Núna er undirbúningstímabil og mikið álag á líkaman.. ekki beint svona þæginlegasta tímabilið.. maður finnur fyrir óþægindum hér og þar og svona.. mér finnst oft erfitt að greina á milli hvað er óþægindi og svo hvað er verkur..því ef það er verkur ætti maður að stoppa.. Því mikilvægast af öllu er að passa að meiða sig ekki, hlusta á líkamann og ofgera sig ekki.. ég hef reyndar fengið að heyra það stundum frá þjálfaranum að ég sé of góð við mig.. hehe.. þrátt fyrir það finnst mér oft koma fyrir að ég finn til og get ekki gert allt eins og prógrammið segir til um..
Eins og í dag.. var ég að gera lyftingaræfingu þegar ég fékk e-ð í öxlina.. mjög vont og ég þurfti að hætta.. ég roðnaði af pirring og strunsaði og náði í klakapoka til að kæla.. því það er mjög mikilvægt að kæla strax.. ég náði svo í peysuna mína og bað þjálfarann um að hjálpa mér að vefja peysuna utanum svo ég gæti verið með kælingu en haldið áfram með þær æfingar sem ég gæti gert.. hann hristi hausinn og sagði rólega.. sestu bara niður og kældu í 10 mín og haltu svo áfram.. Hann spurði svo hvort það væri allt í lagi.. sem það var auðvitað ekki.. en ég var ekki viss hvort það væri útaf því að mér væri illt eða bara pirruð að geta ekki gert æfinguna mína..
Pointið með þessari sögu er að þegar maður finnur til þá verður maður að stoppa.. maður verður að hlusta á líkamann.. því maður gerir ekkert meira en hann getur.. mér finnst það sjúklega pirrandi og erfitt.. Því ég væri til í að æfa miklu meira og oftar.. en ég hef alveg brennt mig á því að gera of mikið.. og reyndar líka gera of lítið.. hvor tveggja er ekki gott..
Held ég segi þetta gott í bili.. en held ég bloggi næst um "aukaæfinguna" sem margir íþróttamenn tala um.. mig langar svolítið að heyra ykkar skoðun á því og hvað þið túlkið sem aukaæfingu..
Ég sirka í þessari stöðu þegar ég fékk verkinn.. var reyndar ekki svona brosandi.. og btw. þessi verkur er örugglega ekkert merkilegur sem fer á 3 dögum.. langaði bara aðeins að tjá mig um að þurfa að sýna sjálfsaga á æfingum með svona lagað á æfingum.. sem ég hef reyndar ekki alveg 100% en reyni
39 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha Fjóla... ég er einhvern veginn engu nær eftir að hafa lesið þetta blogg :-D
Jóhanna, 5.11.2011 kl. 01:17
hmm.. kannski ekki.. kannski meira skiljanlegra til fólks sem er að æfa eins og ég.. ég er að segja að maður VREÐUR að hætta/slaka á þegar líkaminn segir það.. það er ekki hægt að gera það ekki.. og það er svo sjúklega pirrandi þegar maður vill sam gera meira.. hugurinn og líkaminn fer ekki saman.. sjúklega pirrandi að þurfa að stoppa í æfingu og horfa bara á hina halda áfram og þú situr kyrr.. það væri einhver huggun ef það væri einhver sem væri líka að lenda í þessu.. afhverju þurfti ég að stoppa.. mig langaði ekkert til þess.. líkaminn sagði það..
þaaaannig ég er að skrifa þetta því ég var pirruð og vildi tjá mig.. og kannski er einhver sem lendir í svipuðu og þá verður viðkomandi að muna að slaka á.. þetta er ekki svona hræðilegt og maður gerir bara e-ð annað en sem reyndi á þessi eymsl..
Fjólan, 5.11.2011 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.