Bílinn sem við leigðum fullur af dóti..
Það gekk furðu vel að keyra.. ég hef aldrei keyrt áður í útlöndum.. en var samt pínu stressuð eins og sést á þessu kreisí augnaráði!
Maður ætti ekki að vera í vandræðum með að finna rétta takkann á þessari fjarstýringu!
Henrike og Silke Zöllner.. Þessi vinkona hennar var s.s að flytja og gaf okkur bara þvílíkt mikið af dóti!! enginn smá greiði.. elska svona yndislegt fólk, enginn smá greiði sem hún var að gera okkur.. nú er íbúðin orðin mun heimilislegri þökk sé henni!
Annars gengur bara vel að æfa.. Benke segir að það sé mjög mikill munur að sjá mig hlaupa grindarhlaup núna miða við hvernig ég var fyrst þegar ég kom.. (það er nú ekki svo langt síðan ég kom!).. ég var t.d að gera æfingu í gær þar sem hann var að taka tímann á hvað ég er snögg að hlaupa á milli grindanna.. og skv. hefði ég hlaupið undir 9sek ... ég er s.s bara að bíða eftir því að komast undir 9sek.. ég veit alveg ég get það, það er bara þolinmæði og þá kemur þetta.. vonandi um helgina! en þá keppi ég á MÍ á Íslandi :)
Ég keppti sl. helgi í stokkhólmi.. ég náði ekki undir 9sek.. en ég hjóp 9,05.. en mér fannst samt mjög gaman að sjá Íslenska fánann upp á vegg eins og sést á þessari mynd..
Þegar ég keppti á mótinu hér í Falun þá fann ég þessar 2 fréttir sem voru skrifaðar um mig í héraðs- fréttum/blöðum.. þær eru á sænsku en snúast um það að ég hafi unnið grindarhlaupið...hehe.. annars getiði notar google translate ef við viljið skilja þetta frekar :)
http://www.dt.se/sport/1.4337738-islandska-vann-hacken http://www5.idrottonline.se/GefleIFFIF-Friidrott/Nyheter/Klubbnyheter/FalunlordagTvaklubbrekordavVilma/
Ég er komin með minn eigin skáp í höllinni.. það er mjög þæginlegt þá þarf ég ekki alltaf að vera taka með mér 3 pör af skóm og svona.. það er sérstaklega pirrandi því ég tók engan bakpoka með mér út.. er alltaf með þá í poka.. hehe
Benke var mjög ánægður með merkinguna.. að hann hafi skrifað þetta alveg rétt.. allar kommur og allt saman.. svo fór ég inn á skrifstofuna hans að tala um e-ð allt annað.. og þá sá ég að hann copyaði nafnið mitt úr tölvupósti frá mér.. hahaha..
Svona blað fæ ég alltaf í hverri viku.. prógramm fyrir vikuna.. svo er það stundum aðeins breytt og aðlagað.. eins og sést er búið að skrifa inn á og svona..
Þetta er dæmi um prógramm fyrir eina æfngu..
Við keyptum svona skrítið Mountain dew.. það bragðaðist eins og nammi.. leit úr eins og þvottarefni.. haha.. Ég ákvað einmitt að ég ætlaði að kaupa e-ð svona sænkt nammi til að taka til Íslands sem ég hef ekki séð heima.. en einhvernvegin gleymdi ég því og þegar ég mundi eftir því þá hafði ég ekki tíma.. ég þurfti að hlaupa í lestina í morgun.. var ekki einu sinni viss um að ég hafði farið í rétta lest.. hún fór af stað meðan ég var ennþá í anddyrinu á lestinni.. hehe.. en það blessaðist allt.. Svo ákvað ég að nýta tímann víst ég var komin svona snemma á völlinn og kaupa sænskt nammi.. það var dýrt.. en fann enga aðra sjoppu á vellinum.. svo tékkaði ég mig inn og þá kom ég í fríhöfninna og þar var fuuuuullt af nammi og mun ódýrara!! og það er nú aldrei neitt ódýrt á flugvöllum þannig hversu dýr var sjoppan sem ég fór í?! pff.. svekk.. ég roðnaði ég var svo pirruð þegar ég áttaði mig á þessu.. því ég keypti alveg slatta! :|
Nú er farið að ganga um borð í vélina.. best að missa ekki af henni.. sjáumst á eftir Ísland!
Flokkur: Bloggar | 9.2.2012 | 11:32 (breytt kl. 19:45) | Facebook
33 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að sjá þig á laugardaginn! :D
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 11:47
Hvað er krókódílaganga með stoppi ? og áttu að hvíla í 10 tommur eða hvað er 2x30 vindþurrkari og snýst ein æfingin um það að kafa?
ANnars lýst mér vel á prógrammið og skyldi það að megninu til og flott að fá þig heim til að keppa :) sjáumst :)
Sigga (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 12:45
Gaman að lesa bloggið þitt Fjóla :) Svaka prógram sem þú ert með, gaman að þú sért strax orðin betri, gangi þér rosa vel á mótinu um helgina :)
SólveigSara (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 14:02
Hahaha, ég elska kommentið frá Siggu :)
En gott að allt er að ganga vel! Væri alveg til í eitt knús ef þú hefur tíma á Íslandi!
Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 22:11
Bergþóra G: jamm sammála! verður stuð!
Sigga: ég verð að sýna þér krókódílagönguna!.. og vindþurrkari er rúðuþurka.. og það er svona kviðæfing þergar maður liggur á gólfinu og er með beinar fætur og sveiflar þeim til hliðar.. veis.. við höfum oft gert svoleiðis... og nei þetta Käfer nafn er tengist æfingunni ekki neitt.. nenni ekki að útskýra söguna hér.. en það er kviðæfing líka.. sjáumst á morgun!
Sólveig:takk fyrir það.. já þetta er svaka skemmtilegt prógram :) og takk kærlega fyrir það..
BKI: já við verðum að hittast e-ð.. verður e-ð fyrir austan?
Fjólan, 10.2.2012 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.