Þá er það endanlega ákveðið og staðfest að ég er að fara flytja til Falun í Svíþjóð í Janúar. Ég og Jón Steinar bókuðum flug í fyrradag til Stokkhólms þann 16. janúar (maður er í 2,4klst með lest til Falun frá Stokkhólm). Ég er búin að vera að undirbúa og skoða möguleika sem voru í boði síðan núna í vor. Aðal ástæðan fyrir því að við erum að fara út er til þess að finna stað þar sem er topp aðstaða með heimsklassa þjálfurum. Það opnar fyrir mér möguleika t.d að keppa á fleiri mótum þar sem ég fæ meiri keppni og betri keppnisaðstæður en gerist hér á þessu landi. Svo er auðvitað frábært að fara æfa við svona frábærar aðstöðu, rosa flott innanhúshöll og svo er útivöllurinn fyrir utan. Það er heldur ekki verra að fara að æfa á sama stað og heimsmethafin í 60m grind innanhús, Susanna Kallur. Ég er líka búin að fá samþyggi fyrir styrk sem er þannig að ég þarf ekkert að borga fyrir þjálfunina eða afnot af þessari aðstöðu sem ég kemst alltaf í. Ég fæ öll prógröm á sænsku þannig ég mun ekki komast hjá því að læra sænskuna.
Ástæðan fyrir að Falun var valin er að þarna eru bestu þjálfararnir, góð aðstaða og skóli sem ég og jón steinar getum farið í skiptinám í. Við byrjum bæði í skiptinámi og svo kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Stefnan er sett fyrst á 2 ár (en komum heim eftir ár ef allt er ömurlegt) en ef allt gengur vel og okkur líka vel þá verðum við eitthvað lengur. Ég er ótrúlega spennt yfir þessu öllu saman en ég hefði þó ekki geta gert þetta alveg ein. Ég fæ frábæran stuðning frá fjölskyldunni, vinum og þjálfurum. Það er mjög mikilvægt því maður verður að vera 110% sáttur við það sem maður er að gera og líða vel til að ná árangri. Einnig Vésteini Hafsteinsyni að þakka því hann benti mér á þennan stað og benti mér á við hvern ég ætti að tala og svona.
Ég flutti norður fyrir 2 árum.. ég gat það.. ég er búin að ferðast mikið erlendis.. gat það og því er ég komin með ágætis sjálfstraust í að þetta gangi mjög vel. Ég verð næstum því jafn lengi að kom mér heim í sveitina frá Falun eins og ef ég keyri héðan frá Akureyri. Ég mun koma reglulega á Ísland bæði til að keppa á stóru mótunum með mínu félagi og líka yfir jólin og svona :)
Ég er búin að vera vinna rosa mikið í þessu síðan skólinn byrjaði og því er ég ekki alveg búin að sinna skólanum alveg nógu vel. Ég er svo byrjuð að æfa á fullu og Gísli (þjálfarinn) er einbeittur að koma mér í massaform áður en ég flyt þannig það fer slatti tími í æfingar + að elda/borða og sofa því það skiptir alveg jafn miklu máli.. en ég læri eins og ég get..og því er búið að vera lítið um blogg reyni að nýta tímann frekar að reyna að læra e-ð þegar ég er við tölvuna.. og talandi um skólann þá sá ég þetta skemmtilega video hér fyrir neðan um lesblindu. Þetta er ótrúlega satt.. þeim sem langar að vita e-ð um lesblindu eða lesblindir vilja fá smá hughreystingu er gott að horfa á þeta video:
svo koma nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að gera síðustu daga:
Vaknaði einn morguninn og þá var allt hvítt..
Laufblöðin eru ekki einu sinni búin að gulna.. þau eru ennþá græn! en sjórinn er nú ekki búinn að stoppa lengi.. rétt aðeins að stríða manni;)
Bökuðum sjúklega góða Pizza-hut pizzu.. (kláraði ólífu-olíuna mína.. haha)
Pizza og hvítlauksbrauð..
NAMMI!
Þokkalega þykkur botn!
ég slefa á því að skoða þessar myndir.. botninn á pizzunni var reyndar aðeins of þykkur.. spurning að hafa aðra 9" til viðbótar en notað sama deig næst.. fyrir áhuga sama þá er hægt að finna uppskriftina af deiginu hér :http://www.cdkitchen.com/recipes/recs/525/Pizza_Hut_Original_Pan_Pizza41605.shtml
Réttur vikunnar hjá mér... búin að fá mér þetta í hádegismatinn í gær og dag.. ótrúlega gott! Þetta er s.s pasta, iceberg, tómatar og eggjahræra sem inniheldur 2 egg, lítið rautt chilli, 1/4 lauk, 1 hvítlauksrif... og svo Selfoss-vatnsbrúsinn klikkar ekki ;)
Samloka.. með gúrku, iceberg, eggi og beikon ...
Svo er það stundum sem maður fer að gera e-ð allt annað en að læra.. t.d að horfa út um gluggann og taka myndir af öllu mögulegu sem var í kringum mig.. það var svo flott birta að ég varð að nýta mér það.. þessar myndir eru allar teknar í lit og nánast alveg óunnar.. smá crop og svona sem er aðalega búið að gera!
Flokkur: Bloggar | 12.10.2011 | 21:48 (breytt kl. 21:49) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vááá hvað pizzurnar eru girnilegar, verð að prófa þetta!
Þetta verður geggjað hjá ykkur í Svíþjóð, draumastaður til að búa á ;)
Ragga (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 22:00
Af hverju eru svarthvítu myndirnar?
Annars bara enn og aftur: VÍÍÍÍÍ!!!! Þetta verður alveg stórkostlegt hjá þér úti! Og veistu, ég var að hugsa um það í gær, hvað amma í sveitinni væri ótrúlega ánægð með þig ef hún væri enn á lífi. Er viss um að hún brosi breitt á himninum núna og verði með þér í anda í Falun :-)
Jóhanna, 12.10.2011 kl. 22:28
Ragga: já mæli með því.. kannski við bökum svona þegar/ef þið komið norður ;)
Jóhanna: fyrsta er af blóminu í glugganum, svo næstu 2 af styttu, svo blómavasa svo kristalskál (frá ömmu) og svo kokteilglasi :) og jámm ég held hún fylgi okkur bara alltaf og mundi styðja okkur í öllu sem við gerum :)
Fjólan, 12.10.2011 kl. 22:56
Jiii en fyndið - myndir nr. 2 og 3 gætu alveg verið af manneskju. Mynd nr. 3 er eins og af manneskju sem heldur á körfubolta. Sérðu það sem ég sé? Reyndar væri þetta mjööög grönn manneskja, en samt - alveg eins! ;-)
Jóhanna, 13.10.2011 kl. 00:55
jamm.. þessar myndir áttu einmitt að líta út fyrir að vera e-ð annað en þær eru ;)
Fjólan, 13.10.2011 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.