Ég er ekkert rosalega mikið í því að vera inni og vera í tölvunni.. Ég er meira rétt að vinna í henni og síðan úti að vinna, hestbaki eða æfa.. Þar af leiðandi er ég ekki alveg nógu dugleg að láta myndir inn í tölvunna.. Síðasta vika var alveg brjálað að gera.. ég var að reyna að klára öll verkin áður en ég mundi flytja norður.. sem fór svo þannig að ég er eina viku í viðbót hér fyrir sunnan til að reyna að klára þetta.. Ég var samt að keppa síðustu helgi á MÍ 15-22 ára.. og ég var að gera of mikið í vikunni náði ekki að sofa alveg nóg.. hefði átt að borða meira og betra fæði.. en ég hugsaði "okey ég bæti mig kannski ekki um helgina en ég hlýt að meika þetta" hversu fáranlegt er að hugsa svona? maður á ALLTAF að leggja sig allan fram við hverja einustu keppni.. og dagarnir á undan skipta alveg jafn miklu máli.. Svo kom keppnin.. byrjaði í langstökki var ekki að ná að hlaupa nógu hratt í atrennunni.. og bara já, ekki hoppa langt.. næst var mín grein 400m grind.. það var smá misskilningur með tímann og ég missti næstum af hlaupinu.. það var ekki til að bæta ástandið.. hlaupið fer af stað og ég hleyp ömurlegasta hlaup sem ég veit um.. ég fann strax þegar ég fór að stað að ég væri að hlaupa of hægt.. ég reyndi að hlaupa hraðar.. hugaði "hlaupa hraðar, hlaupa hraðar" en málið er að maður á að tæma hugan alveg meðan maður er að keppa.. Ég var alveg brjáluð út í sjálfan mig eftir þetta hræðilega vandræðilega hryllilega lélega hlaup.. Ég náði að taka mig saman í andlitinu og breyta hugafari og náði að gera ágætt það sem eftir var af mótinu.. Fékk ég 8 gull og 1 silfur eftir helgina. Eitt er víst að maður er alltaf að læra og aldrei aftur ætla ég vísvitandi að vera ekki alveg 100% undirbúin fyrir keppni og hugsa bara jájá.. ég hleyp bara.. ákveðni, áranleiki, jákvæðni, gleði, upplifun og margt fleira verður að vera 100%
Svo verð ég að fá að koma að hversu gott íslandsmet við eigum í 400m grind. Í undanúrslitum á Heimsmeistarmótinu í gær var aðeins 1 kona sem hljóp hraðar en íslandsmetið hennar Guðrúnar Arnardóttur (metið er 54,37 sek). Það var s.s Lashinda Demus sem var á 53,82 sek."
Ég er núna að passa litla frænda og hafði því tíma til að koma í tölvuna og setja inn mörg hundruð myndir.. en ég ætla að setja all nokkrar hér inn sem mig langar að deila með ykkur..
Ég var mjög vilt um versló og fór ma. í keilu!
Besti eftirréttur sem ég hef smakkað!! Fersk jarðarber og bláber sett í eldfast mót, marens helt yfir og hitað inn í ofni og borðað með ís.. dísus hvað þetta var gott, ætlaði ekki að geta hætt að éta! en tengdó á heiðurinn af þessum dýrindis rétt :)
Við erum búin að reyna að þjálfa Vin í grindarhlaupi.. hann skilur ekki alveg afhverju hann á að hoppa yfir þær ef hann getur farið undir..
Vini finnst gaman að vera með mér á æfingum og fá að fara í kapp við mig.. reyndar fer hann fyrir mig ef ég er að fara of hratt fyrir hann.. það er ekki alveg eins sniðugt..
Ég hef oft talað um falleg sumarkvöld í sveitinni
Elska þessa kyrrð..
Elska hvað það er mikið af hestum í sveitinni :)
eruð þið búin að ná því hvað þetta er fallegt og yndislegt?
Frærófurnar spretta vel.. eiginlega of vel í nýja húsinu.. fara allt of hátt upp eins og sést á þessari mynd!
Eitt af verkefnunum er að klára að mála þetta hús.. búin með 1 umferð!
Það verður pínu munur þegar það er búið að mála húsið!
Það eru komnar nýjar rófur! nammi nammi!
Þær spretta vel núna í rigningunni!
Fallega, duglega og unga HSK-liðið okkar á bikar..
Mamma var 60 ára.. í tilefni á því ákváðum við að halda á mömmu!
mála og mála..
Ísold kom að læra aðeins á hest hjá mér
Vinur hress í sveitinni! (Jón Steinar tók þessa mynd)
Alltaf að fá einhverja á hestbak með mér.. Hér eru Eyrún, Gerða og Bergþóra..
Þessi mynd er e-ð svo yndisleg.. haha
Gerða og Geisli
Anna og Þruma
Riðum niður að ánni..
Fórum svo heim og átum allan heiminn.. hér er eftirétturinn hennar Önnu..
Sumir segja að peningar vaxi ekki á trjánum.. en ég mundi segja að það gerði það í mínu tilfelli.. þar sem ég er að vinna í rófunum, og selja svo rabarbara, sólber, stikilsbera og maðka.. allt sem ég finn í garðinum heima :)
Stikilsberin..
Geggað gaman að sjá tónleikana á menningarnótt.. ekki verra að vera með svona fallegu fólki ;)
flugeldasýningin var mun flottari en þessi ljós í Hörpunni verð ég að segja!
Vinur er svo mikið krútt.. :P
Sætið mitt á leiðinni norður á MÍ 15-22 ára.. það var kósý!
Ég var ekki á bíl fyrir norðan og ég hef aldrei labba svona mikið eina helgi (nema ég sé í útlöndum) hér er hluti af hópnum að labba og kaupa sér ís/nammi
Allt of mikið krútt!
32 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að skoða, eins og alltaf :)
Bergþóra (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 14:31
Hahaha, elska þessa mynd af Gerðu og hestinum svo mikið .
Bergþóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 15:36
Glæsilegar myndir.
Þú varst bara rétt hjá okkur á menningarnótt....
Mæja (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 17:25
Skemmtilegt að sjá svona margar myndir :) Heyrumst!
Sólveig Sara (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 17:29
Bergþóra: gaman að heyra :)
Bergþóra Gylfa: haha.. já ég gat ekki slept henni ;)
Mæja: í alvöru.. ég var mikið að spá í að heyra í þér en ákvað að það yrði of mikið vesen að reyna að finna þig.. haha
Sólveig: hehe.. gaman.. þá gleymiru allavega ekki hvernig allt lítur út hérna heima :)
Fjólan, 31.8.2011 kl. 20:05
Skemmtilegt blogg :D Takk fyrir æðislegt sumar!
Anna Pálsdóttir! :), 1.9.2011 kl. 21:20
Vá hvað þetta eru skemmtilegar myndir! Og flottar!!! Elska þær allar! Og elska þig! :*
Jóhanna, 5.9.2011 kl. 10:44
Anna: takk sumuleiðis fyrir gott sumar!
Jóhanna: takk fyrir það Jóhanna mín og sumuleiðis!
Fjólan, 13.9.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.