tvær bætingar nú þegar komnar..

Ég er búin að keppa núna í des á 3 mótum, tvö mót sem eru án atrennu mót og meira til gaman og mæling á sprengikrafti frekar en e-ð alvöru mót. Hvað um það ég bætti mig allavega í langstökki án atr. þegar ég hoppaði 2,58m.. og janfaði mitt besta eða við mitt besta í öðrum greinum í gær. 

Ég keppti síðan19. des á litlu bætingarmóti hjá ÍR of var stökk langstökk vel eða jafna minn besta árangur inni og svo bætti ég mig í 60m. grind þegar ég hljóp á 9,16 sek..  Síðan hljóp ég 300m í fyrsta skipti inni og setti þar með líklegast HSK-met.. Hlaupið var hinsvegar afar slakt hjá mér þar sem ég fór hægar en allt af stað, það er svona típist fyrir mig þegar ég er að byrja að keppa í lengri sprettum. Ég byrja alltaf of hægt, hausinn heldur að ég sé að fara rosa hratt, að ég geti ekki farið hraðar því þá komist ég bara ekki í mark.. en svo endar alltaf með því að ég tek endasprett.. sem er algjört rugl. Það er svo miklu erfiðara að vinna upp hraða í svona hlaupi en að fara hratt af stað og reyna að halda þeim hraða.

Hvað um það ég fæ síðasta séns á morgun til að bæta mig sem unglingur á morgun. 1. jan 2012 er ég orðin fullorðin.. 

Þessar bætingar koma mér pínu á óvart núna. Ekki það að ég er búin að vera dugleg að æfa í vetur en ég var svo veik í nóv, og fram í des og er ennþá að taka púst því það er ennþá e-ð í lungunum á mér.. plús að ég meiddi mig í bringunni.. plús að ég var í massa erfiðum prófum og mikið stress, álag og ekki sofið alveg nóg og það hefur þau áhrif að ég hef minni matarlist (reyni að vera dugleg að hafa alltaf hnetur í vasanum til að éta yfir daginn til að fá holla fitu til að reyna að halda þyngd)..

Síðan bætti það ekki ástandið þegar pabbi greinist með beinmergskrambamein 16. des.. Ekki besti tíminn fyrir svona sjokk/áfall og vinnu.. þar sem það er alveg nóg af tímaleysi,álagi og vinnu fyrir jólin. En ég er búin að vera keyra pabba til rvk stundum 3x í viku til læknis, þar sem það er ekkert hægt að gera hér á Selfossi, þó það sé meira að segja "bara" lyfjagjöf. Fyrst var maður líka svo reiður að þetta væri ekki búið að uppgvötast fyrr því að pabbi er búinn að vera hjá læknum í e-h ár útaf því að honum er alltaf svo illt í bringubeininu og með RISA (og þá meina ég RISA) kúlu á bringubeininu. Það var bara alltaf sagt við hann að taka inn allskyns verkjatöflur ofl..  Þetta er samt að fara að komast í ákveðnar skorður núna, þetta er erfiðast fyrst þegar maður er að átta sig á aðstæðum. Þetta er bara eitt af þeim krefjandi verkefnum sem lífið býður uppá.  Það er víst þannig að þriðja hver manneskja fær krabbamein á lífsleiðinni, þannig ef þú hugsar um 6 einstaklinga er líklegt að 2 af þeim fá krabbamein!

Ég er að vinna í því að vinna upp tapaðan svefn sl. tvo mánuði.. en það gengur ekkert ef ég sef ekki.. ef ég geri það ekki hef ég litla matarlist.. og ef ég borða ekki verð ég mátlaus og ef ég er mátlaus þá get ég ekki æft.. og ef ég æfi ekki líður mér illa.. en ég er búin að vera sofa frá 8 klst upp í 12 alla síðustu 4 daga Sleeping Svo ég ætti að vera frísk á mótinu á morgun Happy

p.s Ég var í 2. sæti sem íþróttakona Árborgar í kvöld.. í fyrra var ég í 3. sæti og sagði að ég skildi verða ofar eftir ár.. sem ég stóð við.. og ætla ég mér að vera enn ofar eftir ár LoL

 p.s 2 það kemur viðtal við mig í mogganum á morgun!W00t 

Við skulum enda á nokkrum jólamyndum W00t

Hvern einasta morgun í sveitinni þá stend ég í smá stund og horfi á þessa fegurð.. það verður allt e-ð svo fullkomið, fallegt, kyrrt og yndislegt að sjá sólina rísa, einu sinni enn :)

Jón, Ég og Vinur..

Jóla-súkkulaði og smákökur á aðfangadag

Prinsessan og allir pakkarnir!

Við ELSKUM jólin..

Svo erum við líka lang flottastar LoL

Það er sko mikið fjör að opna pakkana!

Svo verða brátt allir pakkarnir búnir og Jóhanna orðin kreisí og farin að taka til, ganga frá gjöfum og henda pappír!

Kasper með mömmu sinni eftir að hafa leikið sé í snjónum..

Þá er næst matur heima hjá pabba.. allir mættir, allt að gerast og mikið fjör!

ahh... jólin eru svo yndisleg.. InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Hahahaha hvað ertu að setja inn mynd af mér að skúra! :-D

Annars skemmtilegar myndir - allar nema ein! :-D

Jóhanna, 29.12.2011 kl. 00:03

2 identicon

TIL HAMINGJU!! :D þú ert snillingur!!

Begga Ál (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 00:41

3 identicon

Flott viðtal við þig í Mogganum, maður getur ekki flett blöðunum nú orðið án þess að þú sért í þeim ;)

Guðmunda (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Fjólan

Jóhanna: ég mundi segja að hún væri best..

Begga: takk takk.. þú ert líka snillingur!!

Guðmunda: Takk fyrir það.. :)

Fjólan, 31.12.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband