Vegabréfsvesenið mitt..
Ég ætlaði svo mikið að blogga á föstudaginn um góðverk dagsins. Ég tel mig vera alveg ágætlega skipulögð og var til að mynda búin að skipuleggja hvern einasta klst alla vikuna áður en við fórum út. Á föstudeginum var ég svona að renna yfir helstu mikilvægu atriðinn eins t.d vegabréf tékka aftur á þeim. Kíkti á Jóns Steinars bréf og það rennur út 2015. Þá fór ég að fatta að það væri komið 2012 (aaaalveg steikt) og mundi að mitt mundi renna út árinu. Já,já.. þá rennur út 5. Feb 2012!!... klukkan var 13.55. Ég hringdi á sýsluskrifstofuna til að ath. Hvenær mundi loka. Það voru 20 mín í það.
Ég dreif mig að laga aðeins hárið og svona þar sem ég leit út eins og útigangsmaður, það er verra fyrir vegabréfsmyndatöku sem fylgir manni næstu árin. Ég var komin á sýsluskrifstofuna 14.12.. Kom móð eftir hlaupin að biðja um nýtt vegabréf.
Afgreiðslukonan: já, ertu e-ð að fara að nota það á næstunni?
Ég: já, reyndar bara núna eftir helgi. En það rennur ekki út fyrr en í febrúar, ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki sótt um nýtt og fengið það bara seinna.
Afgreiðslukona: neiiiii, það er ekki hægt. Um leið og þú sækir um nýtt bréf þá virkar ekki hitt bréfið lengur.
Ég: öööö.. hvað á ég þá að gera?
Afgreiðslukonan: ertu með bréfið með þér?
Ég: nei, hehe..
Afgreiðslukonan: þú hefðir þurft að taka það með, þá hefði ég getað framlengt það um ár.
Við töluðum þá um að ég væri að fara til Svíþjóðar og mundi ekki þurfa vegabréf, það væri nóg að vera með ökuskyrteinið mitt. Þá hinsvegar fattaði ég að ég ætla að fara í æfingabúðir um páskana og það er ekki víst að ég komi Ísland áður. Þá þyrfti ég vegabréf. Eftir ýmsar hugmyndir og rökræður og það átti að vera búið að loka segir hún farðu bara heim og náðu í bréfið þitt, ég er ekki farin heim strax, bankaðu bara á gluggan og ég skal hleypa þér inn! Ég fékk vægt kast af gleði að hún væri í alvöru til í að gera þetta fyrir mig og þakkaði henni þvílíkt fyrir og brunaði heim og sótti bréfið og fékk framlengingu. Ég þakkaði henni endalaust fyrir og hún sagði þú hleypur bara hraðar eða hoppar hærra fyrir mig í staðin. Þessi kona heitir Guðrún, ég þekki hana ekkert og reddaði mér alveg. Kjáninn ég að klúðra þessu!
Takk Guðrún!
Þetta er ekki eina kjána-klúðrið hjá mér fyrir ferðina. Ég t.d gleymdi skónnum mínum í höllinni í gær eftir að ég var búin að keppa. Þegar ég kom aftur var búið að læsa öllu og engin á staðnum. Ég hringdi þá í einn þjálfara sem var með lykla af höllinni (Stebba Jó) sem kom seinna sér ferð um kvöldið og opnaði fyrir mér. Endalaust glöð með það. TAKK!
Síðan er það keppnin í gær.
Í gærmorgun þegar ég vaknaði var ég öll uppspennt, enda að fara að flytja út um nóttina. Ég var ekki viss um hvað þessi spenningur í mér mundi gera. Annað hvort mundi mér ganga hræðilega eða súper vel. Þegar ég fór að hita upp fann ég að ég var alveg með hnút í maganum. Mér leist eiginlega ekki nógu vel á þetta, man ekki eftir svona miklum spenningi fyrir keppni en hann var greinilega til góðs! Í vikunni voru ólíklegast fólk og bara eiginlega allir sem ég hitti hvort sem ég þekkti það eða ekki að óska mér góðs gengis að fara út og spyrja mig um það. Frá kveðjur frá hinum og þessum. Þetta er æði, að það séu í alvörunni svona margir að fylgjast með mér, styðja mig og hvetja mig áfra. Það er ómetanlegt. Þessi stuðningur skilaði sér svo í stórkostlegum árangri! Bætti minn persónulegan árangur í öllum 5 greinunum. Ég er bara ekki að ná mér niður á jörðina aftur.
Ég byrjaði á að keppa í 60m grind. Startið hjá mér var alls ekki nógu gott og bara ekki alveg nógu gott hlaup, ég og Sigga þjálfari vorum sammála um það. Svo kom tíminn og þá hljóp ég á 9,02 sek (hljóp á 9,06 um daginn) og er það nýtt HSK-met.
Þá fór ég næst í hástökk og looooooksins fór ég yfir 170cm!! búin að bíða eftir því í 2 ár.. ég fór yfir 1,71cm í fyrstu tilraun. Sigga þjálfari fór að gráta.. haha.. af gleði, svo það sé örugglega á hreinu. Ég átti síðan góða tilraun á 1.74. (ég átti fyrir 1,66 síðan núna um daginn). Þessi árangur er 5 besti árangur í hástökki frá upphafi á Íslandi!
Síðan kom kúluvarpið, ekki mín sterkasta grein. Þar varpaði ég kúlunni 9,91 og átti 9,66 síðan í nóvember. Ég er keppti svo þar á undan úti í þrauttinni og þá kastaði ég 9,50.. ég er alls búin að bæta mig í þessari grein um tæpan meter á þessum mótum! J
Næst var það langstökkið. Fyrir átti ég 5,17 en stökk 5,35. Reyndar var síðasta stökkið mitt mun lengra, örugglega um 5,50 en ég gerði hárfínt ógilt, tennurnar á skónnum rispuðu leirinn, pínu svekkjandi, samt mjög ánægð J
Ég endaði svo keppnina á að stórbæta mig í 800m. Þegar ég bætti mig um tæpar 6 sek. Þegar ég hljóp á tímanum 2:17,74 en átti áður 2:25,00. Ég á alveg inni smá meiri bætingu þar þar sem ég er ekki vön að hlaupa þessa vegalengt og átta mig ekki alveg á tempóinu sem ég get hlaupið á J
Alls bæting um 318 stig þegar ég náði 3793 stigum og var aðeins 16 stigum eftir HSK-metinu hennar. Þessi árangur í fimmtarþraut er fjórði besti árangur hjá konum á Íslandi frá upphafi J
p.s blogga þetta blogg frá flugvellinum Arlanda í Stokkhólm
Læt nokkrar myndir fylgja sem er tekið af mér í keppninni í gær.. alveg met hvað ég er sæt á myndum sem tekið er af mér á mótum!
hahahahahahaha!!! fyrir utan hvað tækniatriði eru léleg á þessari mynd er svipurinn yndislegur!..
Flokkur: Bloggar | 16.1.2012 | 12:05 (breytt kl. 12:35) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin til Svíþjóðar! :-)
Jóhanna, 16.1.2012 kl. 12:28
Snillingur og snillingur! TIL HAMINGJU :)
Bergþóra Kristín (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 12:42
Vá 56 ip tölur í dag og bara 2 komment (3 með þessu). Suss!
Jóhanna, 16.1.2012 kl. 16:17
Til hamingju með að vera lent í Svíþjóð Fjóla mín, til hamingju með daginn í gær og til hamingju með að vera þessi snillingur sem þú ert. Ég hlakka til að lesa um ferðina og hvernig Falun tók á móti ykkur. É borðaði hádegismat í skólanum þínum - var þar reyndar heilan dag. Er hann ekki ennþá svona rauðbrúnt kassahús?
Helga R.Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 20:02
Velkomin á áfangastað. Hlakka til að heyra í þér! :D
Skemmtilegar myndir af þér btw... eins og alltaf, haha ;)
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 10:26
Johanna: takk!
BK: takk fyrir tad bertora min, gott ad tu gast commentad.. hehe
Helga: ja held tad passi bara alveg :) og takk fyrir tad, eg blogga um tad a morgun hvernig fyrstu dagarnir her eru bunir ad vera..
Altora:takk fyrir tad.. :)
Fjólan, 18.1.2012 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.