Aukaæfingin..

Ég var nú að vonast eftir aðeins meiri viðbrögðum þegar ég bað um að fá ykkar álit á um "aukaæfinguna" sem er svo oft talað um.. "það er ekki æfingin sem skapar meistarann heldur aukaæfingin".. Ég er ekki alveg nógu hlynnt þessu.. því það er orðið allt of algengt að fólk fer í ofþjálfun! allt of margir halda að þeir verða meistarar á að taka einn auka sprett.. taka eitt auka sett.. og alveg upp í heilu æfingarnar.. Ef það er að skila árangri þá er þjálfunin ekki að gera sitt.. 

Aukaæfingin fyrir mér er að gera alla þessa litlu hluti sem er ekki oft talað um.. eða vilja allavega oft gleymast.. t.d að horfa á video af sér gera e-h tækni og sjá hvað maður gerir vitlaust.. horfa á annað video til að sjá hvernig það á að gera þetta atriði... hugsa um hvernig maður ætlar að gera hlutina.. eða gera litlar æfingar eins og þjálfa jafnvægið ef það þarf að bæta það.. taka auka teygjur ef maður er styrður einhverstaðar.. og margt fleira sem veldur ekki meira álagi á líkamann en þjálfunin gerir.. frekar meira í áttina að auka líkamsvitund og tengsl við það sem maður er að gera.. Það er mín skoðun.. en svo eru sumir sem segja að þetta eigi allt saman að vera inn í þjálfuninni.. að þjálfarinn eigi að setja alla þessa litlu hluti inn í prógrammið hjá viðkomandi.. ég er ekki frá því að það sé góð lausn á þessu..

Það er lítið um æfingu hjá mér í dag þar sem ég er bara lasin heima.. það er nákvæmlega ekkert skemmtilegt við það.. ég er búin að vera með pínu kvef/hálsbólgu í svolítinn tíma.. svo á föstudaginn var kreisí dagur.. fékk ekkert matarhlé frá því ég borðaði morgunmat kl 7.30 og þangað til 20.30 um kvöldið.. ekki sniðugir svona dagar.. ég hvíldi mig þó vel um kvöldið og fór svo að keppa á nóvebermótinu hér í Boganum.. þetta mót er hugsað meira sem svona test-mót þar sem það er undirbúningstímabil ennþá og ekki vænst af neinum sérstökum bætingum.. mér gekk þó bara furðu vel.. bætti mig í kúluvarpi um 37cm.. og 10cm í stangarstökki.. ég er að vísu frekar slök í þessu greinum þannig það er aðeins auðveldara fyrir mig að bæta mig í þessum greinum..  En árangurinn í heild sinni segir að það er von á miklu bætingum í vetur :) enda búin að styrkjast alveg helling.. til að mynda fór ég í klípu- og ummálsmælingu.. þar kom í ljós að ég er búin að þyngjast um tæp 4kg, bæta 10cm í heild á mig og snarlækka fitu%..  s.s búin að þyngjast í vöðvum.. maður heyrir allt of oft af stelpum sem vilja ekki lyfta því þá þyngjast þær.. en það eru bara vöðvar!

Eftir mótið fór ég í sund og eftir það varð ég bara veikari og veikari. mjög slöpp, hausverk, stífluð , illt í hálsinum og eyrunum.. og frekar ómögulegt að geta lært þessa stundina.. nóg er þó af lærdómi!

enda á tveim skemmtilegum myndumTounge 

 

p.s erum búin að fá íbúð í Falun.. 3ja herbergja þannig það er nóg pláss til að taka á móti gestum:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér um hvað felst í "aukaæfingunni", ég myndi segja að það ætti að vera t.d. hugarþjálfun, teygjur, eins og þú segir horfa á video og annað álíka! :)

Unnur (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 20:55

2 identicon

Algjörlega sammála þér þegar kemur að aukaæfingunum. Mín skoðun er sú að það er ástæða fyrir því að þær heita AUKAæfingar, tilgangur á að vera að styðja við aðalæfingarnar. Það er að segja þú ert að vinna í hlutum sem gera það að verkum að þér gengur betur á aðalæfingunum. T.d létt skokk og teygjur til að losna við harðsperrur og fleira ógeð eða einmitt eins og þú segir hugar-æfingar, til að verða einbeittari og ákveðnari á æfingu og í keppni.

Skilaboðin sem við fáum frá þjálfurunum okkar hér, er að þeim er "næstum því sama" hvað við tökum margar aukaæfingar eða hvað við gerum fyrir utan aðalæfingarnar svo lengi sem við getum skilað 100% á æfingum !

Agnes (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: Fjólan

Ég held að við sem bara alveg á sama báti stelpur:P

Fjólan, 13.11.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband