Ég er búin að vera mjög þreytt, stíf og pirruð í líkamanum.. ekki búin að sofa nógu vel.. sérstaklega eftir síðasta mót, þá kláraði ég mig alveg í 400m hlaupi og varð súrari enn allt!
Svo var ég búin að fjárfesta í svona fínni rúllu í sumar hjá Sigga í sportækjum.. Því það hefur endalaust verið að segja við mig "Fjóla þú verður að rúlla meira" og þegar ég fer í nudd og emja eins og ljón segir hún "Þú gætir alveg rúllað þessa spennu úr þér".. og ég keypti þessa rúllu.. en samt aldrei nógu dugleg að nota hana.. bara svona einstaka sinnum..
Ég ákvað núna að vera svolítið virk í þessu.. Ég er búin að rúlla núna síðustu 4 daga, 2x á dag.. og ég sef svo miklu betur.. mér líður svo miklu betur í líkamanum.. ótrúlegt?! og að ég skuli ekki vera búin að átta mig betur á þessu einfalda töfra tæki.. svo einfalt! Það er líka rosa gott þegar maður hefur ekki tíma til að horfa á t.d Desperate Housewives í TV þá er fínt að nota þetta sem "afsökun" til horfa á þetta um leið og maður rúllar.. (en þá verður maður líka að rúlla.. ekki bara sitja á rúllunni og góna á TV).. hehe.. Mæli með þessu fyrir alla.. !! :)
rakst á grein/pistil um þetta þegar ég var að leita af mynd.. þar er hægt að sjá video hvernig er hægt að rúlla.. :) getið séð það á þessum link:
http://pulsthjalfun.is/2011/09/rulla%C3%B0u-%C3%BEig/
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já vá! ég elska að rúlla! hef verið mjög stíf í vinstri kálfanum í mörg ár og alltaf með einhverja verki og eitthvað, tók svo tímabil í sumar þar sem ég rúllaði nánast eftir hverja æfingu (var ekkert smá vont í byrjun) og nú er kálfinn eins og nýr :D
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 23:39
Sniðugt :) Ég sat reyndar bara í sófanum á meðan ég horfði á despó... Er ekki svona dugleg eins og þú að nýta tímann, braut ekki einusinni saman þvottinn sem lá við hliðina á mér :/
Fríða Björk (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 23:54
hvar er hægt að kaupa svona græju
Katrín Sveina (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 00:14
þú rúl(l)ar!
jón steinar (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 00:24
Bergþóra: já þetta er mjög sniðugt.. ég man fyrst þegar ég var látin rúlla hjá sjúkraþjálfara.. (kálfana og hásinarnar) og var með báðar fæturnar á og var alveg sjúklega vont, varð að hvíla mig reglulega.. og þegar hann sagði að ég ætti að geta rúllað bara annan fótinn í einu.. þá hélt ég að hann væri að gera grín.. því það er svo margfalt "verra" eða ýtir meira á eymslin að gera bara annan fótinn í einu!
Fríða: haha.. já ég held það sé í lagi, maður verður líka að taka sér pásu og slaka á yfir daginn.. þú varst að gera það og horfa á despó í leiðinni;)
Katrín Sveina: Til dæmis hjá Sporttækjum, stk.is ... held að þeir sendi örugglega heim.. annars er þessi búð í Hveragerði og er heildsali fyrir margar aðrarverslanir þannig þú gæti hringt þangað og ath. hvort þeir viti um búð á Akureyri
Jón Steinar: þokkalega!
Fjólan, 6.1.2012 kl. 11:10
Þarf endilega að prófa þetta meira, skoðaði þetta bara smá þegar við vorum í vettvangsnámi í Laugum síðasta vor! Var samt að pæla hvort maður gæti ekki notað svona hólk eins og innan úr rúlluplasti? (alltaf að spara sjáðu til, vantar líka smá notagildi fyrir gamla svona hólka) ;)
Unnur (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 15:26
Unnur: haha.. þú er skondin! en já kláralega hægt að nota það.. þeir eru úr svo sterku plasti.. að það mundi alveg ganga.. hinsvegar rosa harðir.. þyrfti að klæða þá í handklæði e-ð álíka.. líka frekar mjó rúlla en það er samt alveg hægt að nota það!... Sumir nota líka einhverjar rörabúta.. alveg hægt að redda sér.. ég er samt e-ð stressuð með að plastið mundi brotna og ég skera mig e-ð álíka rugl.. og mér finnst minna vesen en að klæða í handklæði e-ð mjúkt.. en allt er hægt er viljin er fyrir hendi :)
Fjólan, 12.1.2012 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.