Þá er komið að því... sumarið er búið.. þett er búið að vera æðislegt sumar. Ég gat verið mikið í hestum fyrsta skipti í 4ár!!!! ég náði góðum árangri í frjálsum.. fór í snilldar keppnisferð.. fór í 4 brúðkaup.. veiddi fiska (meira að segja í kaldaðarnesi!) svona til að segja e-ð hvað ég gerði í sumar. Bara nokkuð sátt.
Ég segi að sumarið sé formlega lokið þar sem skólinn er kominn á fullt, ég flutt norður og síðasta mótið á tímabilinu var í gær. Ég endaði á að taka eina sjöþraut. Eins og ég hef sagt áður þá er áherslan á grindarhlaup en mér finnst alltaf æðislega gaman að keppa í sjöþraut.. en er bara vonlaus kastari. Ég náði að bæta minn persónulegan árangur um helgina í 4 greinum. Ég bætti mig í þraut um 407 stig sem er slatti og náði alls 4689 stigum. Árangurinn í greinunum var þessi:
100m grind: 14,87 (löglegur vindur, var í algjöru bulli og passaði ekkert ég byrjaði ca 30cm fyrir aftan ráslínuna til að reyna að láta passa á fyrstu grind.. þannig sátt við tímann miða við ruglið á mér)
hástökk: 159cm.. (rosalega svekkt með þennan árangur ætlaði svo mikið að bæta mig og koma mér yfir 170cm.. en líkt og í grindinni þá var ekkert að passa hjá mér atrennan öll í rugli allt í einu.. ég hoppaði hátt yfir 159 og ákvað því að sleppa 163.. og felldi svo 3x 165.. )
kúluvarp: 9.50m.. (ég heft oft kasta svipað langt en aldrei í keppni og var þetta því bæting um 53cm!)
200m: 26.57 ( ég best 26.56 þannig ég var 1/100 úr sek frá mínu besta..)
langstökk: 5.51 (bæting um 2cm vindu +1,8.. vindurinn var mismunandi og náði bara 1 gildu stökki)
Spjótkast: 24,13 ( bæting um 24cm.. vandræilegt hvað ég á lítið í spjóti.. ég er meira að keppa í spjót"sleppi" frekar en kasti.. hehe)
800m: 2:22,32min.. (bæting um 3,45sek.. sem er góð bæting en ég átti samt meira inni.. mér var kalt í hlaupinu.. ég var töluvert á undan næstu og ekki alveg með taktíkina í þessu þegar það voru 50m eftir áttaði ég mig á að ég ætti fullt inni og tók þvílíkan sprett síðsutu 50m.. hefði bara átt að byrja á því aðeins fyrr)
Eins og sést á þessari mynd þá er snjór í fjöllunum og það var svona 5-7°C hiti í keppninni.. heita kakóið, simson teppið og snjóbuxurnar var voru vinsæl um helgina
Með síðustu úreiðatúrum í sumar.. Þeir sem þekkja til sjá hvað Geisli, hesturinn sem ég er á, er ótrúlega stressaður á þessari mynd.. haha.. alveg í varnarstöðu.. hann er pínu stressaður.. og svo er Jón Steinar á Hljóm, sínum hesti.. Þessa tvo náði ég að temja í sumar.. Geisli þar reyndar aðeins meiri þjálfun til að aðeins á..hehe.. Ég fór í reiðtúr með alveg ótrúlega margir sem komu með mér á hestabak í sumar eða þau Sólveig Sara, Anna páls, Sigga litla, Julia, Jón Steinar, Stebbi, Guðbjörg, Mamma, Bergþóra Krisín, Bergþóra Gylfa, Eyrún, Gerða, Gummi Kalli, Dýrleif, Ísold og ég er alveg örugglega að gleyma einhverjum.. allavega æðislegt hesta-sumar! :)
Þess má til gaman geta að ég týndi 15kg af berjum í garðinum heima í sveitinni.. og ég kláraði ekki alveg allt einu sinni! þegar ég sýndi mömmu hvað ég hafði tínt mikið upp og spurði hvort þetta væri ekki mikið af berjum.. hún þagði í smá stund á meðan hún horfði agndofa á öll berin og sagði svo "ég hef allavega aldrei sé svona mikið af berjum!"
Í næsta bloggi ætla ég að koma með gúrme uppskrift af haframuffins og eggjasnafsi.. hljómar örugglega ekki vel fyrir suma.. en þetta er hvotveggja þvílíkt gott!
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með bætingarnar!! :D
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 11:12
Til hamingju með árangurinn í sumar!
Látum verða af því næsta sumar að fara saman á hestbak ;)
Ragga (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 16:49
Takk fyrir það!
og já ragga við förum saman á hestbak næsta sumar!
Fjólan, 20.9.2011 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.