úff.. ég er búin að ætla að skrifa svo mörg blogg síðan ég skrifaði það síðasta að ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég að að koma öllu frá mér í einu bloggi... Ég veit samt ekkert hvort það hafi einhver áhuga á að lesa þetta en mig langar allavega að tjá mig um þetta :)
Síðan ég bloggaði síðastablogg er ég búin að bæta mig í hástökki og 400m grindarhlaupi. Ætla aðeins að byrja á tjá mig um þær bætingar. Í hástökki bætti ég mig um 1 cm með því að vippa mér yfir 168 ég átti 167 síðan á einhverju ÍR mót fyrir rúmu ári síðan. Ég hef ekki mikið verið að stökkva þessa hæð síðan meira um 160.. enda ekkert að æfa hástökk að ráði (einblíni á grindarhlaup) Ég var búin að ákveða að tak 3 stökk í þessari keppni (HSK-mót unglinga). Þetta var á þriðjudegi fyrir bikar og þar sem ég var að fara að keppa í hástökki þar var ágætt að prófa þetta eðins. Ég byrjaði 155, fór svo í 162 og svo 168. Fyrsta tilraun á 168 misheppnaðist aðeins þannig ég ákvað að taka aðra og viti menn ég fór yfir og bæting komin í hús. Þessi bæting kom mér ekki bara á óvart því ég er ekki búin að vera æfa hástökk í sumar heldur að aðstæður voru ekki beint æðislegar. Hástökksdýnan var á hlið þannig ég þurfti hlaupa í raun á ská sem er pínu erfitt fyrir heilann en verra var að ég gat ekki einu sinni horft á ránna í atrennunni því sólin var að setjast og var akkurat í sömu sjónlínu og ráin þannig ég í raun sirkaði bara eitthvað! Ég prófaði næst 171 einu sinni fór ekki yfir og hætti því. Það munaði svo litlu að ég næði að hoppa yfir 169 á bikar eftir að hafa hlaupið 400m grind.. sem er nokkuð gott!
Svo var hin furðulega bætingin í 400m grindarhlaupi núna á bikar. Þessi grein er fyrsta grein mótsins þannig maður er alveg ferskur í henni en hlaupið situr svo í manni það sem eftir er af keppninni. Ég var á ystu braut eða 6. braut, í bikar þá er dregið á brautir en yfirleitt er það raðað eftir árangri á hvaða braut maður er, þá á sá sem á bestan tíma í miðjunni og vesta tímann út á enda. Ég er alveg ömurleg að hlaupa svona utan á, ég ætla alveg að hlaupa eins hratt og ég get og voða hratt en svo þegar einhver kemur og tekur framúr mér að við hliðin á mér þá fer ég að hlaupa hraðar.. alveg ótrúlegt. En jæja.. ég fer að stað og sé auðvitað engann og eftir 200m heyri ég einn þjálfarann segja "þú mátt ekkert gefa eftir Fjóla" þá vissi ég að Stefanía væri að ná mér sem var alveg hinum megin eða á fyrstu braut! þannig ég reyni að gefa í en eftir 100m þá sé ég hana útundan mér og byrja þá auðvitað að hlaupa hraðar og næ á undan í mark. Eins og þið lesið þá var ekki beint gott flæði í þessu hlaupi og ég var bara sátt að hafa náð að sigra hlaupið. Það er það sem skiptir máli í bikarkeppni, í hvaða sæti maður er í. Svo byrjaði fólk að hrósa mér fyrir gott hlaup og ég svara "þetta var nú ekki gott hlaup, ekki einu sinni sýru á meðan ég var að hlaupa.. ég er bara sátt við að hafa unni".. svo voru voða margir að spyrja hvort ég hafi ekki verið að bæta mig.. ég flissaði nú bara að því og sagði að svo væri ekki.. á endanum ákvað ég að finna út á hvaða tíma ég hafði hlaupið á þá var það raunin ég bætti mig! ég hljóp á 60.63 og átti 60.78 frá því í Finnlandi! ég er ekki ennþá að trúa að ég hafi bætti mig.
Þessi mynd tekin í byrjun hlaupsins.. í 400m grind.
Ég skokkaði svo beint yfir í þrístökkið en það byrjaði á sama tíma og 400m grindin.. Ég sleppti fyrstu 3 stökkunum/umferðum því ég var ennþá að skipta um skó, koma mér fyrir og ná andanum. Ég náði svo 3. sætinu þar sem er alveg ásættanlegt svona strax eftir erfitt hlaup..
Hér er ég að hlaupa atrennuna í þrístökki.. yndislegt hvað ég næ alltaf að vera slök.. sem sagt slaka á og taka á eins og maður á að gera.. hahaha.. ekki alveg!
Síðan voru hástökkskórnir reimaðir á fæturnar og beint í hástökkið.. munaði litlu að ég náði að bæta mig of fara yfir 169.. en sigraði með því að fara yfri 164.. ég var orðin pínu stressuð þar sem boðhlaupið var að fara að byrja eftir 2 mín! Sveitin mín stóð sig vel í boðhlaupinu og bættum við HSK-met í 4x100m!
Eins og sést var ég með voða fínt lakkaðar neglur og máluð í HSK litunum.. svona er maður alltaf á bikar :)
Á föstudagskvöldið þegar við Jón Steinar vorum að fara að sofa þurfti ég að nota verkjaklukkuna í hans síma.. Ég var samt mjög stressuð að síminn hans yrði batteríslaus og ég mundi ekki vakna daginn eftir.. ég ætlaði aldrei að geta sofnað, eða ekki fyrr en 03.30.. svo þegar vekjaraklukkan hringir kl 9.00 þá er ég alveg rugluð.. það vill stundum gerast og verð jafnvel hálf "andsetinn" af morgunpirring! nema hvað ég man þegar klukkan hringdi þá vaknaði ég alveg við hana en ég ætlaði sko ekki að vakna! Jón slökkti á endanum á klukkunni og spyr hvort ég ætli nú ekki að vakna..
"nei, afhverju á ég að vakna?!" svara ég.. Jón Steinar ekki alveg að skilja "ha?"
" já, afhverju á ég að vakna? hvað er ég að fara að keppa eða?" spyr ég hneiksluð, þreytt og pirruð..
"öö.. já? þú ert að fara að keppa" svarar Jón alveg ruglaður
"HA?! er ég að fara að keppa?! keppa hvað? í hverju er ég að fara að keppa?!" ég er alveg rugluð og æst.. átta mig ekki einu sinni almennilega hvar ég er.. ég hugsa og reyni að ná áttu og segji svo í uppljómum " jáááá! bikarkeppnin er núna! ég er að fara að keppa í bikar!"
hahaha.. hversu rugluð get ég verið? útaf þessum ruglingi vaknaði ég aðeins of seint en það kom sér ekki að sök. Ég byrjaði á 100m grind. Hljóp á 14.77 og sigraði eftir harða keppni við Maríu Rún, sem var sjónarmun á eftir mér eða 14.81.. þessi tími hjá mér er 2. besti tími minn frá upphafi, þ.e.a.s í löglegum vind.. er mjög sátt við það, hraðinn greinilega að koma hjá mér!
nokkrar myndir teknar af hlaupni en þessi fannst mér flottust..
Ég fékk þá smá pásu fram að langstökkinu og náði ég að hoppa mjög langt en bara ekki gilt.. frekar leiðinlegt vindurinn var svolítið að stríða þar sem hann var stundum með-, hlið- eða mótvindur og mis mikill.. Ég náði bara 2 gildum stökkum og annað var svona lala.. og endaði í 4. sæti, hefði viljað taka 2. sætið þar..
rétt fyrir lendingu í langstökki.. "hanga í loftinu"..
Þá var farið í 1000m boðhlaup þar sem ég tók síðasta sprettinn eða 400m.. það var enginn sem tók millitíma á mér, s.s hvað ég hljóp hratt en nokkuð sátt við hlaupið hjá okkur.. enduðum í 3. sæti
Keppni lokið.. HSK endaði í 5. sæti.. og 4. sæti í kvennakeppninni.. ég vildi að kvennaliðið mundi vera í verðlaunasæti en við stóðum okkur vel og keppnin hörð og jöfn og var stöðugt að breytast.. Bikar er alltaf skemmtilegast mótið :)
p.s Það er hægt að finna þessar myndir og fleiri frá mótinu á þessari síðu hér : http://www.flickr.com/photos/armannfrjalsar/
Flokkur: Bloggar | 15.8.2011 | 23:08 (breytt kl. 23:26) | Facebook
40 dagar til jóla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha steikta! Sé þetta alveg fyrir mér (sko þegar þú varst að vakna) :-)
Jóhanna, 16.8.2011 kl. 09:17
haha.. já ég get verið alveg út úr heiminum!
Fjólan, 16.8.2011 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.