Blóðtaka er kannski pínu gróft orð.. en ég fór í dag að gefa blóð. Ég fór fyrir 2 vikum síðan en þá þurfti fyrst að taka svona test, það kom allt vel út svo ég fór í dag. Ég hef aldrei gefið blóð áður og vægast sagt stressuð fyrir þetta. Ástæðurnar eru 2 fyrir því að ég fór að gefa blóð, bæði til að gera góðverk og einnig því ég er sjúklega hrædd við nálar og planið að reyna að yfirstíga þá hræðslu með tímanum. Ég ætla aðeins að deila með ykkur þessari reynslu, því ég var t.d sérstaklega stressuð því ég vissi ekkert hvernig manni mundi líða á meðan og eftir þetta.
Eftir að vera búin að fylla út spurningalista (tékk hvort maður má gefa blóð) þá stakk hjúkkan í puttann á mér til þess að fá blóðdropa til að mæla hemóglóbín í blóðinu (tækið sem átti að gera það var bilað.) Nema hvað ég var svo sjúklega stressuð að hendurnar á mér voru ískaldar og æðarnar búnar að dragast saman. Hjúkkan var heillengi að ná að kreista út blóðdropa, sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. Ég sagði henni þá frá því hvað ég væri mjög stressuð yfir þessu öllu saman. Hún, sem og hinar hjúkkurnar þarna voru mjög svo almennilegar við mig.
Ég lagðist á þæginlegan bekk og hjúkkan var mikið að spjalla, sem var mjög gott til að dreifa huganum (var örugglega markmiðið með þessum samræðum hjá henni). Ég fékk mjúkan bolta sem ég hélt á til þess að kreista öðru hvoru til þess að auka blóðflæðið í höndina. Síðan kom nálin.. ííí.... það er aldrei kósý tilfinning. Hún talaði stöðugt við mig og hjálpaði mér að slaka á.. pass að halda ekki inn í sér andanum því þá fer manni frekar að svima.. bara anda venjulega og reyna að slaka á. Svo kreista bolta.. það ver ekkert rosa skemmtilegt því ég fann alveg hvernig nálin hreyfðist i hendinni þegar ég kreisti boltann (vöðvarnir spennast og því færðist nálin)..
Það tekur 5-7 mín að fylla pokann af blóði. Eftir smá stund þá varð mér kalt á hendinni sem nálin var í. Síðan eftir lengri tíma þá byrjaði mig að svima pínu. Ég reyndi að slaka á og tala áfram við hjúkkuna. Þegar þetta var búið þá sýndi hún mér pokann sem leit úr eins og blóðmörs-keppur. Hún kom svo með eplasvala og gómsætar kleinur sem ég japplaði á og lá áfram.. sviminn minnkaði og eftir smá stund stóð ég rólega upp og settist og fékk mér meira af kleinum og svala :)
Mér leið frekar skrítið og var frekar erfitt að labba upp allan stigann upp í íbúðina. Ég fékk mér jógúrt og lagðist svo upp í rúm og svaf í 3 klst. Ég var samt ennþá dauðþreytt en ég átti að drekka og borða vel á eftir og því var ég að fá mig til þess að vakna. Þessa 3 tíma dreymdi mig algjört bull, svo mikið bull að á þessu stigi yfirleitt þegar mig dreymir svona bull þá er ég veik. hehe.. það er ákveðin mælikvarði hvenær ég set mörkin við að vera heima ;)
Ég er mun hressari núna þó mér sé búið að vera illt í hendinni, þreytt og með hausverk stundum. Ég vona að þessi færsla sé ekki að fara hræða neinn.. ég er bara að segja hvernig ég upplifði þetta allt saman. Ég sátt við að geta gefið blóð, það eru nefnilega alls ekkert allir. Ég er ó O+ flokki eins og 56% íslendinga þannig það fer mest af því blóði og því oftast þörf á að fá þannig blóð eins og var í dag. Ég hvet alla til að drífa sig í að gefa blóð!
p.s veit einhver hvar maður skráir sig sem líffæragjafa, þ.e.a.s þegar maður deyr að það megi taka allt úr manni?
Til að lífga aðeins upp á stemminguna þá ætla ég að koma með slatta af myndum:)
Eggjasnafs.. namm elska það. maður getur reyndar ekki drukkið of mikið af því.. annaðhvort færðu bara nóg eða færð illt í magann en þetta er sára einfalt eða:
1 egg og 4msk sykur þeytt vel saman og síðan restinni bætt við
1/2 líter mjólk
1/8 tsk salt
1/4 tsk vanilludropar
hræra þessu öllu vel saman og hella svo í glas og rosa gott að hafa múskat ofan á..mér finnst gott að hafa mikið af því en Jóni lítið eins og þið sjáið á glösunum
Ég er byrjuð á að breyta hafragrautnum mínum..þ.e.a.s láta meira í hann. Hér er ég með egg, ber, kanil og borða epli með.. ég var alltaf föst í því að borða með mjólk og sykri.. en sykurinn er óhollur og mjólkin fer illa í mig á morgnanna þá byrjaði ég með kanil og epli.. og núna er ég komin í þetta ;)
Rjúpa sem ég sá 17. sept.
Haframuffur sem ég bakaði. upprunalega uppskriftin fékk ég hér :
http://www.pressan.is/heilsupressan/Lesa_heilsupressuna/thaegilegur-morgunmatur
Síðan breytti ég ýmsu.. eins og bætti hnetum við, suðusúkkulaði bitum, notaði AB-mjólk og fjörmjólk í stað fyrir sojamjólk og svona.. ég áttaði mig á þarna hvað það getur verið auðvelt að breyta uppskriftum og gera bara e-ð sem manni langar í.
Upp úr því bjó ég til þessar hafra-stangir.. sem var bara e-ð sem ég setti saman :)
Ég, Sunna og Stefanía fórum upp á súlur 16. sept. LOKSINS fór ég upp á Súlur!
Sunna fékk sé snjó sem var þarna á fjallinu
Kvitta í gestabókina uppi á tindinum.. Ekkert smá flott útsýni!
Á afmælisdeginum hans Jóns fórum við í smá bíltúr og fórum m.a í sundlaugina í Hofsósi. hún er mega flott... þessi mynd er tekin þar en hún sýnir samt ekki nógu vel hversu geðveikt útsýnið er.. og ef maður er ofaní lauginni/pottunum þá er eins og sjórinn taki við vatninu í lauginni.. erfitt að útskýra.. best að fara bara sjálfur og upplifa þetta :)
Yndislega og krúttlega hús sem er á Hofsósi
Búðin á Hofsósi.. þegar maður fer inn í þessa skemmu þá er bara eins og maður sé kominn inn í venjulega verslun..
Svo keyrðum við og skoðuðum.. komumst að því að það er ENGINN veitingarstaður á Dalvík ekki nema þá N1 skálinn eða olísskálinn.. !!
Fórum í gegnum fullt af göngum.. þessi einbreiðu göng voru pínu skerí!
Ég og Jón Steinar í afmælispartyinu hans.
Teddi með verðlaunin sín sem hann vann í pub-Quizinu í afmælinu
Sjúklega góð og óholl Twix-mars-ostakaka sem ég gerði fyrir afmælið hans Jóns Steinars..
Hafdís kíkti í heimsókn og þá var auðvitað bakaðar vöfflur og heitt súkkulaði með:P
Súkkulaði bollinn minn:P
Flokkur: Bloggar | 27.9.2011 | 22:09 (breytt kl. 22:30) | Facebook
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ooooooh Fjóla, ég slefa hérna!!!
Dugleg þú að gefa blóð - stolt af þér!
Geðveikt flottar myndir - mig langar í þessa sundlaug maður!!!
Knúúúús <3
Jóhanna, 27.9.2011 kl. 23:32
mæ ó mæ hvað þetta er allt girnilegt! haha (sérstaklega hafragrauturinn... og twix-mars-ostakakan!... og kakóið... æj, þetta er allt sjúklega girnó ).
ég þarf einmitt að fara að gefa blóð, ég var mjög dugleg strax eftir að ég varð 18 að fara alltaf á 4 mán fresti, en svo allt í einu hætti ég að fara og hef ekki farið í rúmlega ár :o
Begga Gylfa (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 08:43
Jóhanna: Takk fyrir það.. já um að gera að kíkja í þessa sundlaug og kíkja í heimsókn í leiðinni;)
Bergþóra: takk fyrir það.. en já ég fór leið og ég var 18 ára en síðan þá hef ég aldrei mátt gefa blóð fyrr en nú! í hvaða blóðflokki ert þú?
Fjólan, 28.9.2011 kl. 10:44
Sæt mynd af ykkur Joni, held að það sé næsta profile! ;) Gott hjá þér að gefa blóð... ég get það ekki því mig svimar svo mikið þó þaað sé tekið lítið... Og siðast en ekki síst flottar myndir og mikið ertu dugleg að baka! ;D
Sólveig (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:02
Sólveig: já Jón Steinar er búin að gera hana að profile.. hehe.. og takk fyrir það.. en já mig svimaði svolíð mikið.. ég vildi samt bara gefa þetta blóð.. er ekki eðlilegt að svima? og sagði við mig að ef mig byrjaði að svima gæti hún stoppað hvenær sem er.. en sagði ekkert að hún þyrfti þess.. s.s sagði ekki að mig mætti ekki svima.. má það ekki eða?
og takk fyrir það.. hlakka til að baka fyrir þig næst þegar þú kemur í heimsókn til mín.. hvar sem það nú verður ;)
Fjólan, 28.9.2011 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.