Það styttist í brottför.. við erum byrjuð að pakka og svo erum við að skoða vefsíðu og skoða e-ð sem við munum þurfa kaupa.. flottur kjóll á 99 sænskar.. gallabuxur á 199.. og svo húsgögn.. erum svona að pæla á hverju við eigum að byrja að kaupa.. líklegast verður það jysk (rúmfatalagerinn) og kaupa hnífapör, dýnu ofl. og síðan farið í matvörubúð.. hehe.. gott plan?
Ég er samt ekki alveg að fatta að ég sé að fara að flytja til Svíþjóðar. Mér finnst bara eins og við séum að fara til útlanda í frí.
Skemmtilegt að segja frá því að við ákváðum að vera rosa skipulögð og panta lestarferð strax frá flugvellinum og til Falun. Við þurftum líka að segja hvenær við mundum lenda nkl. í Falun því að við verðum sótt á lestarstöðina. Hvað um það. Við erum að kaupa lestarmiða og það er ekkert til sem heitir Stokkhólmur -flugvöllur e-ð álíka.. þannig við keyptum bara Stokhólm C.. svo föttuðum við núna í vikunni að þetta væri e-ð skrítið og þá heitir flugvöllurinn Arlanda og hann er á allt örðum stað en Stokkhólm C.. haha.. og þar sem við keyptum ódýrasta miðana þá er ekki hægt að breyta eða fá endurgreidda miðanna þannig við þurftum bara að kaupa nýja frá Arlanda!..
en jæja.. best að fara að hvíla sig nóg að gera og græja síðasta virka daginn sem við erum hér á landi.. á mánudaginn verð ég að hvíla mig í nýrri íbúð í nýju landi... spennandi :)
p.s fluga þýðir slaufa á sænsku.. og skinsofa eru leðursófar.. haha..
Skíðastökkpallar í Falun.. það á að vera e-ð kreisí snjóbretta sýning-mót í mars.. eigum alveg örugglega eftir að kíkja á það :)
53 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SPENNANDI! :D Gangi ykkur vel að kveðja liðið og pakka og svona! ;D Hlakka til að fylgjast með lífinu í svíaveldi ;)
Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:18
Mín kæra,
Gleðilegt ár og mikið er ég ánægð með þig :)
Þú skalt ekkert vera að kaupa lestarmiða fyrr en þú lendir í Svíaríki....það geta alltaf verið einhverja seinkanir :o
Hvenær er brottfarardagur ?
Kv,
Unnur Sig.
Unnur Sig. (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 00:22
Stokkhólm C stendur alveg örugglega fyrir Stokkhólm central, hehe.
En ég trúi ekki að þú sért að fara út :((
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 07:53
Hoffa: Takk fyrir það! :)
Unnur: já við ætluðum ekki að gera það, en það eru einhverjir frá skólanum sem sækja okkur á lestarstöðina í Falun og þurftum að gefa nákvæma tímasetningu.. Við pöntuðum far 2 klst eftir við lendum og fljúgum með icelandair sem er yfirleitt á tíma.. vonum að það gangi upp.. en við fljúgum mánudagsmorgunin kl 7.45 :)
Bergþóra: jamm.. við héldum einmitt að það væri stokkhólm C.. en það var ekki hægt að velja neitt annað stokkhólm e-ð.. og ég mundi að ég hef tekið lest af vellinum.. svo fórum við að pæla meira í þessu.. og bara.. öö.. völlurinn er alveg örugglega ekki í miðborginni.. haha..
Fjólan, 13.1.2012 kl. 10:21
er ekki að ná því að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur fyrr en í sumar!
Gangi ykkur roooosa vel :) eins gott að þú verðir dugleg að blogga!
Rakel Ósk (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 10:25
Rakel: hehe.. þú ert krútt.. en já skrítið að við séum ekki fyrr en í sumar.. en það verður rugl fljótt að líða.. en hlakka til að hitta þig :)
Fjólan, 14.1.2012 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.