Þetta er örugglega met hvað ég blogga sjaldan núna.. ef ég tek ekki sumartímann með sem er líka útaf því að ég er svo lítið í tölvunni á sumrin.. Ég held ég verði að fara að bæta mig e-ð.. það kemur þó ekki á óvart en ég reyni frekar að eyða tímanum í að læra og æfa en að blogga hehe.. það þetta er eiginlega það eina sem ég geri.. og jú auðvitað að borða og sofa.. ég einmitt byrjuða ð þurfa að sofa meira en áður enda undirbúnningstímabil.. eða harðsperru-tímabil eins og sumir kalla það.. en það er mikið álag og maður þarf að sofa meira..
Það bætir heldur ekki ástandið að það er frekar erfið önn hjá mér núna það sem það er rosa mikill reikningur og það er bara þannig að þú reiknar bara eins og þú kemst yfir.. maður er aldrei búin.. aftur á móti er þessi önn að verða búin! aðeins 2 skólavikur eftir?! shitt.. ég er orðin þokkalega stressuð fyrir þessum prófum.. við flytjum líka núna í lok mánaðarins þannig það er ekki til að bæta stressið.. Það verður samt svo ljúft þegar prófin verða búin.. jólin á næsta leiti.. mögulega vinna e-ð.. baka smákökur.. jólastússast.. hitta Sólveigu mína sem kemur heim um jólin.. svo er það bara Svíþjóð!
Það er svosem ekki mikið að frétta af Svíþjóð.. við erum enn að leita okkur að íbúð.. fer vonandi e-ð að gerast í því á næstunni.. flesta daga hlakka ég til og er spennt allan daginn.. það kemur þó fyrir að ég fái stress yfir þessu öllu saman þegar ég er að pakka niður í kassa og selja dótið mitt því ég er að fara flytja til útlanda.. þar sem ég fæ öll æfingarprógrömmin mín á tungumáli sem ég kann ekki og mun búa í bæ sem ég hef aldrei komið til.. en svo eftir smá stund þá þá hljómar þetta allt bara spennandi að takast á við ný verkefni, kanna heiminn, kynnast nýju fólki, nýju landi og allt það :)
Já tíminn flýgur svo sannarlega áfram.. og maður verður að muna að lifa í núinu.. hvað maður ætla að gera í dag.. Það eru jólapróf í desember sem ég er stressuð fyrir.. hvað ætla ég að gera í dag til að ná betri árangri þá? það getur verið að læra heima, einbeitt e-ð.. gæti líka verið að fara snemma sofa svo maður sé með einbeitingu í tíma í fyrramálið.. því það er ekkert betra að ofgera sig því þá fer maður yfir um... mér finnst oft erfitt að finna línuna þarna á milli.. Eins og ef maður finnur að maður sé að kannski að verða lasin.. smá illt í hálsinum.. á maður þá að vera heima til þess að maður verður ekki lasin..og komast því ekki yfir allt.. eða á maður að harka af sér og gera þetta allt.. sem gæti endað með því að maður verður lasin og getur gert enn minna?
Ég fór í klippingu einhvern tímann um daginn.. hehe.. ætlaði alltaf að setja inn mynd ..ég stend við það þó það sé svolítið síðan ;)
Svo eins silly kreisí mynd til að lífga aðeins upp á daginn.. haha.. ég er nú þekkt fyrir fabulous hár á æfingum/keppnum með buffið mitt!
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æfa, læra, sofa og borða (Y) Hljómar kunnulega....
Og þú átt eftir að meika það í Svíðþjóð það er ég 150 % viss um, bara ævintýri og gaman =)
Don't let the fear of striking out keep you from playing the game !
Agnes (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:59
heyr heyr Agnes :)
Fjólan, 4.11.2011 kl. 21:55
Fallega duglega systir mín :-) Hlakka svo mikið til að fá þig í sveitina í desember og baka smákökur með þér. Og syngja jólalög! :-)
Jóhanna, 5.11.2011 kl. 01:26
Og ég hlakka til að hitta þig um jólin Fjólaa! :D
Sólveig (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 20:11
Sumuleiðis Sólveig mín!
Fjólan, 13.11.2011 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.