Spennandi að fara að æfa við þessar breyttu aðstæður

Ég er alveg rosa spennt á hverri æfingu hér. Ég er yfirleitt alveg að sofna þegar ég er í strætóinum á leiðinni en þegar ég byrja æfinguna gleymi ég því alveg, það er svo gamanJ Það er fullt af nýjum æfingum sem ég er að gera, allar mjög skemmtilegar og krefjandi. Strákarnir sem ég er að æfa með eru rosa duglegir að útskýra æfingarnar fyrir mér, sem gerir allt miklu auðveldara. 

Þessa vikuna er ég eiginlega búin að vera bara að æfa og fara út að versla á hverjum degi. Það er sko ekki leiðinlegt líf! J

Það tekur allt svo langan tíma að fara með þessum strætóum, reyndar eigum við kannski eftir að læra betur á þetta en ekki taka bara alltaf sömu strætóana, heldur skipta kannski meira á milli. Hvað um það þá er ég á æfingu 2,5 til 3 klst og að komast á æfingu og heim með strætó tekur kannski  1 klst.. og þá förum við að versla e-ð í matinn og við vitum ekkert hvað neitt er og erum oft mjöög lengi að finna e-ð. Í gær vorum við allavega 15 mín að leita af geri!

Að vera svona lengi á æfingu eða lengi að heiman í einu kallar á að smyrja nesti með sér, en ég er svo ótrúlega heppin að ég fæ aðgang að svona nesti fyrir krakkana sem eru að æfa frjálsar í Lungnet. Ég get s.s fengið mér samloku, banana e-ð á eða eftir æfingu! Það er algjör snilld!

Svo ætlar Falun liðið að borga fyrir mig keppnisgjöldin þegar ég keppi hérna í Svíþjóð, þannig ég þarf ekki heldur að hugsa um það. Þá mun ég keppa undir Falun/island. Kannski fer ég alveg inn í liðið en það er ekki  komið  alveg á hreint. Þó að ég sé í liðinu hér þá mundi það ekki hafa nein áhrif á það að ég keppi áfram fyrir HSK/Selfoss eða landsliðið. Ég má bara ekki keppa á sænska meistaramótinu, það er eina J

Það er búið að vera mikið prógram í skólanum og við erum ekki alveg að ná að komast yfir það allt, þreytt eftir flutningana og svo líka lengi að komast á milli staða. Til dæmis í morgun áttum við að fara í ferð með skólanum og skoða ma. Námuna hérna í Falun sem er mjög þekkt. En við misstum af einum strætó og fórum út á vitlausum stað í öðrum og misstum af rútinni okkar.. haha.. Þetta er samt svo frægur staður að við mundum pottþétt fara þangað þegar einhver kemur í heimsókn til okkar þannig við bíðum bara þangað til. Í staðin fórum við bara að versla á ústölum. Það var búið að láta okkur vita að það væri mjög kalt í námunni og ættum að vera vel klædd. Þar sem það var -12°C í morgun ákvað ég að klæða mig vel. Fór í síðar ullarnærbuxur og ullarnærbol. Venjulega sokka, ullarsokka sem ná upp að hnám og pjónaðar ullarlegghlífar yfir, venjulegar íþróttabuxur og vindbuxur þar yfir. Að ofan fór ég að auki í íslenska ullarpeysu, þykka kápu, stóran klút, pjónaða vettlinga og hlýtt eyrnaband.  Þetta er ekki beint fatnaðurinn til að fara að versla í!! Ég var ekkert smá sveitt að versla og að reyna að máta. Held  að starfsmennirnir hafi haldið að eitthvað væri að því að ég var alltaf svo lengi inn í mátunarklefanum því það tók ágætan tíma að fara í og úr öllum þessum fötum og svo aftur í!

Við erum búin að finna rúm sem við ætlum að kaupa í rúmfatalagernum, fáum það næsta miðvikudag, mikið verður það ljúft að fá að sofa aftur í rúmi. En það kostar 12þús að láta senda rúmið til okkar, þeir eru kannski 10 mín að keyra hingað yfir til okkar! Frekar hátt tímakaup þar sem við þurfum sjálf að bera það inn í íbúðina! K

 Þar sem við erum ekki enn komin með net heima, heldur er ég bara að nota netið úr símanum mínum set ég inn myndir eftir helgi, þegar ég verð í skólabyggingunni :) En set tvær myndir inn sem Sigga þjálfari tók síðustu helgi á MÍ þraut..

Verðlaunaafhendingin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Hahahahahahahahaha Fjóla ég er sko alveg að sjá þetta fyrir mér - þú kófsveitt að versla! :-D En vá, frábært að þurfa ekki að borga æfingargjöldin og frábært að fá nesti :-)

Knús

Jóhanna, 21.1.2012 kl. 21:43

2 Smámynd: Jóhanna

Dýrleif Nanna segir:

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt blogg.

Þín frænka,

Dýrleif Nanna

Jóhanna, 21.1.2012 kl. 21:51

3 identicon

jeeeij, gaman að sjá myndir (ætti að vera komment við síðasta blogg, en ég hafði ekki tíma síðast til að kommenta)

þú ert eina vinkona mín, sem býr í útlöndum (og þær eru skuggalega margar) sem ég get fengið að fylgjast almennilega með! :)

endilega vertu dugleg að blogga og setja inn myndir!! :D

Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 10:55

4 Smámynd: Fjólan

Jóhanna: já.. þetta var frekar fyndið.. en samt ekki á meðan því stóð.. eiginlega bara subbulegt að vera svona sveitt.. hehe..

DNG: gott gott! knús til þín!

Berþóra: jam ég lofa að vera dugleg að blogga... svo heyrumst við líka með skype þegar ég fæ net heim!

Fjólan, 27.1.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband