Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að byrja blogg þegar það er orðið svona langt síðan ég bloggaði.. Þessi önn er alveg met í að vera mikið að gera.. frekar strembin önn í skólanum.. og svo er ég alltaf að búa mér til e-ð svo mikið að gera eins og ég er búin að vera rannsaka rófufræ.. og svo taka æfingarnar og hvíldin sinn tíma..
Ég er ennþá að jafna mig eftir veikindin sem ég náði mér í.. er ennþá með eitthvað í lungunum og hóstandi en orðin miklu betri, sérstaklega eftir ég fékk púst hjá lækninum.. Strax og ég tók fyrsta pústið fann ég hvað ég var strax miklu betri, ég gat andað! ég dreif mig á æfingu og allt annað líf þó það væri nú ekki fullkomið.. Til að gera langa sögu stutta var ég mjög æst og ólympískri lyftingaræfingu sem heitir power clean.. (nenni ekki að útskýra það frekar) en ég missti s.s 60kg stöng á bringuna.. og dísus sársaukinn! ég gat ekki andað nema fáranlega grunnt.. verkurinn var mestu í bringunni en líka í bakinu því höggið var svo mikið.. Ég neyddist til að hætta æfa.. bólga og mar fór að koma á bringuna á mér.. ég bar krem á þetta og og tók inn bólgueyðandi.. það er eiginlega eina sem hægt er að gera.. þetta er svo ómmögulegur staður til að meiða sig á.. ekkert hægt að gera.. en versta var að ég var ennþá með svo mikinn hósta.. en ég gat ekki hóstað.. ég gat varla andað.. hversu ömurlegt er það.. vera með tilfiningu að maður þurfi að hósta en geta ekki reyna samt og meiða sig bara meira í bringunni og þurfa samt ennþá að hósta!
Þetta var verst fyrstu 2 dagana.. en þetta gerðist 6. des.. ég er ennþá mjög slæm og læknirinn vill meina að það sé betra að skoða þetta þó það sé ekki hægt að gera... ég skil samt ekki alveg afhverju.. held að lækniskostnaðurinn hjá mér á árinu sé komin hátt í 30 þús á þessu ári :| en það ætlar læknir að kíkja á þetta á mánudaginn..
held að ég sé búin að skrifa nóg í bili.. ætla að koma með smá slatta af myndum :)
Sönnun þess að ég var að vinna sjálf að rannsaka rófufræ í nóvember.. mjög áhugaverðar niðurstöður sem gerir það að verkum að þetta verður rannsakað frekar og mjög líklegt að þetta sé rosa holl fræ til fæðu og mögulega hægt að búa til krem.. ég er ennþá að vinna í þessu og þetta tekur allt saman langan tíma.. en mjög gaman að rannsaka þetta.. gera e-ð verklegt.. og eitthvað öðruvísi
Dæmi hvað var gert á rannsóknastofunni.. flöskurnar með bleikavökvanum er vökvi með litar efni og síðan er vökvi eimað ofan í þær (vökvi sem innihélt rófufræs-sýni) og þá varð vökinn grænn á litinn.. síðan er látið saltsýra fara ofan í þennan græna vökva þangað til að liturinn á þessu verður hlutlaus.. og þá er hægt að reikna út eftir því hvað þarf mikla saltsýru og segir til um hversu mikið magn af próteini er í fræjunum.
Síðasti morgunmaturinn í íbúðinni okkar á Akureyri.. öll húsgögn farin þannig við sátum á gólfinu í tölvunum meðan við gúffuðum einhverju í okkur
Hitamælirinn alltaf rosa jákvæður..
Og þá lá leiðin heim í sveitina..
Það var þröngt á leiðinni.. þetta er s.s tekið þannig að myndavélin er á mælaborðinu.. þurftum að henda t.d eiginlega öllum matnum okkar sem við áttum eftir ofl... :/ mæli ekki með að flytja.. ekkert rosalega skemmtilegt!
Svo kem ég í sveitina og sit þar og læri.. og jólasnjórinn fyrir utan.. ég man eftir því þegar ég var yngri þá máluðum við oft svona snjó í gluggana því það var engin snjór úti.. hehe
Á hverjum degi er svo ólýsanlega fallegt að sjá sólina rísa, setjast og tunglið koma upp.. ég tók mér oft pásu frá lærdómnum og horfði á þetta.. svo fallegt.. ég er líka búin að taka svolítið mikið af myndum af þessu!
Það er allt svo stillt og fallegt..
En á kvöldin þá kemur skafrenningur og býr til skafl og lokar bílinn okkar inni.. ég var pínu bjartsýn þegar ég ætlaði að bruna í gegnum skaflinn.. vorum í klst að losa bílinn aftur!
Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég var búin í prófum var að fara á gönguskíði í fallegu sveitinni þegar sólin var að setjast.. Ég tók Vin með og við fórum og heimsóttum hestana mína og gafum þeim brauð..
okey.. er þetta orðnar þreytandi þessar myndir?
Grey hestarnir þurfa að vera úti sama hvernig veðrar.. En Óli í Geirakoti er alveg ótrúlega góður maður og hugsar rosalega vel um hestana mína!
Hljómur.. hann er ekki alveg eins nettur og hann var í sumar.. svona í vetrarfeldinum!
Í gær fórum við sólveig í göngutúr þegar sólin var að setjast..
Vinur kom auðvitað með.. nú er nýjast sem hann er að læra er að "Dansa"
Tími til að halda heim..
Flokkur: Bloggar | 17.12.2011 | 21:45 (breytt kl. 22:21) | Facebook
39 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, ég öfunda ykkur sko ekki að því að hafa þurft að flytja....bara vesen að þurfa að pakka og flytja allt! en rosealega voru þetta flottar snjómyndir hjá þér úr sveitinni ;)
Hjördís :) (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 22:43
Þú ert svoooo dugleg Fjóla mín!
Spennandi að sjá hvað verður með rófufræðið! :-D
Flottar myndir og nei aldrei þreytandi :-)
Jóhanna, 18.12.2011 kl. 00:32
Hjödís: hehe.. já það var ekki það skemmtilegasta að flytja.. og takk fyrir það...
Jóhanna: hehe.. takk takk:P
Fjólan, 18.12.2011 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.