mun æfa e-ð með Susanna og kem á Ísland í næstu viku!..

Það er skrítið að við séum bara búin að vera hér í 2 vikur.  Þó það sé ennþá frekar tómlegt í íbúðinni (það er samt alltaf að bætast e-ð dót við) þá er einhvern veginn eins og við séum búin að vera miklu lengur hér. (En ef  ég hugsa ég bý í Svíþjóð.. þá er það e-ð meira skerí en það er í raun J ) Við erum komin ágætlega inn í allt hérna.. Skólinn byrjaður og loksins komin með stundaskrá, farin að kynnast æfingingarfélögun ágætlega og svona.. Við erum reyndar ennþá að lenda í einhverjum strætó ævintýrum, náum alltaf á einhvern átt að misskilja e-ð og endum í einhverri vitleysu.. hehe.. verður þæginlegra þegar við verðum komin með hjól þá verður þetta mun einfaldara, allavega tekur mun minni tíma. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig það gengur að hjóla í snjónum/hálkunni.. en það gera það margir hér og tala nú ekki um á Akureyri.. haha.. mér fannst fyndnast þegar lögreglan var búin að biðja fólk að vera ekki á ferðinni að óþörfu á Akureyri og þá sá maður fólk á hjóli.. haha!

Annars eru helstu fréttinar í þessari viku að ég mun taka e-ð af æfingunum með Torbörn Eriksson, sem sér um elitu hópinn og háskólakrakka. Í þeim hópi er t.d Susanna Kallur. Ég mun samt vera á prógrammi hjá Benke og hitta hann eins oft í viku og ég get. Hann ætlar að setja upp prógram þar sem ég verð að æfa 8x í viku.  Það er mjög gott að vera æfa hjá Benke. Hann er mikið að pæla í öllu og sinnir mér vel, mjög áhugasamur og gefur mér mjög mikinn tíma, spjallar við mann um allt. 

 Hann lét mig líka hlaupa á stóra hlaupabrettinu á æfingu um daginn sem ég setti mynd af um daginn.. og versta við þetta hlaupabretti að maður stjórnar harðanum ekkert sjálfur heldur  þjálfarinn.. og Benke sett einhvern hraða á og kíkti svo á mig eftir kannski 5 mín og jók hraðann eða hækkaði hallan e-ð.. Góða við þetta bretti að það er ekkert smá stórt þannig ég hef alveg smá svigrúm til að hlaupa pínu í Essum eins og ég vil oft gera.. og ef maður dettur þá stoppar það strax því að maður er með e-ð svona belti á sér sem er fest í grind fyrir ofan.. pínu eins og maður sé e-ð tilraunadýr.. Benke talaði líka um að gera svona súrefnis-upptöku próf á mér.. það er svona annað hlaupabretti sem hægt er að gera allskonar test.. það verður spennandi :)

Á laugardaginn var ég að keppa á móti hér í Falun í 60m grind og hljóp á 9,04.. ég hefði viljað ná undir 9 en þessi árgangur er samt vel ásættanlegur. Ég er búin að vera pínu lasin/kvef og slöpp í vikunni, ný komin með rúm og ný flutt í annað land. Svo vann ég líka hlaupið og það er aldrei leiðinlegt J Í verðlaun fékk ég gjafabréf í íþróttabúð uppá 150SEK. Verst að ég var að kaupa mér snjóbuxur í sömubúið fyrir viku síðan.. hehe..

Annað sem er að frétta að við erum komin með rúm.. jii það var svo yndislegt að fá rúm! Sérstaklega þar sem síðasta nóttin áður en við fengum rúmið svaf ég eiginlega ekki neitt, mér var svo illt í bakinu og allt óþæginlegt. Það var himneskt að fá að sofa í rúmi J Við keyptum líka glös í gær.. loksins.. þannig þá getum við hætt að drekka allt úr þessum 3 bollum sem við tókum með okkur út.. hehe.. það er ágætis tilbreyting.  Annað ánægjulegt þá hringdi ég stutt heim í gegnum skype.. Hringdi þannig að ég náði að tala við mömmu, pabba, systur mína og börnin hennar.. mjög gaman. Eina skiptið sem ég er búin að heyra í þeim síðan ég fór út.  

Ég er svo að fara að koma á Ísland í næstu viku! ný komin út.. hehe.. en félagið mitt er svo yndælt að það ætlar að kaupa flug fyrir  til Íslands og til baka til þess að ég geti keppt á MÍ og Bikar með þeim.. það verður fjör! 

Það var gott að drekka loksins úr glasi.. prófum e-ð öðruvísi Fanta með fösudagspizzunni.. (þó það sé ekki hægt að kaupa pizzusósu hér þá redduðum við okkur með pasta sósu.. líka hægt að búa til sína eigin..)

Bakaði dýrindis Ostaslaufur.. mjög hentugt að smurosturinn hér er í túpum..

Þegar ég var að fara að keppa á laugardagsmorguninn þá leist mér ekkert á strætóleiðinna sem við tókum.. var alveg viss um að þetta yrði eitt en ævintýrið með stætó.. en ekki alveg til í það þarna.. en strætóinn kom og planið gekk upp.. renydar átti ég að mæta í nafnakall 1 klst áður vissi það ekki.. en Benke reddaði því..:)

Verðlaunin sem ég fékk fyrir að vinna 60m grindarhlaupið :)

Ég og Benke..

Á Sunnudaginn fórum við í göngutúr.. það er svo oft fallegt veður hérna.. sól og logn..

Ég keyri í þessa átt ef ég ætla í IKEA... tekur 1 klst..

Löbbuðum inn í skógin.. sáum enga úlfa í þessari ferð.. hehe

Tréin eru svo há.. ólíkt því sem er á Íslandi!

Ekki vildi ég vera ruslamaðurinn sem sækir ruslið í þessa tunnu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fylgjast með þér á blogginu Fjóla :) Hvað hét mótið sem þú kepptir á og vannst grindina, sendu mér slóðina á mótið þannig að ég geti skrifað um það :) Sjáumst í næstu viku :)

Sigga Guðjóns (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 14:28

2 identicon

Takk Fjóla- gaman að lesa.

Helga R.Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 16:03

3 Smámynd: Fjólan

Sigga: jamm ég skal finna það út.. og senda þér..

Helga: takk fyrir kvittið :)

Fjólan, 30.1.2012 kl. 19:40

4 Smámynd: Jóhanna

Flottar myndir og til hamingju með að vera komin með rúm!!! :-)

Jóhanna, 31.1.2012 kl. 13:40

5 Smámynd: Fjólan

ahhh.. takk fyrir það jóhanna.. eeelska rúmið mitt ótrúlega mikið núna.. hehe

Fjólan, 31.1.2012 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband