mér fannst pínu skrítið að keppa ekki meira á mótinu.. venjulegast hefði ég verið í þrístökki og/eða langstökki.. og 400m .. en ég er búin að keppa svo mikið og vildi ekki alveg yfirkeyra mig og vera tilbúin og klár í bikarinn eftir viku.. Ég var eftir á sátt við að keppa ekki í fleiri greinum því mér var e-ð illt í ökklunum og ristunum.. Sem er búið að fara pínu stigvaxandi.. þjálfarinn minn hér úti vildi að ég mundi láta ath. það strax og ég fór í rötgen og það kom allt eðlilega út.. líklegast bara þreyta og bólgur á svæðinu..
Bikarkeppnin var svo í gær.. og ég var ekkert smá spennt að keppa eins og allt.. það er svo gaman á bikar! ég var skráð í 400m, hástökk og boðhlaup.. þar sem það má bara keppa í 2 greinum + boðhlaup.. Þessi keppni snýst um liðið í heild, það eru engin verðlaun fyrir að vinna hverja grein heldur aðeins stigahæðsta liðið.. 6 lið keppa og 1. sætið gefið 6 stig og svo fer það niður.. þannig það þarf að pæla mikið í því hvernig sé best að stilla upp liðinu til að fá sem flest stig. Það er ekki svo einfalt að maður keppir bara í sinni grein sem maður er bestur e-ð... hehe.. en jæja.. ég átti að byrja á 400m.. ég var búin að hvíla vel og svo hrikalega tilbúin í þetta hlaup..
Við vorum komnar í blokkirnar þegar við þurfum svo að standa aftur upp.. ég var alveg titrandi að spenning og hugsaði samt að halda ró minni.. vera einbeitt... ekkert rugl.. aftur í blokkirnar.. viðbúnar.. þá heyri ég e-ð pínu oggulítið hljóð og ég kippist aðeins til.. fer ekki neitt eða lyfti ekki fótunum eða neitt.. en dæmt þjófstart.. og þar af leiðandi dæmd úr leik.. ég fékk áfall þegar brautavörðurinn dæmdi þetta.. ég hef ALDREI verið dæmd úr leik í hlaupi.. og þetta mögulega versla keppni til að það gerist.. þetta er svo ömurlegt að það er ekkert hægt að segja við svona..mér leið bara eins og himinn og jörð væru að farast.. ég væri algjörlega búin að bregaðst liðinu mínu.. þau hefði keypt mig heim frá Svíþjóð og svo klúðra ég þessu.. liðið fékk ekkert stig!...ég grenjaði yfir þessu í 10 mín.. og reyndi svo að taka mig saman í andlitinu...
Það hefði nú verið verra ef ég hefði t.d tognað e-ð í hlaupinu og ekkert geta keppt.. ég átti eftir að keppa í hástökki og boðhlaupi sem ég mundi þá bara mæta enn ferskari í þær greinar..
Ég var samt mjööööög stressuð fyrir hástökkinu.. að ég mundi fara að klúðra því.. Ég átti ekkert stórkostlega keppni en skilaði mínu, sigraði hástökkið og liðið fékk 6 stig.. ég fór yfir 166.. sigga þjálfari sagði að horfa á mig hoppa væri bara eins og ég væri að reyna að gera allt rosa vel.. hehe.. enda var ég að reyna það.. ekki klúðra einhverju meiru.. og var alveg grálega nálægt að fara yfir 169... var í raun komin vel yfir þá hæð en hælarnir rétt struku ránna..
Kláruðum svo boðhlaupið, sama sveit og á MÍ og vorum 3 sek betri tíma en þá.. sem er mjög gott..
í heildina endaði HSK í 5. sæti.. og líka í stigakeppni karla og kvenna..
Næsta mót á dagskrá er XL-galan í stokkhólmi a fimmtudaginn þar sem ég mun keppa í 400m hlaupi.. og þá verður sko ekkert ansk. þjófstart.. bara gleði :)
Þetta er höllin sem ég mun keppa í á fimmtudaginn.. áhorfendastúkurnar taka 14.000mans!
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hugsa að örlögin hafi verið að grípa í taumana, hvíla þig betur fyrir átökin á fimmtudaginn;-) Stigalega séð breytti þetta engu fyrir okkur, svona getur alltaf gerst. Mér tókst einu sinni að gera 6 ógild köst í kúluvarpi í bikar, hvernig er það hægt!!! Ha det!
Ágústa (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 15:54
Æi dúlla, svona getur alltaf komið fyrir ! Og það var ekki eins og þetta hafi verið viljandi, það er eiginlega verra fyrir liðið svona fólk sem vill ekki keppa á bikar eða vill ekki hlaupa í skarðið þegar einhver dettur út. Þú stóðist þig eins og hetja og eins og Ágústa sagði, þetta skipti engu mái uppá stiginn :)
En til hamingju aftur með tittlana í hástökki og bætingu í 60m, 60m grind og 200m. Glæsilegt :D Og gleymdu bara þessu ógeðslega 400m hlaupi, rústar þessu bara á XL gala :) WHoop whoop
Agnes (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 18:12
Ágústa: hehe.. já ég vona það.. nokkuð viss um að það komi bæting á fimmtudaginn :) en já það var pínu friður fyrir sálina að sjá að þessi stig hefði engu breytt hvorki í heildar stigakeppni eða kvenna... en já 6. óg. í kúlu er afrek út af fyrir sig.. hehe.. og það er alveg rétt, ég er ekkert eina sem hef klúðrar svona.. fleiri á þessu móti sem þjófstörtuðu, feldu byrjunarhæðir eða ógild stökk.. svona er þetta bara..hehe
Agnes: hehe.. nei það er ekkert skemmtilegt þegar einhver "nennir" bara ekki að leggja á sig fyrir liðið.. og jamm.. rétt með stiginn.. það eru smá sárabætur.. og takk fyrir það.. ! :)
Fjólan, 20.2.2012 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.